Ökumönnum McLaren og Red Bull ekki stýrt í titilsókninni 29. ágúst 2010 20:09 McLaren liðið fagnar sigrinum á Spa í dag. Mynd: Getty Images Hvorki McLaren né Red Bull liðin ætla að ráðskast með það hvernig ökumenn haga akstrinum í Formúlu 1 mótum, þó línur hafi skýrst nokkuð varðandi titilslagninn í dag. Hvorki Jenson Button hjá McLaren né Sebastian Vettel hjá Red Byll fengu stig í dag, á meðan Lewis Hamilton hjá McLarren og Mark Webber hjá Red Bull voru í fyrsta og öðru sæti. Það þýðir að þeir hafa meira forskot en áður á Button og Vettel og svo náði Fernando Alonso hjá Ferrari ekki stigum í dag. Sex mót eru eftir og forráðamönnum McLaren og Red Bull finnst ekki kominn tími á að hygla að öðrum ökumanni sínum umfram hinn. En Webber gaf reyndar í skyn í frétt á autosport.com að sá tími færi að koma að Red Bull ætta skoða sín mál varðandi titilsóknina. Stigastaðan: 1 Lewis Hamilton 182 2 Mark Webber 179 3 Sebastian Vettel 151 4 Jenson Button 147 5 Fernando Alonso 141 6 Felipe Massa 109 7 Robert Kubica 104 8 Nico Rosberg 102 "Það eru 150 stig enn í pottinum og tveir þeir fremstu hafa aðeins skilið sig frá keppinautunum, þar sem þrír af þeim sem eru í titilsókn náðu ekki stigum", sagði Christian Horner hjá Red Bull. "En það er of snemmt að fara styðja einn ökumann. Allir fimm eiga möguleika, eins og stigakerfið er upp sett og bilið blekkir. Það virðist mikið, en raunveruleikinn er sá að bilið getur minnkað snarlega. Það er of snemmt að ræða svona mál", sagði Horner. Horner telur ekki að Webber muni sækjast eftir því að vera settur í forgang. "Hann er íþróttamaður og raunsær og veit að hlutirnir gera breyst hratt, mjög hratt. En hann er í góðri stöðu. Ef við náum svipuðum árangri á Monza, þá getum við vonandi staðið okkur betur á brautum sem henta bíl okkar betur", sagði Horner. Martin Whitmarsh hjá McLaren tekur í sama streng og Horner. "Ég hef rætt við báða ökumenn og Jenson sagði við Lewis að hann væri 35 stigum á eftir, en ég á enn eftir að negla hann. Þannig á þetta að vera. Jenson var mjög, mjög óheppin í dag. Hann hefði átt að ná stigum og þetta getur breyst hratt í næstu mótum", sagði Whitmarsh, en ökumönnum liðsins er eftir sem áður frjálst að keppa sín á milli eins og fyrr á árinu. Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira
Hvorki McLaren né Red Bull liðin ætla að ráðskast með það hvernig ökumenn haga akstrinum í Formúlu 1 mótum, þó línur hafi skýrst nokkuð varðandi titilslagninn í dag. Hvorki Jenson Button hjá McLaren né Sebastian Vettel hjá Red Byll fengu stig í dag, á meðan Lewis Hamilton hjá McLarren og Mark Webber hjá Red Bull voru í fyrsta og öðru sæti. Það þýðir að þeir hafa meira forskot en áður á Button og Vettel og svo náði Fernando Alonso hjá Ferrari ekki stigum í dag. Sex mót eru eftir og forráðamönnum McLaren og Red Bull finnst ekki kominn tími á að hygla að öðrum ökumanni sínum umfram hinn. En Webber gaf reyndar í skyn í frétt á autosport.com að sá tími færi að koma að Red Bull ætta skoða sín mál varðandi titilsóknina. Stigastaðan: 1 Lewis Hamilton 182 2 Mark Webber 179 3 Sebastian Vettel 151 4 Jenson Button 147 5 Fernando Alonso 141 6 Felipe Massa 109 7 Robert Kubica 104 8 Nico Rosberg 102 "Það eru 150 stig enn í pottinum og tveir þeir fremstu hafa aðeins skilið sig frá keppinautunum, þar sem þrír af þeim sem eru í titilsókn náðu ekki stigum", sagði Christian Horner hjá Red Bull. "En það er of snemmt að fara styðja einn ökumann. Allir fimm eiga möguleika, eins og stigakerfið er upp sett og bilið blekkir. Það virðist mikið, en raunveruleikinn er sá að bilið getur minnkað snarlega. Það er of snemmt að ræða svona mál", sagði Horner. Horner telur ekki að Webber muni sækjast eftir því að vera settur í forgang. "Hann er íþróttamaður og raunsær og veit að hlutirnir gera breyst hratt, mjög hratt. En hann er í góðri stöðu. Ef við náum svipuðum árangri á Monza, þá getum við vonandi staðið okkur betur á brautum sem henta bíl okkar betur", sagði Horner. Martin Whitmarsh hjá McLaren tekur í sama streng og Horner. "Ég hef rætt við báða ökumenn og Jenson sagði við Lewis að hann væri 35 stigum á eftir, en ég á enn eftir að negla hann. Þannig á þetta að vera. Jenson var mjög, mjög óheppin í dag. Hann hefði átt að ná stigum og þetta getur breyst hratt í næstu mótum", sagði Whitmarsh, en ökumönnum liðsins er eftir sem áður frjálst að keppa sín á milli eins og fyrr á árinu.
Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira