Kínverjar hvetja til sex ríkja viðræðna 2. desember 2010 00:30 Choe Song-Il Norður-kóreskur hermaður í viðtali við vestræna fjölmiðla.fréttablaðið/AP „Ég veit að það varð mannfall sunnanmegin,“ sagði Choe Song-il, norðurkóreskur hermaður sem fenginn var til að fylgja fréttamönnum til þorpsins Panmunjom á hlutlausa landsvæðinu milli Norður- og Suður-Kóreu. „Ég vona að aldrei aftur komi til hernaðarátaka af þessu tagi milli norðurs og suðurs.“ Sáttatónninn í orðum hans stakk nokkuð í stúf við harðorðar yfirlýsingar norðurkóreskra stjórnvalda undanfarið, sem hafa hótað stríði verði Suður-Kórea með hernaðartilburði af hvaða tagi sem er á landi eða hafsvæði því sem Norður-Kórea gerir tilkall til. Sameiginlegar heræfingar Bandaríkjanna og Suður-Kóreu hafa verið sunnar í hafinu. Norður-Kóreumenn hafa harðlega gagnrýnt þessar heræfingar, þótt þær hafi einkum snúist um að prófa samskiptakerfi og engum skotum hafi verið hleypt af. Kínastjórn hvetur nú til þess að sex ríkja viðræður hefjist að nýju um að Norður-Kórea fái eldsneyti og aðstoð í skiptum fyrir kjarnorkuafvopnun. Norður-Kórea hefur áður gripið til hernaðaraðgerða og hótana, en látið af þeim þegar viðræður um aðstoð hefjast. Bandaríkjamenn, Suður-Kórea og Japan, sem hafa tekið þátt í viðræðum ríkjanna sex ásamt Norður-Kóreu, Kína og Rússlandi, hafa þó verið treg til að fallast á viðræður að þessu sinni.- gb Fréttir Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sjá meira
„Ég veit að það varð mannfall sunnanmegin,“ sagði Choe Song-il, norðurkóreskur hermaður sem fenginn var til að fylgja fréttamönnum til þorpsins Panmunjom á hlutlausa landsvæðinu milli Norður- og Suður-Kóreu. „Ég vona að aldrei aftur komi til hernaðarátaka af þessu tagi milli norðurs og suðurs.“ Sáttatónninn í orðum hans stakk nokkuð í stúf við harðorðar yfirlýsingar norðurkóreskra stjórnvalda undanfarið, sem hafa hótað stríði verði Suður-Kórea með hernaðartilburði af hvaða tagi sem er á landi eða hafsvæði því sem Norður-Kórea gerir tilkall til. Sameiginlegar heræfingar Bandaríkjanna og Suður-Kóreu hafa verið sunnar í hafinu. Norður-Kóreumenn hafa harðlega gagnrýnt þessar heræfingar, þótt þær hafi einkum snúist um að prófa samskiptakerfi og engum skotum hafi verið hleypt af. Kínastjórn hvetur nú til þess að sex ríkja viðræður hefjist að nýju um að Norður-Kórea fái eldsneyti og aðstoð í skiptum fyrir kjarnorkuafvopnun. Norður-Kórea hefur áður gripið til hernaðaraðgerða og hótana, en látið af þeim þegar viðræður um aðstoð hefjast. Bandaríkjamenn, Suður-Kórea og Japan, sem hafa tekið þátt í viðræðum ríkjanna sex ásamt Norður-Kóreu, Kína og Rússlandi, hafa þó verið treg til að fallast á viðræður að þessu sinni.- gb
Fréttir Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sjá meira