Efling umhverfisráðuneytisins Svandís Svavarsdóttir skrifar 10. september 2010 06:00 Endurskipulagning ráðuneyta er nú hafin á vegum ríkisstjórnarinnar og mun vonandi verða að fullu lokið um næstu áramót. Í næsta skrefi er áformað að færa umhverfisráðuneytinu aukið hlutverk varðandi rannsóknir, nýtingarstefnu, ráðgjöf og verndun á sviði auðlindamála. Verður heiti ráðuneytisins þá breytt í umhverfis- og auðlindaráðuneyti í samræmi við stefnu Vinstri grænna og samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar. Í samstarfsyfirlýsingunni er meðal annars gert ráð fyrir að atvinnuvegaráðuneyti taki ákvarðanir um nýtingu auðlinda á grundvelli rannsókna og ráðgjafar frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. Mun stofnanakerfi ráðuneytanna beggja verða endurskoðað í þessu ljósi. Að mínu mati er það grundvallarþáttur í velferð þjóðarinnar að rannsóknir á auðlindum og ráðgjöf um nýtingu þeirra séu í skjóli frá nýtingarsjónarmiðum. Slík skipan mála mun marka merkileg tímamót í sögu Stjórnarráðs Íslands. Í umræðu um endurskipulagningu ráðuneyta hefur gjarnan verið bent á fjárhagslegan ávinning og mögulega hagræðingu. Einhver sparnaður hlýst væntanlega af breytingunum, en hitt er mest um vert að þær munu efla Stjórnarráðið og styrkja faglegan grunn hvers ráðuneytis. Þannig mun skapast möguleiki á öflugri stefnumótun innan Stjórnarráðsins en hingað til hefur tíðkast, en skýr stefnumótun og gerð langtímaáætlana eru nauðsynlegur grundvöllur endurreisnar samfélagsins. Eitt af því sem rannsóknarnefnd Alþingis gagnrýndi stjórnsýsluna fyrir í skýrslu sinni var skortur á faglegri og pólitískri stefnumörkun. Það er því mikið hagsmunamál fyrir þjóðina að hér verði gerð bragarbót á með styrkingu ráðuneyta. Stjórnarráðinu er ætlað að tryggja lýðræði, gagnsæi og skilvirkni. Umræða um málefni þess og framtíðarskipan má ekki kafna í tímabundnum hagsmunum einstaklinga, atvinnugreina eða annarra sérhagsmuna. Henni hefur um of verið stjórnað af hagsmunaaðilum sem hafa með nýtingu náttúrunnar að gera. Þau samtök sem hafa hagsmuni náttúrunnar og sjálfbæra þróun að leiðarljósi hafa ekki verið eins fyrirferðarmikil. Það er því rétt að vekja athygli á að ýmis samtök, til að mynda Landvernd, styðja þær tillögur sem settar voru fram í samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um aukin áhrif umhverfisráðuneytisins. Við lærðum það af hruninu að hagsmunir heildarinnar verða að vera í öndvegi og að sérhagsmunaöfl mega ekki ráða för. Skref í þá átt verða tekin með uppstokkun í Stjórnarráðinu um áramótin - Íslandi til heilla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Sjá meira
Endurskipulagning ráðuneyta er nú hafin á vegum ríkisstjórnarinnar og mun vonandi verða að fullu lokið um næstu áramót. Í næsta skrefi er áformað að færa umhverfisráðuneytinu aukið hlutverk varðandi rannsóknir, nýtingarstefnu, ráðgjöf og verndun á sviði auðlindamála. Verður heiti ráðuneytisins þá breytt í umhverfis- og auðlindaráðuneyti í samræmi við stefnu Vinstri grænna og samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar. Í samstarfsyfirlýsingunni er meðal annars gert ráð fyrir að atvinnuvegaráðuneyti taki ákvarðanir um nýtingu auðlinda á grundvelli rannsókna og ráðgjafar frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. Mun stofnanakerfi ráðuneytanna beggja verða endurskoðað í þessu ljósi. Að mínu mati er það grundvallarþáttur í velferð þjóðarinnar að rannsóknir á auðlindum og ráðgjöf um nýtingu þeirra séu í skjóli frá nýtingarsjónarmiðum. Slík skipan mála mun marka merkileg tímamót í sögu Stjórnarráðs Íslands. Í umræðu um endurskipulagningu ráðuneyta hefur gjarnan verið bent á fjárhagslegan ávinning og mögulega hagræðingu. Einhver sparnaður hlýst væntanlega af breytingunum, en hitt er mest um vert að þær munu efla Stjórnarráðið og styrkja faglegan grunn hvers ráðuneytis. Þannig mun skapast möguleiki á öflugri stefnumótun innan Stjórnarráðsins en hingað til hefur tíðkast, en skýr stefnumótun og gerð langtímaáætlana eru nauðsynlegur grundvöllur endurreisnar samfélagsins. Eitt af því sem rannsóknarnefnd Alþingis gagnrýndi stjórnsýsluna fyrir í skýrslu sinni var skortur á faglegri og pólitískri stefnumörkun. Það er því mikið hagsmunamál fyrir þjóðina að hér verði gerð bragarbót á með styrkingu ráðuneyta. Stjórnarráðinu er ætlað að tryggja lýðræði, gagnsæi og skilvirkni. Umræða um málefni þess og framtíðarskipan má ekki kafna í tímabundnum hagsmunum einstaklinga, atvinnugreina eða annarra sérhagsmuna. Henni hefur um of verið stjórnað af hagsmunaaðilum sem hafa með nýtingu náttúrunnar að gera. Þau samtök sem hafa hagsmuni náttúrunnar og sjálfbæra þróun að leiðarljósi hafa ekki verið eins fyrirferðarmikil. Það er því rétt að vekja athygli á að ýmis samtök, til að mynda Landvernd, styðja þær tillögur sem settar voru fram í samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um aukin áhrif umhverfisráðuneytisins. Við lærðum það af hruninu að hagsmunir heildarinnar verða að vera í öndvegi og að sérhagsmunaöfl mega ekki ráða för. Skref í þá átt verða tekin með uppstokkun í Stjórnarráðinu um áramótin - Íslandi til heilla.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun