Button: Nýjungar nauðsynlegar í titilslagnum 6. júlí 2010 11:38 Nico Rosberg, Jenson Button, Adrian Newey og Mark Webber voru meðal ökumanna á Goodwood aksturshátíðinni í Bretlandi um helgina. Mynd: Getty Images Meistarinn Jenson Button hjá McLaren verður í faðmi aðdáenda sinna á Silverstone brautinni um næstu helgi, en hann er breskur í húð og hár. Hann er í öðru sæti á eftir Lewis Hamilton í stigamótinu og báðir eru þeir Bretar og verður vel fagnað. "Við verðum að bæta okkur á heimavelli og verðum að auka virkni bílsins ef við eigum að eiga möguleika í Red Bull og tvö önnur lið. Það er áskorun að bæta bílinn með nýjum hlutum og útfæra bílinn. Þetta er nokkuð sem þarf að gera ef við ætlum að berjast um titilinn", sagði Button í frétt á autosport.com, en Santander bankinn stóð fyrir kynningu á næsta móti á Silverstone sem það styður dyggilega. Button segir að það taki lið stundum tíma að útfæra nýja hluti, sem er hluti af þróunarvinnunni. "Vonandi hittum við í mark um helgina og það er markmið okkar og það má í raun ekkert gefa eftir í mótum ársins. Menn verða að vera í stöðugri baráttu á toppnum. Það er mikilvægt. Ég vil ekki hugsa um að nýir hlutir virki ekki, en þeir eru prófaðir í vindgöngum, síðan í ökuhermi og prófaðir margoft áður en mætt er á brautina. Svo þarf að fínpússa allt saman og það verður mikið um að vera á föstudag og laugardag", sagði Button. Sýnt verður frá æfingum keppnisliða á breyttri Silverstone braut á föstudaginn kl. 19.30 á Stöð 2 Sport. Síðan er sýnt frá lokaæfingu á laugardag kl. 08.55, tímatöku kl. 11.45 og kappakstrinum á sunnudag kl. 11.30. Þá er loks endamarkið á dagskrá kl. 14.15. Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira
Meistarinn Jenson Button hjá McLaren verður í faðmi aðdáenda sinna á Silverstone brautinni um næstu helgi, en hann er breskur í húð og hár. Hann er í öðru sæti á eftir Lewis Hamilton í stigamótinu og báðir eru þeir Bretar og verður vel fagnað. "Við verðum að bæta okkur á heimavelli og verðum að auka virkni bílsins ef við eigum að eiga möguleika í Red Bull og tvö önnur lið. Það er áskorun að bæta bílinn með nýjum hlutum og útfæra bílinn. Þetta er nokkuð sem þarf að gera ef við ætlum að berjast um titilinn", sagði Button í frétt á autosport.com, en Santander bankinn stóð fyrir kynningu á næsta móti á Silverstone sem það styður dyggilega. Button segir að það taki lið stundum tíma að útfæra nýja hluti, sem er hluti af þróunarvinnunni. "Vonandi hittum við í mark um helgina og það er markmið okkar og það má í raun ekkert gefa eftir í mótum ársins. Menn verða að vera í stöðugri baráttu á toppnum. Það er mikilvægt. Ég vil ekki hugsa um að nýir hlutir virki ekki, en þeir eru prófaðir í vindgöngum, síðan í ökuhermi og prófaðir margoft áður en mætt er á brautina. Svo þarf að fínpússa allt saman og það verður mikið um að vera á föstudag og laugardag", sagði Button. Sýnt verður frá æfingum keppnisliða á breyttri Silverstone braut á föstudaginn kl. 19.30 á Stöð 2 Sport. Síðan er sýnt frá lokaæfingu á laugardag kl. 08.55, tímatöku kl. 11.45 og kappakstrinum á sunnudag kl. 11.30. Þá er loks endamarkið á dagskrá kl. 14.15.
Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira