Þrískipting valdsins 29. september 2010 06:00 Sú meginkrafa þingsins að forseti framselji vald sitt til að skipa ríkisstjórn, eins og margir vilja lesa út úr 13. grein stjórnarskrárinnar, verður að teljast fremur hæpin túlkun þegar betur er að gáð. Sú grein kom með stjórnarskránni 1874 og fól í sér framsal á valdi konungs til umboðsmanns hans hér á landi. Það umboð kom til af því að á 19. öld voru ferðir til landsins stopular og ótryggar. Þar sem konungur sat í Kaupmannahöfn varð hann að láta ráðgjafa sinn á Íslandi framkvæma vald sitt. Nú háttar öðru vísi til og þó að forseti láti ráðherra framkvæma vald sitt þá hefur hann ekki afsalað sér því. Ráðherra getur því ekki framkvæmt vald í andstöðu við vilja forsetans enda hefur hann umboðið sitt frá forseta en ekki meirihluta þingsins. Það er að fullu í samræmi við þá höfuðáherslu stjórnarskrárinnar að tryggja þrískiptingu valdsins. Framkvæmd þessarar stefnu hefur breyst frá því Sveinn Björnsson stýrði för og Ásgeir Ásgeirsson á eftir honum en báðir gjörþekktu þeir inntak stjórnarskrárinnar. Sú staðreynd að aðrir forsetar lýðveldisins hafa haft mjög óljósa stefnu og haft sig lítið í frammi hefur orðið þess valdandi að ráðherrar hafa tekið sér meira og meira vald á kostnað annarra valdsviða og þannig grafið undan stjórnskipun landsins. Það hefur meðal annars gerst vegna þess að meirihluti þingsins hverju sinni hefur stutt við þessa þróun ráðherraræðis með hagsmuni stjórnmálaflokkanna í huga. Þannig hefur forseta smám saman verið ýtt út í horn og embættið aðeins látið sjá um að hafa milligöngu um ríkisstjóramyndanir og samskipi við erlenda þjóðhöfðingja. Sé litið til inntaks stjórnarskrárinnar um þrískiptingu valdsins og þeirrar staðreyndar að Ísland er stjórnarskrárbundið lýðveldi er ljóst að forseti sækir vald sitt til þjóðarinnar, rétt eins og Alþingi fær umboð til að fara með löggjafarvald í almennum þingkosningum. Það skýtur því skökku við að meirihluti þingsins skuli gera kröfu til þess að forseti skipi eingöngu ríkisstjórnir sem njóti náðar meirihluta Alþingis. Með því að forseti er kosinn beinni kosningu af þjóðinni er augljóst að hann hefur heimild til að skipa utanþingsstjórn, kjósi hann það. Slík stjórn yrði síðan að sætta sig við að semja um þau lagafrumvörp sem hún vildi koma í gegnum þingið, líkt og minnihlutastjórnir í Danmörku, Noregi og fleiri löndum hafa gert um langan aldur með góðum árangri. Um alla þessa þætti er fjallað í núverandi stjórnarskrá, það vantar bara að virkja þá á ný. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson skrifar Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Trú er holl Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson skrifar Sjá meira
Sú meginkrafa þingsins að forseti framselji vald sitt til að skipa ríkisstjórn, eins og margir vilja lesa út úr 13. grein stjórnarskrárinnar, verður að teljast fremur hæpin túlkun þegar betur er að gáð. Sú grein kom með stjórnarskránni 1874 og fól í sér framsal á valdi konungs til umboðsmanns hans hér á landi. Það umboð kom til af því að á 19. öld voru ferðir til landsins stopular og ótryggar. Þar sem konungur sat í Kaupmannahöfn varð hann að láta ráðgjafa sinn á Íslandi framkvæma vald sitt. Nú háttar öðru vísi til og þó að forseti láti ráðherra framkvæma vald sitt þá hefur hann ekki afsalað sér því. Ráðherra getur því ekki framkvæmt vald í andstöðu við vilja forsetans enda hefur hann umboðið sitt frá forseta en ekki meirihluta þingsins. Það er að fullu í samræmi við þá höfuðáherslu stjórnarskrárinnar að tryggja þrískiptingu valdsins. Framkvæmd þessarar stefnu hefur breyst frá því Sveinn Björnsson stýrði för og Ásgeir Ásgeirsson á eftir honum en báðir gjörþekktu þeir inntak stjórnarskrárinnar. Sú staðreynd að aðrir forsetar lýðveldisins hafa haft mjög óljósa stefnu og haft sig lítið í frammi hefur orðið þess valdandi að ráðherrar hafa tekið sér meira og meira vald á kostnað annarra valdsviða og þannig grafið undan stjórnskipun landsins. Það hefur meðal annars gerst vegna þess að meirihluti þingsins hverju sinni hefur stutt við þessa þróun ráðherraræðis með hagsmuni stjórnmálaflokkanna í huga. Þannig hefur forseta smám saman verið ýtt út í horn og embættið aðeins látið sjá um að hafa milligöngu um ríkisstjóramyndanir og samskipi við erlenda þjóðhöfðingja. Sé litið til inntaks stjórnarskrárinnar um þrískiptingu valdsins og þeirrar staðreyndar að Ísland er stjórnarskrárbundið lýðveldi er ljóst að forseti sækir vald sitt til þjóðarinnar, rétt eins og Alþingi fær umboð til að fara með löggjafarvald í almennum þingkosningum. Það skýtur því skökku við að meirihluti þingsins skuli gera kröfu til þess að forseti skipi eingöngu ríkisstjórnir sem njóti náðar meirihluta Alþingis. Með því að forseti er kosinn beinni kosningu af þjóðinni er augljóst að hann hefur heimild til að skipa utanþingsstjórn, kjósi hann það. Slík stjórn yrði síðan að sætta sig við að semja um þau lagafrumvörp sem hún vildi koma í gegnum þingið, líkt og minnihlutastjórnir í Danmörku, Noregi og fleiri löndum hafa gert um langan aldur með góðum árangri. Um alla þessa þætti er fjallað í núverandi stjórnarskrá, það vantar bara að virkja þá á ný.
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar
Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun