Botnliðið stóð í meisturunum - Hamar vann Njarðvík Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 28. október 2010 21:07 Nonni Mæju var góður með Snæfelli í kvöld. Mynd/Stefán Snæfellingar máttu þakka fyrir að hafa farið með tvö stig frá Sauðárkróki í kvöld þar sem liðið vann tveggja stiga sigur á botnliði Tindastóls í Iceland Express-deild karla, 94-92. Þá gerði Hamar góða ferð í Njarðvík þar sem liðið vann fjórtán stiga sigur á heimamönnum, 90-76. Hamarsmenn hafa byrjað gríðarlega vel á tímabilinu og nú lagt þrjú stórlið að velli; KR, Keflavík og nú Njarðvík. Liðið hefur að vísu tapað fyrir Fjölni og Haukum. Alls fóru þrír leikir fram í deildinni í kvöld en í þeim þriðja vann Fjölnir öruggan sigur á Haukum, 107-81.Tindastóll - Snæfell 92-94 Lokamínútur leiksins á Sauðárkróki í kvöld voru æsispennandi. Staðan var jöfn þegar fjórði leikhluti hófst, 73-73, og komust heimamenn í forystu. Þegar fimm mínútur voru eftir var staðan 89-85, Stólunum í vil, en þá skoruðu Íslands- og bikarmeistararnir sjö stig í röð og komust yfir, 92-89. Pálmi Freyr Sigurgeirsson jók muninn í 94-91 þegar 30 sekúndur voru eftir en þá fóru heimamenn illa að ráði sínu. Þeir fóru alls fjórum sinnum á vítalínuna en nýttu aðeins eitt víti auk þess sem Dragoljub Kitanovic klikkaði á sniðskoti þegar þrjár sekúndur voru til leiksloka. Niðurstaðan því 94-92 sigur Snæfells. Ryan Amoroso skoraði 24 stig fyrir Snæfell og Jón Ólafur Jónsson 21. Hjá Tindastóli var Josh Rivers stigahæstur með 25 stig auk þess sem hann tók níu fráköst. Friðrik Hreinsson skoraði 22 stig.Njarðvík - Hamar 76-90 Leikurinn í Njarðvík var nokkuð kaflaskiptur en heimamenn höfðu forystu í hálfleik, 43-32, eftir afleitan annan leikhluta hjá Hamar þar sem liðið skoraði aðeins níu stig. En Hamarsmenn settu allt á fullt í síðari hálfleik sem liðið vann með miklum yfirburðum, 58-33, og þar með góðan fjórtán stiga sigur. Nerijus Taraskus var öflugur í liði Njarðvíkur með 20 stig og átta fráköst en alls skoruðu fimm leikmenn liðsins meira en tíu stig í kvöld. Hjá Haukum var Semaj Inge atkvæðamestur með 25 stig og tólf fráköst.Fjölnir - Haukar 107-81 Í Grafarvoginum fóru Fjölnismenn mikinn í fjórða leikhluta gegn Haukum sem þeir unnu með 25 stigum gegn ellefu. Heimamenn höfðu verið með undirtökin allan leikinn og unnu að lokum öruggan sigur sem fyrr segir. Ben Stywall skoraði 24 stig fyrir Fjölni og tók fjórtán fráköst. Ægir Þór Steinarsson kom næstur með 20 stig. Snæfell komst upp í annað sæti deildarinnar í kvöld og Njarðvík upp í það þriðja. Fjölnir er nú í fimmta sæti en Haukar eru í áttunda, Njarðvík í níunda og Tindastóll er enn á botninum án stiga. Grindavík er ósigrað á toppi deildarinnar en liðið mætir ÍR á morgun.Tölfræði leikjanna: Njarðvík-Hamar 76-90 (21-23, 22-9, 12-29, 21-29) Njarðvík: Christopher Smith 22/8 fráköst, Guðmundur Jónsson 18/5 stoðsendingar, Jóhann Árni Ólafsson 10, Friðrik E. Stefánsson 9/11 fráköst/6 stoðsendingar, Lárus Jónsson 6, Rúnar Ingi Erlingsson 5, Hjörtur Hrafn Einarsson 3, Kristján Rúnar Sigurðsson 3.Hamar: Nerijus Taraskus 20/8 fráköst, Darri Hilmarsson 19/8 fráköst, Ellert Arnarson 18/8 stoðsendingar, Andre Dabney 17/7 fráköst/5 stoðsendingar, Svavar Páll Pálsson 12/8 fráköst, Ragnar Á. Nathanaelsson 2, Snorri Þorvaldsson 2. Tindastóll-Snæfell 92-94 (26-23, 18-27, 29-23, 19-21)Tindastóll: Josh Rivers 25/9 stoðsendingar, Friðrik Hreinsson 22/4 fráköst/7 stoðsendingar, Dragoljub Kitanovic 21/5 fráköst, Helgi Rafn Viggósson 10/11 fráköst/6 stoðsendingar, Helgi Freyr Margeirsson 9, Radoslav Kolev 5.Snæfell: Ryan Amaroso 24/7 fráköst, Jón Ólafur Jónsson 21/6 fráköst/5 stoðsendingar, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 19/5 fráköst/5 stoðsendingar, Sean Burton 16, Atli Rafn Hreinsson 4, Emil Þór Jóhannsson 4, Egill Egilsson 4, Kristján Andrésson 2.Fjölnir-Haukar 107-81 (25-16, 24-21, 33-33, 25-11)Fjölnir: Ben Stywall 24/14 fráköst, Ægir Þór Steinarsson 20/9 fráköst/12 stoðsendingar, Tómas Heiðar Tómasson 15/5 fráköst, Sindri Kárason 13/4 fráköst, Hjalti Vilhjálmsson 12, Jón Sverrisson 10, Ingvaldur Magni Hafsteinsson 3, Trausti Eiríksson 3, Arnþór Freyr Guðmundsson 3, Elvar Sigurðsson 2, Einar Þórmundsson 2.Haukar: Semaj Inge 25/12 fráköst/5 stoðsendingar, Gerald Robinson 15/5 fráköst, Óskar Ingi Magnússon 12, Örn Sigurðarson 11, Sævar Ingi Haraldsson 8/6 stoðsendingar, Haukur Óskarsson 8, Sveinn Ómar Sveinsson 2. Dominos-deild karla Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn Fleiri fréttir Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Sjá meira
Snæfellingar máttu þakka fyrir að hafa farið með tvö stig frá Sauðárkróki í kvöld þar sem liðið vann tveggja stiga sigur á botnliði Tindastóls í Iceland Express-deild karla, 94-92. Þá gerði Hamar góða ferð í Njarðvík þar sem liðið vann fjórtán stiga sigur á heimamönnum, 90-76. Hamarsmenn hafa byrjað gríðarlega vel á tímabilinu og nú lagt þrjú stórlið að velli; KR, Keflavík og nú Njarðvík. Liðið hefur að vísu tapað fyrir Fjölni og Haukum. Alls fóru þrír leikir fram í deildinni í kvöld en í þeim þriðja vann Fjölnir öruggan sigur á Haukum, 107-81.Tindastóll - Snæfell 92-94 Lokamínútur leiksins á Sauðárkróki í kvöld voru æsispennandi. Staðan var jöfn þegar fjórði leikhluti hófst, 73-73, og komust heimamenn í forystu. Þegar fimm mínútur voru eftir var staðan 89-85, Stólunum í vil, en þá skoruðu Íslands- og bikarmeistararnir sjö stig í röð og komust yfir, 92-89. Pálmi Freyr Sigurgeirsson jók muninn í 94-91 þegar 30 sekúndur voru eftir en þá fóru heimamenn illa að ráði sínu. Þeir fóru alls fjórum sinnum á vítalínuna en nýttu aðeins eitt víti auk þess sem Dragoljub Kitanovic klikkaði á sniðskoti þegar þrjár sekúndur voru til leiksloka. Niðurstaðan því 94-92 sigur Snæfells. Ryan Amoroso skoraði 24 stig fyrir Snæfell og Jón Ólafur Jónsson 21. Hjá Tindastóli var Josh Rivers stigahæstur með 25 stig auk þess sem hann tók níu fráköst. Friðrik Hreinsson skoraði 22 stig.Njarðvík - Hamar 76-90 Leikurinn í Njarðvík var nokkuð kaflaskiptur en heimamenn höfðu forystu í hálfleik, 43-32, eftir afleitan annan leikhluta hjá Hamar þar sem liðið skoraði aðeins níu stig. En Hamarsmenn settu allt á fullt í síðari hálfleik sem liðið vann með miklum yfirburðum, 58-33, og þar með góðan fjórtán stiga sigur. Nerijus Taraskus var öflugur í liði Njarðvíkur með 20 stig og átta fráköst en alls skoruðu fimm leikmenn liðsins meira en tíu stig í kvöld. Hjá Haukum var Semaj Inge atkvæðamestur með 25 stig og tólf fráköst.Fjölnir - Haukar 107-81 Í Grafarvoginum fóru Fjölnismenn mikinn í fjórða leikhluta gegn Haukum sem þeir unnu með 25 stigum gegn ellefu. Heimamenn höfðu verið með undirtökin allan leikinn og unnu að lokum öruggan sigur sem fyrr segir. Ben Stywall skoraði 24 stig fyrir Fjölni og tók fjórtán fráköst. Ægir Þór Steinarsson kom næstur með 20 stig. Snæfell komst upp í annað sæti deildarinnar í kvöld og Njarðvík upp í það þriðja. Fjölnir er nú í fimmta sæti en Haukar eru í áttunda, Njarðvík í níunda og Tindastóll er enn á botninum án stiga. Grindavík er ósigrað á toppi deildarinnar en liðið mætir ÍR á morgun.Tölfræði leikjanna: Njarðvík-Hamar 76-90 (21-23, 22-9, 12-29, 21-29) Njarðvík: Christopher Smith 22/8 fráköst, Guðmundur Jónsson 18/5 stoðsendingar, Jóhann Árni Ólafsson 10, Friðrik E. Stefánsson 9/11 fráköst/6 stoðsendingar, Lárus Jónsson 6, Rúnar Ingi Erlingsson 5, Hjörtur Hrafn Einarsson 3, Kristján Rúnar Sigurðsson 3.Hamar: Nerijus Taraskus 20/8 fráköst, Darri Hilmarsson 19/8 fráköst, Ellert Arnarson 18/8 stoðsendingar, Andre Dabney 17/7 fráköst/5 stoðsendingar, Svavar Páll Pálsson 12/8 fráköst, Ragnar Á. Nathanaelsson 2, Snorri Þorvaldsson 2. Tindastóll-Snæfell 92-94 (26-23, 18-27, 29-23, 19-21)Tindastóll: Josh Rivers 25/9 stoðsendingar, Friðrik Hreinsson 22/4 fráköst/7 stoðsendingar, Dragoljub Kitanovic 21/5 fráköst, Helgi Rafn Viggósson 10/11 fráköst/6 stoðsendingar, Helgi Freyr Margeirsson 9, Radoslav Kolev 5.Snæfell: Ryan Amaroso 24/7 fráköst, Jón Ólafur Jónsson 21/6 fráköst/5 stoðsendingar, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 19/5 fráköst/5 stoðsendingar, Sean Burton 16, Atli Rafn Hreinsson 4, Emil Þór Jóhannsson 4, Egill Egilsson 4, Kristján Andrésson 2.Fjölnir-Haukar 107-81 (25-16, 24-21, 33-33, 25-11)Fjölnir: Ben Stywall 24/14 fráköst, Ægir Þór Steinarsson 20/9 fráköst/12 stoðsendingar, Tómas Heiðar Tómasson 15/5 fráköst, Sindri Kárason 13/4 fráköst, Hjalti Vilhjálmsson 12, Jón Sverrisson 10, Ingvaldur Magni Hafsteinsson 3, Trausti Eiríksson 3, Arnþór Freyr Guðmundsson 3, Elvar Sigurðsson 2, Einar Þórmundsson 2.Haukar: Semaj Inge 25/12 fráköst/5 stoðsendingar, Gerald Robinson 15/5 fráköst, Óskar Ingi Magnússon 12, Örn Sigurðarson 11, Sævar Ingi Haraldsson 8/6 stoðsendingar, Haukur Óskarsson 8, Sveinn Ómar Sveinsson 2.
Dominos-deild karla Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn Fleiri fréttir Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Sjá meira