Átta hugmyndir um að efla norrænt samstarf Svavar Gestsson skrifar 16. desember 2010 06:00 Síðasta þing Norðurlandaráðs, sem haldið var í Reykjavík, var merkilegt fyrir margra hluta sakir. Umræðan á þinginu var málefnaleg og fjölmiðlar sáu ástæðu til að fjalla um annað en pappírshauga og móttökur. Eitt af því sem kom til umræðu var sú ákvörðun dönsku stjórnarinnar að vísa úr landi fólki frá öðrum Norðurlöndum sem þarf félagslega aðstoð enda hafi viðkomandi búið í Danmörku skemur en þrjú ár. Ekkert annað ríki á Norðurlöndunum framkvæmir norræna félagsmálasáttmálann með þessum hætti. Það er með öðrum orðum ekkert í norrænum sáttmálum sem bannar ríkjunum að framkvæma þennan sáttmála öðru vísi en Danir gera. Þetta er spurning um pólitískan vilja.Pólitískara samstarf Umræðan um brottvísun fólks frá Danmörku kallar á aðra umræðu, þá, hvort á að gera norræna samstarfið pólitískara en það er. Hversu langt á að ganga í norrænu samstarfi? Það fer ekki fram hjá neinum að norrænt samstarf er sumpart stirt og þungt í vöfum, breytingar taka langan tíma og það þarf greinilega að hrista upp í norrænu samstarfi. Á að gera norrænt samstarf pólitískara en það er? Einn af leiðtogum Norðmanna í Norðurlandaráði, Dagfinn Hoybråten, hefur sett fram þá hugmynd en hún er enn ekki útfærð heldur er hún til umræðu. Í þeirri umræðu finnst mér að það mætti skoða eftirfarandi þætti: 1. Að auka samstarf og jafnvel stuðla að samruna ráðherranefndanna og þingmannastarfsins. Venjan er sú í norrænu samstarfi að þingmennirnir eiga að mynda eins konar stjórnarandstöðu við ríkisstjórnirnar. Þetta er oft hrein gervistjórnarandstaða vegna þess að oft eru þingmennirnir líka stuðningsmenn ríkisstjórna í landi sínu. Auðvitað! 2. Á hluti af starfsliði ráðherranefndanna í dag að flytjast til landanna, vitaskuld þannig að kostnaðurinn yrði áfram borinn uppi af sameiginlegum sjóðum. En tilgangurinn væri meðal annars sá að færa verkefni Norðurlandaráðs og norrænu ráðherranefndanna nær þjóðunum. 3. Öll Norðurlöndin eru aðilar að Evrópska efnahagssvæðinu. Á að stofna sameiginlega Evrópunefnd á vettvangi norræns samstarfs sem sinnir aðlögun Evrópureglna að norrænum reglum þannig að ekki verði til gjár misskilnings og togstreitu að óþörfu við framkvæmd reglnanna? Karin Elleman Jensen hefur sett fram þessa hugmynd en hún er samstarfsráðherra Dana. 4. Sjálfsagt er að auka norrænt samstarf í öryggis- og varnarmálum. Ekki aðeins á milli landanna á norrænu landsvæði heldur við verkefni á alþjóðlegum vettvangi. 5. Hið sama er að segja um samstarf Norðurlandanna við verkefni í þróunarlöndunum. Þar er mikið verk að vinna sem gæti skilað öllum, ekki síst þeim sem taka við aðstoð, mikilvægum ávinningi. 6. Á að stofna samstarfsnefnd á vettvangi Norðurlandaráðs sem hefur formlega yfirsýn yfir norrænt samstarf á alþjóðavettvangi eins og hjá Sameinuðu þjóðunum, Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni, Alþjóðavinnumálastofnuninni, Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og Alþjóðaviðskiptastofnuninni svo nokkuð sé nefnt? 7. Á að opna fyrir aðild norrænu félaganna að hinu formlega opinbera norræna samstarfi með beinum hætti? Norrænu félögin eru veik, félagsmenn eru fáir. Það þarf að efla félögin. Hér er nefnd hugmynd sem gæti hleypt lífi í þau. 8. Skipulega hefur verið unnið að því á undanförnum árum að rífa niður landamærahindranir milli Norðurlandanna. En sú starfsemi hefur eingöngu beinst að hinu opinbera. Hvað með fyrirtækin? A) Símafyrirtækin þar sem hvert land hefur sitt landsnúmer? B) Hvað með bankana sem tekur þrjá sólarhringa að millifæra fjármuni fólks sem þarf á yfirfærslum að halda? C) Hvað með bílasölur og bílaskráningar? D) Hvað með fasteignaskipti? Þúsundir Dana vinna á Skáni en búa í Danmörku. Þetta fólk þarf að klífa himinbjörg af eyðublöðum við koma sér fyrir. E) Og loks: Hvað með ríkin sjálf eins og í ákvörðunum um óbeina skatta? Hér hafa verið settar fram átta hugmyndir til að hrista upp í norrænu samstarfi til að gera það skilvirkara gagnvart fólkinu. En líka til að gera Norðurlönd sterkari í heiminum - enn sterkri en þau eru í dag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svavar Gestsson Mest lesið Halldór 01.11.25 Halldór Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Sjá meira
