Botnliðið stóð í meisturunum - Hamar vann Njarðvík Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 28. október 2010 21:07 Nonni Mæju var góður með Snæfelli í kvöld. Mynd/Stefán Snæfellingar máttu þakka fyrir að hafa farið með tvö stig frá Sauðárkróki í kvöld þar sem liðið vann tveggja stiga sigur á botnliði Tindastóls í Iceland Express-deild karla, 94-92. Þá gerði Hamar góða ferð í Njarðvík þar sem liðið vann fjórtán stiga sigur á heimamönnum, 90-76. Hamarsmenn hafa byrjað gríðarlega vel á tímabilinu og nú lagt þrjú stórlið að velli; KR, Keflavík og nú Njarðvík. Liðið hefur að vísu tapað fyrir Fjölni og Haukum. Alls fóru þrír leikir fram í deildinni í kvöld en í þeim þriðja vann Fjölnir öruggan sigur á Haukum, 107-81.Tindastóll - Snæfell 92-94 Lokamínútur leiksins á Sauðárkróki í kvöld voru æsispennandi. Staðan var jöfn þegar fjórði leikhluti hófst, 73-73, og komust heimamenn í forystu. Þegar fimm mínútur voru eftir var staðan 89-85, Stólunum í vil, en þá skoruðu Íslands- og bikarmeistararnir sjö stig í röð og komust yfir, 92-89. Pálmi Freyr Sigurgeirsson jók muninn í 94-91 þegar 30 sekúndur voru eftir en þá fóru heimamenn illa að ráði sínu. Þeir fóru alls fjórum sinnum á vítalínuna en nýttu aðeins eitt víti auk þess sem Dragoljub Kitanovic klikkaði á sniðskoti þegar þrjár sekúndur voru til leiksloka. Niðurstaðan því 94-92 sigur Snæfells. Ryan Amoroso skoraði 24 stig fyrir Snæfell og Jón Ólafur Jónsson 21. Hjá Tindastóli var Josh Rivers stigahæstur með 25 stig auk þess sem hann tók níu fráköst. Friðrik Hreinsson skoraði 22 stig.Njarðvík - Hamar 76-90 Leikurinn í Njarðvík var nokkuð kaflaskiptur en heimamenn höfðu forystu í hálfleik, 43-32, eftir afleitan annan leikhluta hjá Hamar þar sem liðið skoraði aðeins níu stig. En Hamarsmenn settu allt á fullt í síðari hálfleik sem liðið vann með miklum yfirburðum, 58-33, og þar með góðan fjórtán stiga sigur. Nerijus Taraskus var öflugur í liði Njarðvíkur með 20 stig og átta fráköst en alls skoruðu fimm leikmenn liðsins meira en tíu stig í kvöld. Hjá Haukum var Semaj Inge atkvæðamestur með 25 stig og tólf fráköst.Fjölnir - Haukar 107-81 Í Grafarvoginum fóru Fjölnismenn mikinn í fjórða leikhluta gegn Haukum sem þeir unnu með 25 stigum gegn ellefu. Heimamenn höfðu verið með undirtökin allan leikinn og unnu að lokum öruggan sigur sem fyrr segir. Ben Stywall skoraði 24 stig fyrir Fjölni og tók fjórtán fráköst. Ægir Þór Steinarsson kom næstur með 20 stig. Snæfell komst upp í annað sæti deildarinnar í kvöld og Njarðvík upp í það þriðja. Fjölnir er nú í fimmta sæti en Haukar eru í áttunda, Njarðvík í níunda og Tindastóll er enn á botninum án stiga. Grindavík er ósigrað á toppi deildarinnar en liðið mætir ÍR á morgun.Tölfræði leikjanna: Njarðvík-Hamar 76-90 (21-23, 22-9, 12-29, 21-29) Njarðvík: Christopher Smith 22/8 fráköst, Guðmundur Jónsson 18/5 stoðsendingar, Jóhann Árni Ólafsson 10, Friðrik E. Stefánsson 9/11 fráköst/6 stoðsendingar, Lárus Jónsson 6, Rúnar Ingi Erlingsson 5, Hjörtur Hrafn Einarsson 3, Kristján Rúnar Sigurðsson 3.Hamar: Nerijus Taraskus 20/8 fráköst, Darri Hilmarsson 19/8 fráköst, Ellert Arnarson 18/8 stoðsendingar, Andre Dabney 17/7 fráköst/5 stoðsendingar, Svavar Páll Pálsson 12/8 fráköst, Ragnar Á. Nathanaelsson 2, Snorri Þorvaldsson 2. Tindastóll-Snæfell 92-94 (26-23, 18-27, 29-23, 19-21)Tindastóll: Josh Rivers 25/9 stoðsendingar, Friðrik Hreinsson 22/4 fráköst/7 stoðsendingar, Dragoljub Kitanovic 21/5 fráköst, Helgi Rafn Viggósson 10/11 fráköst/6 stoðsendingar, Helgi Freyr Margeirsson 9, Radoslav Kolev 5.Snæfell: Ryan Amaroso 24/7 fráköst, Jón Ólafur Jónsson 21/6 fráköst/5 stoðsendingar, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 19/5 fráköst/5 stoðsendingar, Sean Burton 16, Atli Rafn Hreinsson 4, Emil Þór Jóhannsson 4, Egill Egilsson 4, Kristján Andrésson 2.Fjölnir-Haukar 107-81 (25-16, 24-21, 33-33, 25-11)Fjölnir: Ben Stywall 24/14 fráköst, Ægir Þór Steinarsson 20/9 fráköst/12 stoðsendingar, Tómas Heiðar Tómasson 15/5 fráköst, Sindri Kárason 13/4 fráköst, Hjalti Vilhjálmsson 12, Jón Sverrisson 10, Ingvaldur Magni Hafsteinsson 3, Trausti Eiríksson 3, Arnþór Freyr Guðmundsson 3, Elvar Sigurðsson 2, Einar Þórmundsson 2.Haukar: Semaj Inge 25/12 fráköst/5 stoðsendingar, Gerald Robinson 15/5 fráköst, Óskar Ingi Magnússon 12, Örn Sigurðarson 11, Sævar Ingi Haraldsson 8/6 stoðsendingar, Haukur Óskarsson 8, Sveinn Ómar Sveinsson 2. Dominos-deild karla Mest lesið Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Enski boltinn Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Handbolti Píla festist í fæti keppanda Sport Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Enski boltinn Orri Steinn og félagar steinlágu í Katalóníu Fótbolti Orðinn þjálfari Galdurs eftir að hafa verið rekinn í beinni Fótbolti Munu taka hart á því hversu lengi markvörður heldur á boltanum Fótbolti Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Golf Welbeck skaut Brighton áfram Enski boltinn Kenndi hárvörum um í umdeildu jafntefli Sport Fleiri fréttir Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Í beinni: Keflavík - Haukar | Stórleikur í Sláturhúsinu Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ Sjá meira
Snæfellingar máttu þakka fyrir að hafa farið með tvö stig frá Sauðárkróki í kvöld þar sem liðið vann tveggja stiga sigur á botnliði Tindastóls í Iceland Express-deild karla, 94-92. Þá gerði Hamar góða ferð í Njarðvík þar sem liðið vann fjórtán stiga sigur á heimamönnum, 90-76. Hamarsmenn hafa byrjað gríðarlega vel á tímabilinu og nú lagt þrjú stórlið að velli; KR, Keflavík og nú Njarðvík. Liðið hefur að vísu tapað fyrir Fjölni og Haukum. Alls fóru þrír leikir fram í deildinni í kvöld en í þeim þriðja vann Fjölnir öruggan sigur á Haukum, 107-81.Tindastóll - Snæfell 92-94 Lokamínútur leiksins á Sauðárkróki í kvöld voru æsispennandi. Staðan var jöfn þegar fjórði leikhluti hófst, 73-73, og komust heimamenn í forystu. Þegar fimm mínútur voru eftir var staðan 89-85, Stólunum í vil, en þá skoruðu Íslands- og bikarmeistararnir sjö stig í röð og komust yfir, 92-89. Pálmi Freyr Sigurgeirsson jók muninn í 94-91 þegar 30 sekúndur voru eftir en þá fóru heimamenn illa að ráði sínu. Þeir fóru alls fjórum sinnum á vítalínuna en nýttu aðeins eitt víti auk þess sem Dragoljub Kitanovic klikkaði á sniðskoti þegar þrjár sekúndur voru til leiksloka. Niðurstaðan því 94-92 sigur Snæfells. Ryan Amoroso skoraði 24 stig fyrir Snæfell og Jón Ólafur Jónsson 21. Hjá Tindastóli var Josh Rivers stigahæstur með 25 stig auk þess sem hann tók níu fráköst. Friðrik Hreinsson skoraði 22 stig.Njarðvík - Hamar 76-90 Leikurinn í Njarðvík var nokkuð kaflaskiptur en heimamenn höfðu forystu í hálfleik, 43-32, eftir afleitan annan leikhluta hjá Hamar þar sem liðið skoraði aðeins níu stig. En Hamarsmenn settu allt á fullt í síðari hálfleik sem liðið vann með miklum yfirburðum, 58-33, og þar með góðan fjórtán stiga sigur. Nerijus Taraskus var öflugur í liði Njarðvíkur með 20 stig og átta fráköst en alls skoruðu fimm leikmenn liðsins meira en tíu stig í kvöld. Hjá Haukum var Semaj Inge atkvæðamestur með 25 stig og tólf fráköst.Fjölnir - Haukar 107-81 Í Grafarvoginum fóru Fjölnismenn mikinn í fjórða leikhluta gegn Haukum sem þeir unnu með 25 stigum gegn ellefu. Heimamenn höfðu verið með undirtökin allan leikinn og unnu að lokum öruggan sigur sem fyrr segir. Ben Stywall skoraði 24 stig fyrir Fjölni og tók fjórtán fráköst. Ægir Þór Steinarsson kom næstur með 20 stig. Snæfell komst upp í annað sæti deildarinnar í kvöld og Njarðvík upp í það þriðja. Fjölnir er nú í fimmta sæti en Haukar eru í áttunda, Njarðvík í níunda og Tindastóll er enn á botninum án stiga. Grindavík er ósigrað á toppi deildarinnar en liðið mætir ÍR á morgun.Tölfræði leikjanna: Njarðvík-Hamar 76-90 (21-23, 22-9, 12-29, 21-29) Njarðvík: Christopher Smith 22/8 fráköst, Guðmundur Jónsson 18/5 stoðsendingar, Jóhann Árni Ólafsson 10, Friðrik E. Stefánsson 9/11 fráköst/6 stoðsendingar, Lárus Jónsson 6, Rúnar Ingi Erlingsson 5, Hjörtur Hrafn Einarsson 3, Kristján Rúnar Sigurðsson 3.Hamar: Nerijus Taraskus 20/8 fráköst, Darri Hilmarsson 19/8 fráköst, Ellert Arnarson 18/8 stoðsendingar, Andre Dabney 17/7 fráköst/5 stoðsendingar, Svavar Páll Pálsson 12/8 fráköst, Ragnar Á. Nathanaelsson 2, Snorri Þorvaldsson 2. Tindastóll-Snæfell 92-94 (26-23, 18-27, 29-23, 19-21)Tindastóll: Josh Rivers 25/9 stoðsendingar, Friðrik Hreinsson 22/4 fráköst/7 stoðsendingar, Dragoljub Kitanovic 21/5 fráköst, Helgi Rafn Viggósson 10/11 fráköst/6 stoðsendingar, Helgi Freyr Margeirsson 9, Radoslav Kolev 5.Snæfell: Ryan Amaroso 24/7 fráköst, Jón Ólafur Jónsson 21/6 fráköst/5 stoðsendingar, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 19/5 fráköst/5 stoðsendingar, Sean Burton 16, Atli Rafn Hreinsson 4, Emil Þór Jóhannsson 4, Egill Egilsson 4, Kristján Andrésson 2.Fjölnir-Haukar 107-81 (25-16, 24-21, 33-33, 25-11)Fjölnir: Ben Stywall 24/14 fráköst, Ægir Þór Steinarsson 20/9 fráköst/12 stoðsendingar, Tómas Heiðar Tómasson 15/5 fráköst, Sindri Kárason 13/4 fráköst, Hjalti Vilhjálmsson 12, Jón Sverrisson 10, Ingvaldur Magni Hafsteinsson 3, Trausti Eiríksson 3, Arnþór Freyr Guðmundsson 3, Elvar Sigurðsson 2, Einar Þórmundsson 2.Haukar: Semaj Inge 25/12 fráköst/5 stoðsendingar, Gerald Robinson 15/5 fráköst, Óskar Ingi Magnússon 12, Örn Sigurðarson 11, Sævar Ingi Haraldsson 8/6 stoðsendingar, Haukur Óskarsson 8, Sveinn Ómar Sveinsson 2.
Dominos-deild karla Mest lesið Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Enski boltinn Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Handbolti Píla festist í fæti keppanda Sport Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Enski boltinn Orri Steinn og félagar steinlágu í Katalóníu Fótbolti Orðinn þjálfari Galdurs eftir að hafa verið rekinn í beinni Fótbolti Munu taka hart á því hversu lengi markvörður heldur á boltanum Fótbolti Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Golf Welbeck skaut Brighton áfram Enski boltinn Kenndi hárvörum um í umdeildu jafntefli Sport Fleiri fréttir Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Í beinni: Keflavík - Haukar | Stórleikur í Sláturhúsinu Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli