Miami valtaði yfir Lakers - Orlando á siglingu Henry Birgir Gunnarsson skrifar 26. desember 2010 11:00 Jólastórleikur NBA-deildarinnar stóð ekki undir væntingum þar sem Miami vann fyrirhafnarlítinn sigur á slöku liði LA Lakers. Kobe Bryant frumsýndi nýja, eiturgræna skó í leiknum sem einhverjir félaga hans notuðu líka en það virkaði ekki því leikmenn Lakers virtust vera með hugann við jólahaldið heima hjá sér. LeBron James mætti aftur á móti mjög beittur til leiks og landaði þrefaldri tvennu. Var með 27 stig, 11 fráköst og 10 stoðsendingar. Chris Bosh var með 24 stig og 13 fráköst og Dwyane Wade skilaði 18 stigum og 6 stoðsendingum. Kobe og Pau Gasol voru báðir með 17 stig hjá Lakers en besti maður liðsins var Lamar Odom með 14 stig og 9 fráköst. Það er einhver smá krísa hjá Lakers því liðið lét Milwaukee einnig niðurlægja sig á heimavelli fyrir nokkrum dögum síðan. "Ég held að þessir leikir skipti andstæðinga okkar meira máli. Ég er ekki hrifinn af því," sagði Kobe svekktur í leikslok. "Við erum alltaf lélegir á jólunum. Við erum ekki nógu grimmir í þessum jólaleikjum." Orlando Magic er að spila mjög vel eftir að hafa fengið til sín nýja leikmenn. Tveim dögum eftir að liðið batt enda á tíu leikja sigurgöngu San Antonio Spurs gerði liðið sér lítið fyrir og lagði Boston sem var búið að vinna 14 leiki í röð. Lokakaflinn var ótrúlegur en hann vann Orlando, 15-1. Það er búið að vera meiðslavesen á Boston og liðið virkaði afar þreytt þegar mest á reyndi í leiknum. "Ég veit ekki hvort meiðslin séu farin að há okkur en menn virkuðu samt vissulega þreyttir. Við erum samt ekkert að fara að væla," sagði Doc Rivers, þjálfari Boston. Úrslit næturinnar: LA Lakers-Miami 96-80 NY Knicks-Chicago 103-95 Orlando-Boston 86-78 Oklahoma-Denver 114-106 Golden State-Portland 109-102 NBA Skroll-Íþróttir Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fótbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Fleiri fréttir „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Sjá meira
Jólastórleikur NBA-deildarinnar stóð ekki undir væntingum þar sem Miami vann fyrirhafnarlítinn sigur á slöku liði LA Lakers. Kobe Bryant frumsýndi nýja, eiturgræna skó í leiknum sem einhverjir félaga hans notuðu líka en það virkaði ekki því leikmenn Lakers virtust vera með hugann við jólahaldið heima hjá sér. LeBron James mætti aftur á móti mjög beittur til leiks og landaði þrefaldri tvennu. Var með 27 stig, 11 fráköst og 10 stoðsendingar. Chris Bosh var með 24 stig og 13 fráköst og Dwyane Wade skilaði 18 stigum og 6 stoðsendingum. Kobe og Pau Gasol voru báðir með 17 stig hjá Lakers en besti maður liðsins var Lamar Odom með 14 stig og 9 fráköst. Það er einhver smá krísa hjá Lakers því liðið lét Milwaukee einnig niðurlægja sig á heimavelli fyrir nokkrum dögum síðan. "Ég held að þessir leikir skipti andstæðinga okkar meira máli. Ég er ekki hrifinn af því," sagði Kobe svekktur í leikslok. "Við erum alltaf lélegir á jólunum. Við erum ekki nógu grimmir í þessum jólaleikjum." Orlando Magic er að spila mjög vel eftir að hafa fengið til sín nýja leikmenn. Tveim dögum eftir að liðið batt enda á tíu leikja sigurgöngu San Antonio Spurs gerði liðið sér lítið fyrir og lagði Boston sem var búið að vinna 14 leiki í röð. Lokakaflinn var ótrúlegur en hann vann Orlando, 15-1. Það er búið að vera meiðslavesen á Boston og liðið virkaði afar þreytt þegar mest á reyndi í leiknum. "Ég veit ekki hvort meiðslin séu farin að há okkur en menn virkuðu samt vissulega þreyttir. Við erum samt ekkert að fara að væla," sagði Doc Rivers, þjálfari Boston. Úrslit næturinnar: LA Lakers-Miami 96-80 NY Knicks-Chicago 103-95 Orlando-Boston 86-78 Oklahoma-Denver 114-106 Golden State-Portland 109-102
NBA Skroll-Íþróttir Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fótbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Fleiri fréttir „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli