Af hverju brosir Balotelli aldrei þegar hann skorar? - Mancini útskýrir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. desember 2010 23:15 Mario Balotelli. Mynd/AP Mario Balotelli, skoraði tvö fyrstu mörkin í 3-0 sigri Manchester City á móti Red Bull Salzburg í Evrópudeildinni í gærkvöldi og hjálpaði þar með sínu liði að tryggja sér sæti í 32 liða úrslitum keppninnar. Það hefur gengið mikið á hjá Balotelli á þessu tímabili og hann hefur lítið spilað vegna meiðsla og leikbanna. Hann hefur hinsvegar staðið sig þegar hann hefur spilað. Balotelli hefur skorað 5 mörk í fyrstu 6 leikjum sínum með City þrátt fyrir að spila aðeins 367 mínútur af 540 mögulegum í þessum níu leikjum. Það vakti athygli að Balotelli sýndi engin svipbrigði þegar hann skoraði mörkin sín í gær og var sem steinrunninn eins og hefur verið rauninn þegar hann hefur skorað þessi mörk fyrir City á þessu tímabili. Mario Balotelli skorar fyrra mark sitt.Mynd/AP„Hann er alltaf svona því það er bara normið fyrr hann að skora mörk. Hann skorar á hverjum degi," sagði Roberto Mancini, stjóri Manchester City í viðtali við The Independent. Mancini er þó ekki einn um það að gagnrýna þennan 20 ára framherja fyrir að vinna ekki nógu vel fyrir liðið. Hann þykir latur á velli en það efast enginn um hæfileika hans þegar hann fær boltann. „Mario getur spilað betur en þetta. Ég er ánægður með að hann skoraði þessi tvö mörk en það býr meira í honum. Hann getur hlaupið meira til þess að koma sér í fleiri færi og bjóða sig meira. Ég veit að það er von á meiru," sagði Mancini í viðtali á heimasíðu City. Patrick Vieira lagði upp seinna markið fyrir Balotelli en gagnrýndi strákinn aðeins eftir leikinn. „Hann er mikill markaskorari og hefur skorað nokkur mörk fyrir okkur en hann þarf að vinna betur fyrir liðið," sagði Vieira. Leikir Mario Balotelli með Manchester City í veturMario Balotelli.Mynd/APEnska úrvalsdeildin Manchester City - Arsenal 0-3 [Varamaður á 72.mínútur] Wolverhampton - Manchester City 2-1 [90 mínútur] West Bromwich Albion - Manchester City 0-2 [63 mínútur (2 mörk)] Stoke City - Manchester City 1-1 [90 mínútur] Evrópudeildin Timisoara - Manchester City 0-1 [Varamaður á 57.mínútu (1 mark)] Manchester City - Red Bull Salzburg [71 mínúta (2 mörk)]Samantekt: 6 leikir 5 mörk 367 mínútur Mark a 73,4 mínútna fresti Evrópudeild UEFA Mest lesið Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Fótbolti Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Körfubolti Dómari blóðugur eftir slagsmál Sport Strákarnir komnir í úrslit Handbolti Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Erlendur íþróttaannáll 2024: Bátnum ruggað, 2007 módelin og ótrúlegt hlaup Sport Brotist inn til Doncic Körfubolti Dagskráin í dag: Grindavík hefur göngu sína Sport Fleiri fréttir Í beinni: Tottenham - Wolves | Úlfarnir komnir á bragðið og leita að næstu bráð Stefán Teitur og félagar kvöddu árið með sigri Í beinni: Leicester - Man. City | Komast meistararnir á sigurbraut? Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Harmur hrokagikksins Haaland City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Látnir gista líka á æfingasvæðinu Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Sjá meira
Mario Balotelli, skoraði tvö fyrstu mörkin í 3-0 sigri Manchester City á móti Red Bull Salzburg í Evrópudeildinni í gærkvöldi og hjálpaði þar með sínu liði að tryggja sér sæti í 32 liða úrslitum keppninnar. Það hefur gengið mikið á hjá Balotelli á þessu tímabili og hann hefur lítið spilað vegna meiðsla og leikbanna. Hann hefur hinsvegar staðið sig þegar hann hefur spilað. Balotelli hefur skorað 5 mörk í fyrstu 6 leikjum sínum með City þrátt fyrir að spila aðeins 367 mínútur af 540 mögulegum í þessum níu leikjum. Það vakti athygli að Balotelli sýndi engin svipbrigði þegar hann skoraði mörkin sín í gær og var sem steinrunninn eins og hefur verið rauninn þegar hann hefur skorað þessi mörk fyrir City á þessu tímabili. Mario Balotelli skorar fyrra mark sitt.Mynd/AP„Hann er alltaf svona því það er bara normið fyrr hann að skora mörk. Hann skorar á hverjum degi," sagði Roberto Mancini, stjóri Manchester City í viðtali við The Independent. Mancini er þó ekki einn um það að gagnrýna þennan 20 ára framherja fyrir að vinna ekki nógu vel fyrir liðið. Hann þykir latur á velli en það efast enginn um hæfileika hans þegar hann fær boltann. „Mario getur spilað betur en þetta. Ég er ánægður með að hann skoraði þessi tvö mörk en það býr meira í honum. Hann getur hlaupið meira til þess að koma sér í fleiri færi og bjóða sig meira. Ég veit að það er von á meiru," sagði Mancini í viðtali á heimasíðu City. Patrick Vieira lagði upp seinna markið fyrir Balotelli en gagnrýndi strákinn aðeins eftir leikinn. „Hann er mikill markaskorari og hefur skorað nokkur mörk fyrir okkur en hann þarf að vinna betur fyrir liðið," sagði Vieira. Leikir Mario Balotelli með Manchester City í veturMario Balotelli.Mynd/APEnska úrvalsdeildin Manchester City - Arsenal 0-3 [Varamaður á 72.mínútur] Wolverhampton - Manchester City 2-1 [90 mínútur] West Bromwich Albion - Manchester City 0-2 [63 mínútur (2 mörk)] Stoke City - Manchester City 1-1 [90 mínútur] Evrópudeildin Timisoara - Manchester City 0-1 [Varamaður á 57.mínútu (1 mark)] Manchester City - Red Bull Salzburg [71 mínúta (2 mörk)]Samantekt: 6 leikir 5 mörk 367 mínútur Mark a 73,4 mínútna fresti
Evrópudeild UEFA Mest lesið Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Fótbolti Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Körfubolti Dómari blóðugur eftir slagsmál Sport Strákarnir komnir í úrslit Handbolti Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Erlendur íþróttaannáll 2024: Bátnum ruggað, 2007 módelin og ótrúlegt hlaup Sport Brotist inn til Doncic Körfubolti Dagskráin í dag: Grindavík hefur göngu sína Sport Fleiri fréttir Í beinni: Tottenham - Wolves | Úlfarnir komnir á bragðið og leita að næstu bráð Stefán Teitur og félagar kvöddu árið með sigri Í beinni: Leicester - Man. City | Komast meistararnir á sigurbraut? Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Harmur hrokagikksins Haaland City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Látnir gista líka á æfingasvæðinu Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Sjá meira