Ritun sögu Seðlabanka Íslands 23. febrúar 2010 06:00 Ritun sögu Seðlabanka Íslands fyrir hálfrar aldar afmæli stofnunarinnar er opinbert verkefni og óþarft að dylgjur séu um það. Síðsumars 2007 leitaði bankastjórn til mín um að taka saman heimildir og gögn verkinu til undirbúnings, en þetta hafði lengi verið til umræðu innan bankans. Ég vann að þessu í hlutastarfi frá september til ársloka 2007 og skilaði því þá af mér. Þá var sú mynd komin á verkið að bankastjórn bað mig að halda áfram, og var skipuð ritnefnd til að fylgja málinu eftir. Ég hélt því áfram í samstarfi við ritnefndina allt árið 2008. Launagreiðslum lauk í árslok 2008 og verkið var afhent fullbúið um vorið 2009. Þetta rit um sögu Seðlabanka Íslands er hugsað sem yfirlitsrit fyrir almenning. Í megindráttum er þetta skýrsla um atburði og ákvarðanir sem einnig geti hentað fræðimönnum til frekari efnisvinnslu. Kaflar fjalla um sérstök svið starfseminnar og nokkur mikilvægustu fyrirbæri seðlabankafræða eru kynnt mjög lauslega. Fylgt er atburðum og ákvörðunum í íslensku fjármálakerfi ár fyrir ár. Í aðalatriðum fjallar verkið um sögu Seðlabanka Íslands frá því stofnunin var aðskilin frá Landsbanka Íslands árið 1961. Auk þess er rakin saga íslenskra seðla og myntar lengra aftur og nokkrir aðrir þættir einnig. Ritnefnd hefur tvívegis lesið verkið yfir og ég gert breytingar í framhaldi af athugasemdum hennar. Efni verksins lýkur við árslok 2008 og er verkið 356 blaðsíður lesmál í A4 broti. Fyrir þetta verk fékk ég rúmlega 233 þús. kr. á mánuði síðustu fjóra mánuði ársins 2007 og tæplega 239 þús. kr. á mánuði allt árið 2008. Mér var sagt að þetta væri nærri launum framhaldsskólakennara en ég lagði ekki mat á það, enda verkefnisvinna í hlutastarfi og skil á mína ábyrgð. Mér vitanlega hafa ekki verið teknar frekari ákvarðanir um afdrif verksins, en það stendur fyrir sínu nú þegar í bókasafni Seðlabanka Íslands svo langt sem það nær. Aftur á móti lýkur frásögu þess í miðjum klíðum atburða, þannig að eitthvað þarf að vinna frekara að því, útvega myndir o.fl., ef almenn útgáfa verður að ráði. Ég legg auðvitað ekki mat á ákvarðanir bankastjórnar og ekki er ég dómari um eigið verk. Höfundur er fyrrverandi seðlabankastjóri og lektor við Háskólann í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurðsson Mest lesið Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Ritun sögu Seðlabanka Íslands fyrir hálfrar aldar afmæli stofnunarinnar er opinbert verkefni og óþarft að dylgjur séu um það. Síðsumars 2007 leitaði bankastjórn til mín um að taka saman heimildir og gögn verkinu til undirbúnings, en þetta hafði lengi verið til umræðu innan bankans. Ég vann að þessu í hlutastarfi frá september til ársloka 2007 og skilaði því þá af mér. Þá var sú mynd komin á verkið að bankastjórn bað mig að halda áfram, og var skipuð ritnefnd til að fylgja málinu eftir. Ég hélt því áfram í samstarfi við ritnefndina allt árið 2008. Launagreiðslum lauk í árslok 2008 og verkið var afhent fullbúið um vorið 2009. Þetta rit um sögu Seðlabanka Íslands er hugsað sem yfirlitsrit fyrir almenning. Í megindráttum er þetta skýrsla um atburði og ákvarðanir sem einnig geti hentað fræðimönnum til frekari efnisvinnslu. Kaflar fjalla um sérstök svið starfseminnar og nokkur mikilvægustu fyrirbæri seðlabankafræða eru kynnt mjög lauslega. Fylgt er atburðum og ákvörðunum í íslensku fjármálakerfi ár fyrir ár. Í aðalatriðum fjallar verkið um sögu Seðlabanka Íslands frá því stofnunin var aðskilin frá Landsbanka Íslands árið 1961. Auk þess er rakin saga íslenskra seðla og myntar lengra aftur og nokkrir aðrir þættir einnig. Ritnefnd hefur tvívegis lesið verkið yfir og ég gert breytingar í framhaldi af athugasemdum hennar. Efni verksins lýkur við árslok 2008 og er verkið 356 blaðsíður lesmál í A4 broti. Fyrir þetta verk fékk ég rúmlega 233 þús. kr. á mánuði síðustu fjóra mánuði ársins 2007 og tæplega 239 þús. kr. á mánuði allt árið 2008. Mér var sagt að þetta væri nærri launum framhaldsskólakennara en ég lagði ekki mat á það, enda verkefnisvinna í hlutastarfi og skil á mína ábyrgð. Mér vitanlega hafa ekki verið teknar frekari ákvarðanir um afdrif verksins, en það stendur fyrir sínu nú þegar í bókasafni Seðlabanka Íslands svo langt sem það nær. Aftur á móti lýkur frásögu þess í miðjum klíðum atburða, þannig að eitthvað þarf að vinna frekara að því, útvega myndir o.fl., ef almenn útgáfa verður að ráði. Ég legg auðvitað ekki mat á ákvarðanir bankastjórnar og ekki er ég dómari um eigið verk. Höfundur er fyrrverandi seðlabankastjóri og lektor við Háskólann í Reykjavík.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun