Ferrari ætlar ekki tefla djarft í titilslagnum 2. nóvember 2010 14:05 Stefano Domenicali ræður gangi mála hjá Formúlu 1 liði Ferrari. Mynd: Getty Images/Mark Thompson Stefano Domenicali yfirmaður Ferrrari Formúlu 1 liðsins segir að Ferrari muni beita skynsemi í næstu keppni, þó Fernando Alonso eigi möguleika á að landa titlinum í Brasilíu um næstu helgi. Sjálfur telur Alonso að úrslitin muni ekki ráðast fyrr en í lokamótinu í Abu Dhabi um aðra helgi. Ferrari á einnig möguleika í stigakeppni bílasmiða, en Red Bull og McLaren eru líklegri til afreka í þeim slag. Til að Alonso verði meistari um næstu helgi þarf hann að fá 15 stigum meira en Mark Webber og 4 stigum meira en Lewis Hamilton. Annars ráðast úrslitin í lokamótinu. "Ef við töpum stigum í Brasilíu, þá verður Abu Dhabi mótið enn erfiðara. Við munum nálgast lokamótin á réttan hátt. Minnugir styrkleika keppinauta okkar, Red Bull og McLaren", sagði Domenical á heimasíðu Ferrari, samkvæmt tilvitnun á autosport.com í dag. "Við höfum séð hve flókin mótin hafa verið á þessu tímabili og við verðum því að vera mjög varkárir. Við megum ekki tapa stigum og þurfum að komast á leiðarenda og keppa með rétta hugarfarinu. Við verðum með nýjungar, en málið er að vera með traustan farkost. En ég tel að F10 bíllinn verði samkeppnisfær í Brasilíu. Red Bull menn verða öflugir og McLaren menn verða með endurbættan bíl og ættu að vera sterkir og í slagnum", sagði Domenicali á vefsíðu Ferrari. "Besta minning mín frá Brasilíu eru þegar Kimi vann titil ökumanna 2007, en versta minningin er þegar Massa kom í mark sem meistari 2008, en Hamilton náði titlinum af honum í síðustu beygju (með því að ná framúr keppinaut) nokkrum sekúndum síðar. Það var erfið stund, en við unnum þó titil bílasmiða. Massa sýndi sannan íþróttanda á verðlaunapallinum, rétt eins og liðið í heild sinni", sagði Domenicali. Mest lesið Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Handbolti Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn Sjáðu Albert skora gegn Juventus Fótbolti Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Enski boltinn Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg Íslenski boltinn „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Enski boltinn Fleiri fréttir Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Stefano Domenicali yfirmaður Ferrrari Formúlu 1 liðsins segir að Ferrari muni beita skynsemi í næstu keppni, þó Fernando Alonso eigi möguleika á að landa titlinum í Brasilíu um næstu helgi. Sjálfur telur Alonso að úrslitin muni ekki ráðast fyrr en í lokamótinu í Abu Dhabi um aðra helgi. Ferrari á einnig möguleika í stigakeppni bílasmiða, en Red Bull og McLaren eru líklegri til afreka í þeim slag. Til að Alonso verði meistari um næstu helgi þarf hann að fá 15 stigum meira en Mark Webber og 4 stigum meira en Lewis Hamilton. Annars ráðast úrslitin í lokamótinu. "Ef við töpum stigum í Brasilíu, þá verður Abu Dhabi mótið enn erfiðara. Við munum nálgast lokamótin á réttan hátt. Minnugir styrkleika keppinauta okkar, Red Bull og McLaren", sagði Domenical á heimasíðu Ferrari, samkvæmt tilvitnun á autosport.com í dag. "Við höfum séð hve flókin mótin hafa verið á þessu tímabili og við verðum því að vera mjög varkárir. Við megum ekki tapa stigum og þurfum að komast á leiðarenda og keppa með rétta hugarfarinu. Við verðum með nýjungar, en málið er að vera með traustan farkost. En ég tel að F10 bíllinn verði samkeppnisfær í Brasilíu. Red Bull menn verða öflugir og McLaren menn verða með endurbættan bíl og ættu að vera sterkir og í slagnum", sagði Domenicali á vefsíðu Ferrari. "Besta minning mín frá Brasilíu eru þegar Kimi vann titil ökumanna 2007, en versta minningin er þegar Massa kom í mark sem meistari 2008, en Hamilton náði titlinum af honum í síðustu beygju (með því að ná framúr keppinaut) nokkrum sekúndum síðar. Það var erfið stund, en við unnum þó titil bílasmiða. Massa sýndi sannan íþróttanda á verðlaunapallinum, rétt eins og liðið í heild sinni", sagði Domenicali.
Mest lesið Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Handbolti Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn Sjáðu Albert skora gegn Juventus Fótbolti Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Enski boltinn Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg Íslenski boltinn „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Enski boltinn Fleiri fréttir Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira