Handbolti

Ísland í riðli með Austurríki og Noregi í riðli á HM

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Ólafur Stefánsson, landsliðsfyrirliði.
Ólafur Stefánsson, landsliðsfyrirliði. Fréttablaðið/Diener
Íslenska handboltalandsliðið er í riðli með Japan, Brasilía, Ungverjaland, Austurríki og Noregi á Heimsmeistaramótinu í handbolta sem fer fram í Svíþjóð í janúar á næsta ári.

Dagur Sigurðsson þjálfar Austurríki en Ísland var með liðinu í riðli á EM á þessu ári. Þar gerðu liðin jafntefli í dramatískum leik. Reyndar er óvíst hvort Dagur þjálfi liðið áfram en sú ákvörðun verður tekin fljótlega. Þetta hlýtur að kitla hann til að klára HM með liðinu sem hann kom þangað á glæsilegan hátt.

Svíar fengu að velja sér riðil en völdu ekki þann íslenska. Ísland spilar því ekki í Gautaborg.

A-riðill er klárlega dauðariðilliin, þar eru heims og Evrópumeistarar Frakka ásamt Spáni, Þýskalandi og Túnis.

Riðlarnir eru fjórir og þrjú af sex liðum fara upp í milliriðla. Það eina slæma við þennan góða drátt er að Ísland fer í milliriðil með liðunum úr dauðariðlinum.

Mótið hefst þann 13. janúar og lýkur 30. janúar.

Riðlarnir eru svona:

A-riðill: Bahrain, Egyptaland, Túnis, Þýskaland, Frakkland, Spánn.

B-riðill: Japan, Brasilía, Ungverjaland, Austurríki, Ísland, Noregur.

C-riðill: Alsír, Ástralía, Rúmenía, Serbía, Króatía, Danmörk.

D-riðill: Chile, Argentína, Slóvakía, S-Kórea, Pólland, Svíþjóð.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×