Alonso mun sækja til sigurs í Kóreu 13. október 2010 14:10 Fernando Alonso á Ferrari er í öðru sæti í stigamóti ökumanna ásamt Sebastian Vettel. Mynd: Getty Images Fimm ökumenn eiga enn möguleika á meistaratitili ökumanna og aðeins þremur mótum er ólokið. Næsta keppni fer fram á nýrri braut í Suður Kóreu, sem engin hefur keppt á og Fernando Alonso hjá Ferrari telur að lið sitt verði að sækja til sigurs. Mótið fer fram 24. október. Mark Webber er efstur í stigamóti ökumanna með 220 stig, en Fernando Alonso og Sebastian Vettel eru með 206 stig, en Lewis Hamilton 192 og Jenson Button 189. Webber er í kjörstöðu að beita skynsamlegri keppnisáætlun, en trúlega verða keppinautar hans að sækja af dirfsku í þeim mótum sem eftir eru. Fyrir sigur í einstöku móti fást 25 stig og 14 stiga forskot Webbers er því fljótt að hverfa ef honum gengur ekki vel. "Við verðum að sækja í Kóreu og minnka bilið í Webber. Það yrði flókið mál ef bilið eykst meira og úrslitin þar gætu ráðið miklu fyrir suma ökumenn. Það verður mikilvægt fyrir mig að treysta á Felipe (Massa) og ég veit að hann mun gera sitt til að bæta upp slaka útkomu í síðustu tveimur mótum. Hann á alla möguleika á að komast á verðlaunapall", sagði Alonso í pistli á heimasíðu Ferrari, en autosport.com vitnar í Alonso í frétt í dag. "Það verður líka mikilvægt fyrir okkur að vinna saman og komast á öllum leyndarmálum nýju brautarinnar, þannig að bílarnir verði klárir í slaginn. Hvert smáatriði skiptir máli", sagði Alonso um brautina sem verður notuð í fyrsta skipti í Suður Kóreu. Alonso varð í þriðja sæti á eftir Sebastian Vettel og Mark Webber í Japan, en hann sagði Red Bull bílinn henta sérlega vel á Suzuka brautina í Japan. Alonso varð fimmti í tímatökum í Japan og telur það ekki nóg til að ná settu marki í næsta móti. Mest lesið Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Handbolti Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti Sjáðu Albert skora gegn Juventus Fótbolti Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg Íslenski boltinn Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Enski boltinn Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Enski boltinn Fleiri fréttir Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Fimm ökumenn eiga enn möguleika á meistaratitili ökumanna og aðeins þremur mótum er ólokið. Næsta keppni fer fram á nýrri braut í Suður Kóreu, sem engin hefur keppt á og Fernando Alonso hjá Ferrari telur að lið sitt verði að sækja til sigurs. Mótið fer fram 24. október. Mark Webber er efstur í stigamóti ökumanna með 220 stig, en Fernando Alonso og Sebastian Vettel eru með 206 stig, en Lewis Hamilton 192 og Jenson Button 189. Webber er í kjörstöðu að beita skynsamlegri keppnisáætlun, en trúlega verða keppinautar hans að sækja af dirfsku í þeim mótum sem eftir eru. Fyrir sigur í einstöku móti fást 25 stig og 14 stiga forskot Webbers er því fljótt að hverfa ef honum gengur ekki vel. "Við verðum að sækja í Kóreu og minnka bilið í Webber. Það yrði flókið mál ef bilið eykst meira og úrslitin þar gætu ráðið miklu fyrir suma ökumenn. Það verður mikilvægt fyrir mig að treysta á Felipe (Massa) og ég veit að hann mun gera sitt til að bæta upp slaka útkomu í síðustu tveimur mótum. Hann á alla möguleika á að komast á verðlaunapall", sagði Alonso í pistli á heimasíðu Ferrari, en autosport.com vitnar í Alonso í frétt í dag. "Það verður líka mikilvægt fyrir okkur að vinna saman og komast á öllum leyndarmálum nýju brautarinnar, þannig að bílarnir verði klárir í slaginn. Hvert smáatriði skiptir máli", sagði Alonso um brautina sem verður notuð í fyrsta skipti í Suður Kóreu. Alonso varð í þriðja sæti á eftir Sebastian Vettel og Mark Webber í Japan, en hann sagði Red Bull bílinn henta sérlega vel á Suzuka brautina í Japan. Alonso varð fimmti í tímatökum í Japan og telur það ekki nóg til að ná settu marki í næsta móti.
Mest lesið Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Handbolti Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti Sjáðu Albert skora gegn Juventus Fótbolti Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg Íslenski boltinn Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Enski boltinn Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Enski boltinn Fleiri fréttir Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira