Íslensk kona ákærð fyrir milljóna dollara fjárkúgun 9. nóvember 2010 06:00 Vickram Bedi og Helga Ingvarsdóttir. Íslensk kona, Helga Ingvarsdóttir, var handtekin ásamt kærasta sínum, Vickram Bedi, í Bandaríkjunum á fimmtudag fyrir stórfellda fjárkúgun. Samkvæmt bandaríska fréttamiðlinum Patch.com, telur lögreglan í Harrison í New York-ríki að upphæðirnar sem parið kúgaði út úr fórnarlambi sínu hafi verið allt að 20 milljónir Bandaríkjadala. Skrifstofa saksóknara í Westchester segir upphæðina nema um 6 milljónum Bandaríkjadala. Parið er ákært fyrir að hafa kúgað erfingja olíufyrirtækis um fyrrnefndar upphæðir á löngu árabili og eiga þau yfir höfði sér allt að 25 ára fangelsisdóm. Lögreglan í Harrison segir í samtali við fjölmiðla vestanhafs að málið hafi verið í rannsókn síðan í ágúst. Eftir húsleit á heimili parsins í Chappaqua og í fyrirtæki þeirra, Datalink Computers, var lagt hald á 17 milljónir íslenskra króna í reiðufé, farartæki og skartgripi. Saksóknari sagði á blaðamannafundi í gær að hin ákærðu hefðu svikið féð út úr fórnarlambinu með flóknum lygum. Urður Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, staðfestir að íslensk kona hafi verið handtekin í Bandaríkjunum og ráðuneytið hafi verið í sambandi við fjölskyldu hennar til að aðstoða þau við framhaldið. Silas, munkurinn morðóði í Da Vinci-lyklinum, var meðlimur í Opus Dei. Eins og flétta í Hollywood-mynd Samkvæmt patch.com áttu Helga og Bedi tölvufyrirtæki sem heitir Datalink. Fórnarlambið, sem er af ríkum ættum, leitaði aðstoðar hjá Datalink eftir að tölvan hans sýktist af vírus árið 2004. Bedi segir fórnarlambinu fljótlega að hann og fjölskylda hans séu í bráðri hættu. Á sex ára tímabili kokkar parið upp ótrúlega lygasögu. Það segist hafa rakið vírusinn til tölvu sem sem var í þorpi í Hondúras. Bedi segir fórnarlambinu að hann hafi sent frænda sinn, sem sé í indverska hernum, til Hondúras til að eyðileggja tölvuna. Hann hafi farið á herflugvél til Hondúras og í þorpinu hitt fyrir pólska presta með tengsl inn í kaþólsku trúarregluna Opus Dei. Bedi fullyrðir síðan að hann sjálfur sé nú farinn að starfa með bandarísku leyniþjónustunni (CIA) í þeim tilgangi að stöðva ráðabrugg pólsku prestanna. Talið er að fórnarlambið hafi á sex ára tímabili greitt Helgu og Bedi á bilinu 660 til 2.200 milljónir. Fréttir Innlent Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Fleiri fréttir Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Sjá meira
Íslensk kona, Helga Ingvarsdóttir, var handtekin ásamt kærasta sínum, Vickram Bedi, í Bandaríkjunum á fimmtudag fyrir stórfellda fjárkúgun. Samkvæmt bandaríska fréttamiðlinum Patch.com, telur lögreglan í Harrison í New York-ríki að upphæðirnar sem parið kúgaði út úr fórnarlambi sínu hafi verið allt að 20 milljónir Bandaríkjadala. Skrifstofa saksóknara í Westchester segir upphæðina nema um 6 milljónum Bandaríkjadala. Parið er ákært fyrir að hafa kúgað erfingja olíufyrirtækis um fyrrnefndar upphæðir á löngu árabili og eiga þau yfir höfði sér allt að 25 ára fangelsisdóm. Lögreglan í Harrison segir í samtali við fjölmiðla vestanhafs að málið hafi verið í rannsókn síðan í ágúst. Eftir húsleit á heimili parsins í Chappaqua og í fyrirtæki þeirra, Datalink Computers, var lagt hald á 17 milljónir íslenskra króna í reiðufé, farartæki og skartgripi. Saksóknari sagði á blaðamannafundi í gær að hin ákærðu hefðu svikið féð út úr fórnarlambinu með flóknum lygum. Urður Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, staðfestir að íslensk kona hafi verið handtekin í Bandaríkjunum og ráðuneytið hafi verið í sambandi við fjölskyldu hennar til að aðstoða þau við framhaldið. Silas, munkurinn morðóði í Da Vinci-lyklinum, var meðlimur í Opus Dei. Eins og flétta í Hollywood-mynd Samkvæmt patch.com áttu Helga og Bedi tölvufyrirtæki sem heitir Datalink. Fórnarlambið, sem er af ríkum ættum, leitaði aðstoðar hjá Datalink eftir að tölvan hans sýktist af vírus árið 2004. Bedi segir fórnarlambinu fljótlega að hann og fjölskylda hans séu í bráðri hættu. Á sex ára tímabili kokkar parið upp ótrúlega lygasögu. Það segist hafa rakið vírusinn til tölvu sem sem var í þorpi í Hondúras. Bedi segir fórnarlambinu að hann hafi sent frænda sinn, sem sé í indverska hernum, til Hondúras til að eyðileggja tölvuna. Hann hafi farið á herflugvél til Hondúras og í þorpinu hitt fyrir pólska presta með tengsl inn í kaþólsku trúarregluna Opus Dei. Bedi fullyrðir síðan að hann sjálfur sé nú farinn að starfa með bandarísku leyniþjónustunni (CIA) í þeim tilgangi að stöðva ráðabrugg pólsku prestanna. Talið er að fórnarlambið hafi á sex ára tímabili greitt Helgu og Bedi á bilinu 660 til 2.200 milljónir.
Fréttir Innlent Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Fleiri fréttir Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Sjá meira