Pólitískt forræði væri afturför 10. júlí 2010 06:00 Ingvar Gíslason fv. ráðherra birtir grein í Fréttabl. 8. júlí sl. Sumt tek ég undir í grein hans en um annað erum við ósammála. Ingvar fjallar um „kapítalíska“ þróun „auðvaldsöflum til framdráttar“ á síðustu árum og segir: „Forusta Framsóknarflokksins sá ekki við þessari þróun, en horfði upp á það að samvinnuhreyfingunni var tvístrað, sparisjóðirnir urðu bröskurum að bráð og landsbyggðinni blæddi.“ Þessi orð eru ekki bein ásökun en tónninn er hiklaus. Unnið var að því að móta viðskiptaumhverfi og fjármálakerfi hérlendis í líkingu við það sem jafnaðar- og félagshyggjuöfl höfðu áður átt hlut að á öðrum Norðurlöndum. Framsóknarmenn, Sjálfstæðismenn, Alþýðuflokksmenn og síðar Samfylkingarmenn stóðu saman að þessu. Lög um fullt sjálfstæði eftirlitsstofnana, Samkeppniseftirlits, Fjármálaeftirlits, Seðlabanka og fleiri áttu m.a. að hindra stjórnmálamenn frá því að hafa bein afskipti af þeim. Óljóst er hvernig skilja ber orð um „tvístrun“ samvinnuhreyfingarinnar. Samgöngubætur sameinuðu þjónustusvæði og hnekktu stöðu margra kaupfélaga. Fjármögnun var kaupfélögunum viðvarandi vandamál. Umbætur á lögum um samvinnufélög drógust of lengi. Árið 2010 er verulegur hluti smásöluverslunar á landsbyggðinni og um 18% smásölu í landinu öllu á vegum Samkaupa hf. sem eru í eigu kaupfélaga. Auk þess starfa nokkur kaupfélög, m.a. í sjávarútvegi, og samvinnufélög reka afurðastöðvar. Ekki fer á milli mála að braskarar lögðu nokkra sparisjóði undir sig. Ákvæði laga um stofnsjóðseignir voru þó alveg skýr. Eftirlitsstofnanir töldu ekki um eiginlegt samsæri eða beinar lögleysur að ræða. Á landsbyggðinni þrengdu breyttar aðstæður að sparisjóðunum líkt og kaupfélögunum. Þó starfa nokkrir sparisjóðir enn með ágætum. Ingvar virðist telja vanda landsbyggðarinnar af pólitískum toga. Réttara mun þó að tæknileg þróun með stórkostlegri framleiðsluaukningu og vaxandi framleiðni rekstrareininga hefur mestu ráðið um gerbreytta stöðu landbúnaðar, afurðastöðva, fiskveiða og fiskiðnaðar. Úti á markaðinum gætti græðgi og öfgakenndra frjálshyggjusjónarmiða í vaxandi mæli. Stefnt var að því að minnka pólitíska íhlutun. Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis bendir eindregið til þess að misferli í bönkunum hafi miklu frekar ráðið úrslitum heldur en skortur á pólitískum afskiptum. Margir munu álíta það mikla afturför ef pólitískt forræði verður aftur innleitt hér á vettvangi atvinnu- og viðskiptamála. Ingvar fer nokkrum orðum um Evrópusambandið og telur það „mótast sem bandaríki (federal states)“. Innan Evrópusambandsins gætir margra sjónarmiða. Mjög margir á þeim vettvangi standa eindregið gegn „alríkisþróun“ þar og vilja að Evrópusambandið haldi áfram að efla og styrkja þjóðríkin, þjóðtungur og þjóðmenningu eins og hingað til. Um þetta vitnar m.a. 50. gr. aðalsáttmála Evrópusambandsins í útgáfunni sem kennd er við Lissabon. Þar segir í lauslegri þýðingu: „Sérhvert aðildarríki getur ákveðið að ganga úr sambandinu samkvæmt eigin stjórnlögum. … Sáttmálar sambandsins skulu falla úr gildi að því er þetta ríki varðar er úrsagnarsamningur gengur í gildi, eða tveimur árum eftir úrsagnartilkynningu ef ekki næst slíkur samningur, nema samkomulag verði um að lengja þennan frest.“ Hér er algerlega ljóst að aðildarríki Evrópusambandsins halda stjórnarfarslegu fullveldi sínu óskertu og fullkomnu eigin forræði um eigin framtíð. Fagna ber áhuga Ingvars Gíslasonar og annarra á framtíð fullveldis Íslendinga. Aldrei má sofna á þeim verði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurðsson Mest lesið Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Sjá meira
Ingvar Gíslason fv. ráðherra birtir grein í Fréttabl. 8. júlí sl. Sumt tek ég undir í grein hans en um annað erum við ósammála. Ingvar fjallar um „kapítalíska“ þróun „auðvaldsöflum til framdráttar“ á síðustu árum og segir: „Forusta Framsóknarflokksins sá ekki við þessari þróun, en horfði upp á það að samvinnuhreyfingunni var tvístrað, sparisjóðirnir urðu bröskurum að bráð og landsbyggðinni blæddi.“ Þessi orð eru ekki bein ásökun en tónninn er hiklaus. Unnið var að því að móta viðskiptaumhverfi og fjármálakerfi hérlendis í líkingu við það sem jafnaðar- og félagshyggjuöfl höfðu áður átt hlut að á öðrum Norðurlöndum. Framsóknarmenn, Sjálfstæðismenn, Alþýðuflokksmenn og síðar Samfylkingarmenn stóðu saman að þessu. Lög um fullt sjálfstæði eftirlitsstofnana, Samkeppniseftirlits, Fjármálaeftirlits, Seðlabanka og fleiri áttu m.a. að hindra stjórnmálamenn frá því að hafa bein afskipti af þeim. Óljóst er hvernig skilja ber orð um „tvístrun“ samvinnuhreyfingarinnar. Samgöngubætur sameinuðu þjónustusvæði og hnekktu stöðu margra kaupfélaga. Fjármögnun var kaupfélögunum viðvarandi vandamál. Umbætur á lögum um samvinnufélög drógust of lengi. Árið 2010 er verulegur hluti smásöluverslunar á landsbyggðinni og um 18% smásölu í landinu öllu á vegum Samkaupa hf. sem eru í eigu kaupfélaga. Auk þess starfa nokkur kaupfélög, m.a. í sjávarútvegi, og samvinnufélög reka afurðastöðvar. Ekki fer á milli mála að braskarar lögðu nokkra sparisjóði undir sig. Ákvæði laga um stofnsjóðseignir voru þó alveg skýr. Eftirlitsstofnanir töldu ekki um eiginlegt samsæri eða beinar lögleysur að ræða. Á landsbyggðinni þrengdu breyttar aðstæður að sparisjóðunum líkt og kaupfélögunum. Þó starfa nokkrir sparisjóðir enn með ágætum. Ingvar virðist telja vanda landsbyggðarinnar af pólitískum toga. Réttara mun þó að tæknileg þróun með stórkostlegri framleiðsluaukningu og vaxandi framleiðni rekstrareininga hefur mestu ráðið um gerbreytta stöðu landbúnaðar, afurðastöðva, fiskveiða og fiskiðnaðar. Úti á markaðinum gætti græðgi og öfgakenndra frjálshyggjusjónarmiða í vaxandi mæli. Stefnt var að því að minnka pólitíska íhlutun. Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis bendir eindregið til þess að misferli í bönkunum hafi miklu frekar ráðið úrslitum heldur en skortur á pólitískum afskiptum. Margir munu álíta það mikla afturför ef pólitískt forræði verður aftur innleitt hér á vettvangi atvinnu- og viðskiptamála. Ingvar fer nokkrum orðum um Evrópusambandið og telur það „mótast sem bandaríki (federal states)“. Innan Evrópusambandsins gætir margra sjónarmiða. Mjög margir á þeim vettvangi standa eindregið gegn „alríkisþróun“ þar og vilja að Evrópusambandið haldi áfram að efla og styrkja þjóðríkin, þjóðtungur og þjóðmenningu eins og hingað til. Um þetta vitnar m.a. 50. gr. aðalsáttmála Evrópusambandsins í útgáfunni sem kennd er við Lissabon. Þar segir í lauslegri þýðingu: „Sérhvert aðildarríki getur ákveðið að ganga úr sambandinu samkvæmt eigin stjórnlögum. … Sáttmálar sambandsins skulu falla úr gildi að því er þetta ríki varðar er úrsagnarsamningur gengur í gildi, eða tveimur árum eftir úrsagnartilkynningu ef ekki næst slíkur samningur, nema samkomulag verði um að lengja þennan frest.“ Hér er algerlega ljóst að aðildarríki Evrópusambandsins halda stjórnarfarslegu fullveldi sínu óskertu og fullkomnu eigin forræði um eigin framtíð. Fagna ber áhuga Ingvars Gíslasonar og annarra á framtíð fullveldis Íslendinga. Aldrei má sofna á þeim verði.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun