Stenst ekki kröfur 14. september 2010 05:30 Skýrslan flutt Atli Gíslason, þingmaður VG og formaður níu manna þingmannanefndar, flutti þinginu skýrslu nefndarinnar á þingfundi í gær. Aðrir nefndarmenn fylgdu í kjölfarið. fréttablaðið/gva „Lögin um landsdóm og lögin um ráðherraábyrgð hafa runnið sitt skeið og uppfylla ekki þær kröfur sem almennar reglur sakamálaréttarfars og mannréttindareglur gera." Þetta segir Kristín Edwald, hæstaréttarlögmaður á lögmannsstofunni Lex og formaður Lögfræðingafélags Íslands. Kristín sér ýmsa meinbugi á þeirri niðurstöðu sjö þingmanna í sérstakri þingmannanefnd að draga beri fyrrverandi ráðherra fyrir landsdóm. Fyrir það fyrsta bendir hún á að lögin um landsdóm geri ráð fyrir að mál sé rannsakað eftir að Alþingi tekur ákvörðun um að ákæra og fyrir hvað sé ákært. „Þetta er í algjörri andstöðu við þá grundvallarreglu sakamálaréttarfars að rannsaka skuli mál áður en ákvörðun um að ákæra er tekin. Rannsókn rannsóknarnefndar Alþingis kemur ekki í stað sakamálarannsóknar." Kristín EdwaldÖnnur meginregla sakamálaréttarfars sé að rannsókn eigi að beinast að því að leiða hið sanna og rétta í ljós og gæta jafnt að þeim atriðum sem horfa til sýknu og til sektar. Frá þessu sé vikið í málum ráðherranna fyrrverandi. „Saksóknari Alþingis er bundinn af ákvörðun Alþingis um fyrir hvað er ákært. Hann getur hvorki fallið frá ákærunni né einstökum þáttum hennar. Ef búið er að gefa út ákæru áður en rannsókn fer fram er bersýnilegt að slík eftirfarandi rannsókn hlýtur að beinast eingöngu að því að undirbyggja þá ákæru sem þegar hefur verið gefin út. Með þessu fyrirkomulagi sem lögin um landsdóm gera ráð fyrir eru grundvallarréttindi sakaðra manna fyrir borð borin og uppfylla ekki kröfur mannréttindaákvæða um réttláta málsmeðferð." Þá metur Kristín refsiheimildirnar óskýrar og segir vafa leika á hvort þær uppfylli kröfur stjórnarskrárinnar og mannréttindasáttmála Evrópu. Að auki telur hún skýrleika og nákvæmni ábótavant í verknaðarlýsingum þingsályktunartillagna þingmannanna. Ekki verði séð af þeim hvað það er nákvæmlega sem viðkomandi hefðu átt að gera en létu ógert. bjorn@frettabladid.is Fréttir Innlent Landsdómur Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
„Lögin um landsdóm og lögin um ráðherraábyrgð hafa runnið sitt skeið og uppfylla ekki þær kröfur sem almennar reglur sakamálaréttarfars og mannréttindareglur gera." Þetta segir Kristín Edwald, hæstaréttarlögmaður á lögmannsstofunni Lex og formaður Lögfræðingafélags Íslands. Kristín sér ýmsa meinbugi á þeirri niðurstöðu sjö þingmanna í sérstakri þingmannanefnd að draga beri fyrrverandi ráðherra fyrir landsdóm. Fyrir það fyrsta bendir hún á að lögin um landsdóm geri ráð fyrir að mál sé rannsakað eftir að Alþingi tekur ákvörðun um að ákæra og fyrir hvað sé ákært. „Þetta er í algjörri andstöðu við þá grundvallarreglu sakamálaréttarfars að rannsaka skuli mál áður en ákvörðun um að ákæra er tekin. Rannsókn rannsóknarnefndar Alþingis kemur ekki í stað sakamálarannsóknar." Kristín EdwaldÖnnur meginregla sakamálaréttarfars sé að rannsókn eigi að beinast að því að leiða hið sanna og rétta í ljós og gæta jafnt að þeim atriðum sem horfa til sýknu og til sektar. Frá þessu sé vikið í málum ráðherranna fyrrverandi. „Saksóknari Alþingis er bundinn af ákvörðun Alþingis um fyrir hvað er ákært. Hann getur hvorki fallið frá ákærunni né einstökum þáttum hennar. Ef búið er að gefa út ákæru áður en rannsókn fer fram er bersýnilegt að slík eftirfarandi rannsókn hlýtur að beinast eingöngu að því að undirbyggja þá ákæru sem þegar hefur verið gefin út. Með þessu fyrirkomulagi sem lögin um landsdóm gera ráð fyrir eru grundvallarréttindi sakaðra manna fyrir borð borin og uppfylla ekki kröfur mannréttindaákvæða um réttláta málsmeðferð." Þá metur Kristín refsiheimildirnar óskýrar og segir vafa leika á hvort þær uppfylli kröfur stjórnarskrárinnar og mannréttindasáttmála Evrópu. Að auki telur hún skýrleika og nákvæmni ábótavant í verknaðarlýsingum þingsályktunartillagna þingmannanna. Ekki verði séð af þeim hvað það er nákvæmlega sem viðkomandi hefðu átt að gera en létu ógert. bjorn@frettabladid.is
Fréttir Innlent Landsdómur Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira