Robben skaut FC Bayern í undanúrslit - Mæta Lyon Elvar Geir Magnússon skrifar 7. apríl 2010 17:45 Rafael var rekinn af velli. Það verður ekkert enskt lið í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Þýska liðið FC Bayern sló út Manchester United í kvöld og mun mæta franska liðinu Lyon í undanúrslitum. United vann leikinn í kvöld 3-2 en samanlögð úrslit eru 4-4 og kemst Bayern áfram á fleiri mörkum á útivelli. Darron Gibson kom United yfir strax á þriðju mínútu leiksins og Nani bætti svo við tveimur mörkum til viðbótar. Mögnuð byrjun hjá heimamönnum en á 43. mínútu minnkaði Ivica Olic muninn fyrir Bayern og staðan 3-1 í hálfleik. Vendipunkturinn í leiknum kom svo á 50. mínútu. Rafael, sem hafði verið frábær í bakverðinum hjá United, fékk að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt. Skömmu síðar fór Wayne Rooney af velli en augljóst var að hann var ekki 100% heill. Einum fleiri skoraði Arjen Robben fyrir FC Bayern með glæsilegu viðstöðulausu skoti. United náði ekki að svara og þýska liðið er því komið í undanúrslitin. Þar mætir Bayern liði Lyon frá Frakklandi. Lyon tapaði reyndar fyrir Bordeaux í kvöld 1-0 en vann fyrri leikinn 3-1 og kemst því áfram. Leikirnir voru í beinni textalýsingu á Vísi og má lesa þá lýsingu hér að neðan. Man. Utd - FC Bayern 3 -2 (4-4 samanlagt) 1-0 Darron Gibson (3.) 2-0 Nani (7.) 3-0 Nani (41.) 3-1 Ivica Olic (43.) Rautt: Rafael (ManU 50.) 3-2 Arjen Robben (74.) 93.mín: LEIK LOKIÐ. FC Bayern í undanúrslitin. 90.mín: Uppbótartími aðeins þrjár mínútur. Nemanja Vidic kominn í fremstu víglínu. 81.mín: Ryan Giggs inn fyrir Gibson. 80.mín: Skipting: Dimitar Berbatov kemur inn fyrir Carrick. Þetta er svo sannarlega rétta tækifærið fyrir þann búlgarska að vinna sig inn í hug og hjörtu stuðningsmanna United. 74.mín: MARK! Arjen Robben hefur skorað fyrir FC Bayern. Hann skoraði með viðstöðulausu skoti beint eftir hornspyrnu. Glæsilegt mark. Bayern er á leið í undanúrslitin ef þetta verða úrslit leiksins! 68.mín: Bæði lið hafa verið að fá fín færi. Ótrúleg spenna í þessum leik. Ef Bayern skorar og leikurinn endar 3-2 fer liðið áfram á fleiri mörkum á útivelli. 55.mín: Skipting: Rooney fer af velli og inn kemur John O'Shea í sínum fyrsta leik í fimm mánuði. United átt tvær hættulegar skottilraunir síðustu mínútur en Nani og Fletcher hittu ekki markið. 50.mín: RAUTT SPJALD. Manchester United missir mann af velli. Rafael sem hefur verið frábær í leiknum fær sitt annað gula spjald og þar með rautt. Ekki hægt að kvarta yfir þessum dómi. Darren Fletcher fer í hægri bakvörðinn. 46.mín: Seinni hálfleikur hafinn og vonandi verður hann taumlaus skemmtun eins og sá fyrri. Mario Gomez er kominn inn sem varamaður hjá Bayern. 45.mín: Það er kominn hálfleikur á Old Trafford. Rooney kláraði hálfleikinn en er augljóslega ekki 100% heill. Arjen Robben var nálægt því að skora aftur fyrir Bayern í viðbótartíma fyrri hálfleiks en Van der Sar varði vel. 43.mín: MARK! Ivica Olic er ekki lengi að minnka muninn fyrir Bæjara! Rétt fyrir annað mark Nani fékk hann dauðafæri en skot hans var varið. Nú skoraði hann hinsvegar og staðan 3-1. Michael Carrick féll í teignum og Olic nýtti sér það. Nú þarf Bayern aðeins að skora eitt mark. Þvílíkur leikur. 41.mín: MARK! 3-0 fyrir United. Valencia lagði upp annað mark fyrir Nani sem kláraði með frábærum hætti og fagnaði með ekki síðri hætti. Bayern þarf nú að skora tvívegis. 35.mín: Þarna átti United að komast í 3-0! Rafael komst í dauðafæri, hefði getað rennt boltanum á Rooney en ákvað að skjóta sjálfur. Boltinn fór framhjá. Rafael staðið sig vel í leiknum og verið með Franck Ribery í vasanum. 33.mín: „Miðjan hjá United hefur verið frábær. Það er allt annað að sjá til liðsins frá síðustu tveimur leikjum," segir Hörður Magnússon sem lýsir leiknum á Stöð 2 Sport. 31.mín: Sir Alex: Er ekki að taka neina áhættu með Rooney 30.mín: Rooney er enn inná vellinum en getur ekki hlaupið af fullum krafti. Dimitar Berbatov er að hita. 22.mín: Wayne Rooney er byrjaður að haltra. 16.mín: Leikurinn hefur nú róast aðeins. Hans-Jörg Butt, markvörður Bayern, hefur virkað mjög taugaóstýrkur í byrjun leiks. 7.mín: MARK! Nani var að skora 2-0 fyrir United! Þvílíkt og annað eins. Skoraði laglega með hælnum eftir sendingu frá Antonio Valencia. Ótrúleg byrjun á þessum leik. 3.mín: MARK! Óskabyrjun fyrir Manchester United. Darron Gibson... já Darron Gibson hefur komið United yfir. Fékk ágætis pláss rétt fyrir utan teiginn og lét vaða, hans fyrsta mark í Meistaradeildinni. Ef þetta verða úrslitin fer United í undanúrslitin. 1.mín: Leikurinn er hafinn á Old Trafford. FC Bayern hefur þrívegis leikið á Old Trafford og aldrei tapað. Breytist það í kvöld? Wayne Rooney er í byrjunarliði Manchester United sem mætir FC Bayern í kvöld. Spurning hvort það sé jafnvel enn meiri frétt að Darron Gibson er líka í byrjunarliðinu? Dimitar Berbatov er á bekknum. Fabio Capello, landsliðsþjálfari Englands, er meðal áhorfenda og mun væntanlega vera með öndina í hálsinum enda ansi mikilvægt fyrir enska landsliðið að Rooney verði heill á HM í sumar. Byrjunarlið Man Utd: Van der Sar, Rafael Da Silva, Ferdinand, Vidic, Evra, Fletcher, Carrick, Gibson, Valencia, Rooney, Nani. (Varamenn: Kuszczak, Berbatov, Giggs, Scholes, O'Shea, Jonathan Evans, Macheda) Byrjunarlið FC Bayern: Butt, Lahm, Van Buyten, Demichelis, Badstuber, Robben, Van Bommel, Schweinsteiger, Ribery, Olic, Muller. (Varamenn: Rensing, Altintop, Klose, Pranjic, Contento, Gomez, Tymoschuk.) Dómari: Nicola Rizzoli (Ítalía) Bordeaux-Lyon 1-0 (2-3 samanlagt) 1-0 Marouane Chamakh (45.) 90.mín: LEIK LOKIÐ. Lyon áfram í undanúrslit. 80.mín: Spennuþrungið andrúmsloft. Bordeaux vildi fá vítaspyrnu en dómarinn dæmdi ekkert við litla kátínu heimamanna. 48.mín: Seinni hálfleikur hafinn. 45.mín: MARK! Það er spenna í Frakklandi. Chamakh skoraði í lok fyrri hálfleiks og Bordeaux komið með forystu. Liðið þarf eitt mark í viðbót og þá bíður farseðill í undanúrslitin. 38.mín: Bordeaux hefur verið hættulegra en ekki náð að setja mark. Staða Lyon er því enn sterk. 30.mín: Enn er beðið eftir fyrsta markinu. 1.mín: Flautað hefur verið til leiks í Frakklandi. Lisandro Lopez sem skoraði tvívegis fyrir Lyon í fyrri leiknum er ekki með í kvöld vegna leikbanns. Byrjunarlið Bordeaux: Carrasso, Sane, Ciani, Planus, Tremoulinas, Plasil, Diarra, Jussie, Gourcuff, Wendell, Chamakh. (Varamenn: Rame, Henrique, Gouffran, Cavenaghi, Bellion, Chalme, Traore.) Byrjunarlið Lyon: Lloris, Reveillere, Cris, Boumsong, Cissokho, Toulalan, Gonalons, Kallstrom, Michel Bastos, Gomis, Delgado. (Varamenn: Vercoutre, Bodmer, Pjanic, Ederson, Tafer, Gassama, Belfodil.) Dómari: Alberto Undiano Mallenco (Spánn) Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Sjá meira
Það verður ekkert enskt lið í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Þýska liðið FC Bayern sló út Manchester United í kvöld og mun mæta franska liðinu Lyon í undanúrslitum. United vann leikinn í kvöld 3-2 en samanlögð úrslit eru 4-4 og kemst Bayern áfram á fleiri mörkum á útivelli. Darron Gibson kom United yfir strax á þriðju mínútu leiksins og Nani bætti svo við tveimur mörkum til viðbótar. Mögnuð byrjun hjá heimamönnum en á 43. mínútu minnkaði Ivica Olic muninn fyrir Bayern og staðan 3-1 í hálfleik. Vendipunkturinn í leiknum kom svo á 50. mínútu. Rafael, sem hafði verið frábær í bakverðinum hjá United, fékk að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt. Skömmu síðar fór Wayne Rooney af velli en augljóst var að hann var ekki 100% heill. Einum fleiri skoraði Arjen Robben fyrir FC Bayern með glæsilegu viðstöðulausu skoti. United náði ekki að svara og þýska liðið er því komið í undanúrslitin. Þar mætir Bayern liði Lyon frá Frakklandi. Lyon tapaði reyndar fyrir Bordeaux í kvöld 1-0 en vann fyrri leikinn 3-1 og kemst því áfram. Leikirnir voru í beinni textalýsingu á Vísi og má lesa þá lýsingu hér að neðan. Man. Utd - FC Bayern 3 -2 (4-4 samanlagt) 1-0 Darron Gibson (3.) 2-0 Nani (7.) 3-0 Nani (41.) 3-1 Ivica Olic (43.) Rautt: Rafael (ManU 50.) 3-2 Arjen Robben (74.) 93.mín: LEIK LOKIÐ. FC Bayern í undanúrslitin. 90.mín: Uppbótartími aðeins þrjár mínútur. Nemanja Vidic kominn í fremstu víglínu. 81.mín: Ryan Giggs inn fyrir Gibson. 80.mín: Skipting: Dimitar Berbatov kemur inn fyrir Carrick. Þetta er svo sannarlega rétta tækifærið fyrir þann búlgarska að vinna sig inn í hug og hjörtu stuðningsmanna United. 74.mín: MARK! Arjen Robben hefur skorað fyrir FC Bayern. Hann skoraði með viðstöðulausu skoti beint eftir hornspyrnu. Glæsilegt mark. Bayern er á leið í undanúrslitin ef þetta verða úrslit leiksins! 68.mín: Bæði lið hafa verið að fá fín færi. Ótrúleg spenna í þessum leik. Ef Bayern skorar og leikurinn endar 3-2 fer liðið áfram á fleiri mörkum á útivelli. 55.mín: Skipting: Rooney fer af velli og inn kemur John O'Shea í sínum fyrsta leik í fimm mánuði. United átt tvær hættulegar skottilraunir síðustu mínútur en Nani og Fletcher hittu ekki markið. 50.mín: RAUTT SPJALD. Manchester United missir mann af velli. Rafael sem hefur verið frábær í leiknum fær sitt annað gula spjald og þar með rautt. Ekki hægt að kvarta yfir þessum dómi. Darren Fletcher fer í hægri bakvörðinn. 46.mín: Seinni hálfleikur hafinn og vonandi verður hann taumlaus skemmtun eins og sá fyrri. Mario Gomez er kominn inn sem varamaður hjá Bayern. 45.mín: Það er kominn hálfleikur á Old Trafford. Rooney kláraði hálfleikinn en er augljóslega ekki 100% heill. Arjen Robben var nálægt því að skora aftur fyrir Bayern í viðbótartíma fyrri hálfleiks en Van der Sar varði vel. 43.mín: MARK! Ivica Olic er ekki lengi að minnka muninn fyrir Bæjara! Rétt fyrir annað mark Nani fékk hann dauðafæri en skot hans var varið. Nú skoraði hann hinsvegar og staðan 3-1. Michael Carrick féll í teignum og Olic nýtti sér það. Nú þarf Bayern aðeins að skora eitt mark. Þvílíkur leikur. 41.mín: MARK! 3-0 fyrir United. Valencia lagði upp annað mark fyrir Nani sem kláraði með frábærum hætti og fagnaði með ekki síðri hætti. Bayern þarf nú að skora tvívegis. 35.mín: Þarna átti United að komast í 3-0! Rafael komst í dauðafæri, hefði getað rennt boltanum á Rooney en ákvað að skjóta sjálfur. Boltinn fór framhjá. Rafael staðið sig vel í leiknum og verið með Franck Ribery í vasanum. 33.mín: „Miðjan hjá United hefur verið frábær. Það er allt annað að sjá til liðsins frá síðustu tveimur leikjum," segir Hörður Magnússon sem lýsir leiknum á Stöð 2 Sport. 31.mín: Sir Alex: Er ekki að taka neina áhættu með Rooney 30.mín: Rooney er enn inná vellinum en getur ekki hlaupið af fullum krafti. Dimitar Berbatov er að hita. 22.mín: Wayne Rooney er byrjaður að haltra. 16.mín: Leikurinn hefur nú róast aðeins. Hans-Jörg Butt, markvörður Bayern, hefur virkað mjög taugaóstýrkur í byrjun leiks. 7.mín: MARK! Nani var að skora 2-0 fyrir United! Þvílíkt og annað eins. Skoraði laglega með hælnum eftir sendingu frá Antonio Valencia. Ótrúleg byrjun á þessum leik. 3.mín: MARK! Óskabyrjun fyrir Manchester United. Darron Gibson... já Darron Gibson hefur komið United yfir. Fékk ágætis pláss rétt fyrir utan teiginn og lét vaða, hans fyrsta mark í Meistaradeildinni. Ef þetta verða úrslitin fer United í undanúrslitin. 1.mín: Leikurinn er hafinn á Old Trafford. FC Bayern hefur þrívegis leikið á Old Trafford og aldrei tapað. Breytist það í kvöld? Wayne Rooney er í byrjunarliði Manchester United sem mætir FC Bayern í kvöld. Spurning hvort það sé jafnvel enn meiri frétt að Darron Gibson er líka í byrjunarliðinu? Dimitar Berbatov er á bekknum. Fabio Capello, landsliðsþjálfari Englands, er meðal áhorfenda og mun væntanlega vera með öndina í hálsinum enda ansi mikilvægt fyrir enska landsliðið að Rooney verði heill á HM í sumar. Byrjunarlið Man Utd: Van der Sar, Rafael Da Silva, Ferdinand, Vidic, Evra, Fletcher, Carrick, Gibson, Valencia, Rooney, Nani. (Varamenn: Kuszczak, Berbatov, Giggs, Scholes, O'Shea, Jonathan Evans, Macheda) Byrjunarlið FC Bayern: Butt, Lahm, Van Buyten, Demichelis, Badstuber, Robben, Van Bommel, Schweinsteiger, Ribery, Olic, Muller. (Varamenn: Rensing, Altintop, Klose, Pranjic, Contento, Gomez, Tymoschuk.) Dómari: Nicola Rizzoli (Ítalía) Bordeaux-Lyon 1-0 (2-3 samanlagt) 1-0 Marouane Chamakh (45.) 90.mín: LEIK LOKIÐ. Lyon áfram í undanúrslit. 80.mín: Spennuþrungið andrúmsloft. Bordeaux vildi fá vítaspyrnu en dómarinn dæmdi ekkert við litla kátínu heimamanna. 48.mín: Seinni hálfleikur hafinn. 45.mín: MARK! Það er spenna í Frakklandi. Chamakh skoraði í lok fyrri hálfleiks og Bordeaux komið með forystu. Liðið þarf eitt mark í viðbót og þá bíður farseðill í undanúrslitin. 38.mín: Bordeaux hefur verið hættulegra en ekki náð að setja mark. Staða Lyon er því enn sterk. 30.mín: Enn er beðið eftir fyrsta markinu. 1.mín: Flautað hefur verið til leiks í Frakklandi. Lisandro Lopez sem skoraði tvívegis fyrir Lyon í fyrri leiknum er ekki með í kvöld vegna leikbanns. Byrjunarlið Bordeaux: Carrasso, Sane, Ciani, Planus, Tremoulinas, Plasil, Diarra, Jussie, Gourcuff, Wendell, Chamakh. (Varamenn: Rame, Henrique, Gouffran, Cavenaghi, Bellion, Chalme, Traore.) Byrjunarlið Lyon: Lloris, Reveillere, Cris, Boumsong, Cissokho, Toulalan, Gonalons, Kallstrom, Michel Bastos, Gomis, Delgado. (Varamenn: Vercoutre, Bodmer, Pjanic, Ederson, Tafer, Gassama, Belfodil.) Dómari: Alberto Undiano Mallenco (Spánn)
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Sjá meira