Síðasta þing Norðurlandaráðs, sem haldið var í Reykjavík, var merkilegt fyrir margra hluta sakir. Umræðan á þinginu var málefnaleg og fjölmiðlar sáu ástæðu til að fjalla um annað en pappírshauga og móttökur. Eitt af því sem kom til umræðu var sú ákvörðun dönsku stjórnarinnar að vísa úr landi fólki frá öðrum Norðurlöndum sem þarf félagslega aðstoð enda hafi viðkomandi búið í Danmörku skemur en þrjú ár. Ekkert annað ríki á Norðurlöndunum framkvæmir norræna félagsmálasáttmálann með þessum hætti. Það er með öðrum orðum ekkert í norrænum sáttmálum sem bannar ríkjunum að framkvæma þennan sáttmála öðru vísi en Danir gera. Þetta er spurning um pólitískan vilja.Pólitískara samstarf Umræðan um brottvísun fólks frá Danmörku kallar á aðra umræðu, þá, hvort á að gera norræna samstarfið pólitískara en það er. Hversu langt á að ganga í norrænu samstarfi? Það fer ekki fram hjá neinum að norrænt samstarf er sumpart stirt og þungt í vöfum, breytingar taka langan tíma og það þarf greinilega að hrista upp í norrænu samstarfi. Á að gera norrænt samstarf pólitískara en það er? Einn af leiðtogum Norðmanna í Norðurlandaráði, Dagfinn Hoybråten, hefur sett fram þá hugmynd en hún er enn ekki útfærð heldur er hún til umræðu. Í þeirri umræðu finnst mér að það mætti skoða eftirfarandi þætti: 1. Að auka samstarf og jafnvel stuðla að samruna ráðherranefndanna og þingmannastarfsins. Venjan er sú í norrænu samstarfi að þingmennirnir eiga að mynda eins konar stjórnarandstöðu við ríkisstjórnirnar. Þetta er oft hrein gervistjórnarandstaða vegna þess að oft eru þingmennirnir líka stuðningsmenn ríkisstjórna í landi sínu. Auðvitað! 2. Á hluti af starfsliði ráðherranefndanna í dag að flytjast til landanna, vitaskuld þannig að kostnaðurinn yrði áfram borinn uppi af sameiginlegum sjóðum. En tilgangurinn væri meðal annars sá að færa verkefni Norðurlandaráðs og norrænu ráðherranefndanna nær þjóðunum. 3. Öll Norðurlöndin eru aðilar að Evrópska efnahagssvæðinu. Á að stofna sameiginlega Evrópunefnd á vettvangi norræns samstarfs sem sinnir aðlögun Evrópureglna að norrænum reglum þannig að ekki verði til gjár misskilnings og togstreitu að óþörfu við framkvæmd reglnanna? Karin Elleman Jensen hefur sett fram þessa hugmynd en hún er samstarfsráðherra Dana. 4. Sjálfsagt er að auka norrænt samstarf í öryggis- og varnarmálum. Ekki aðeins á milli landanna á norrænu landsvæði heldur við verkefni á alþjóðlegum vettvangi. 5. Hið sama er að segja um samstarf Norðurlandanna við verkefni í þróunarlöndunum. Þar er mikið verk að vinna sem gæti skilað öllum, ekki síst þeim sem taka við aðstoð, mikilvægum ávinningi. 6. Á að stofna samstarfsnefnd á vettvangi Norðurlandaráðs sem hefur formlega yfirsýn yfir norrænt samstarf á alþjóðavettvangi eins og hjá Sameinuðu þjóðunum, Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni, Alþjóðavinnumálastofnuninni, Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og Alþjóðaviðskiptastofnuninni svo nokkuð sé nefnt? 7. Á að opna fyrir aðild norrænu félaganna að hinu formlega opinbera norræna samstarfi með beinum hætti? Norrænu félögin eru veik, félagsmenn eru fáir. Það þarf að efla félögin. Hér er nefnd hugmynd sem gæti hleypt lífi í þau. 8. Skipulega hefur verið unnið að því á undanförnum árum að rífa niður landamærahindranir milli Norðurlandanna. En sú starfsemi hefur eingöngu beinst að hinu opinbera. Hvað með fyrirtækin? A) Símafyrirtækin þar sem hvert land hefur sitt landsnúmer? B) Hvað með bankana sem tekur þrjá sólarhringa að millifæra fjármuni fólks sem þarf á yfirfærslum að halda? C) Hvað með bílasölur og bílaskráningar? D) Hvað með fasteignaskipti? Þúsundir Dana vinna á Skáni en búa í Danmörku. Þetta fólk þarf að klífa himinbjörg af eyðublöðum við koma sér fyrir. E) Og loks: Hvað með ríkin sjálf eins og í ákvörðunum um óbeina skatta? Hér hafa verið settar fram átta hugmyndir til að hrista upp í norrænu samstarfi til að gera það skilvirkara gagnvart fólkinu. En líka til að gera Norðurlönd sterkari í heiminum - enn sterkri en þau eru í dag.
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun