Nýr dagskrárstjóri tjáir sig ekki um Spaugstofuna 28. apríl 2010 09:30 Erna Kettler er nýr dagskrárstjóri Ríkissjónvarpsins. Hún segir allt velta á því hversu miklir fjármunir séu fyrir hendi. „Mér líst vel á starfið og ætla að taka mér tíma fram yfir helgi til að átta mig aðeins hlutunum,“ segir Erna Kettler, nýráðinn dagskrárstjóri Ríkissjónvarpsins. Erna verður yfir sameinaðri deild innlenda og erlenda sjónvarpsefnisins hjá RÚV en hún var áður á erlendu deildinni. Þá var hún einnig dagskrárstjóri erlendu deildarinnar á Stöð 2 en Erna sleit barnsskónum í dagskrárdeild Stöðvar 2 og hefur því víðtæka reynslu í bæði erlendum og innlendum dagskrárdeildum. Töluverður styr hefur staðið um Ríkissjónvarpið, ekki síst meðal íslenskra kvikmyndagerðarmanna eftir ummæli útvarpsstjórans Páls Magnússonar um að RÚV hygðist ekki fjárfesta í innlendu efni. Erna segist ekki vera í aðstöðu til þess að tjá sig um það mál, hún sé ekki einu sinni komin með lyklavöldin. „Við erum að sjálfsögðu öll af vilja gerð,“ segir Erna, sem var heldur ekki tilbúin til að tjá sig um framtíð Spaugstofunnar sem hefur legið í lausu lofti. Þegar Erna er spurð hvort áhorfendur eigi von á byltingu á dagskrá RÚV segist hún vissulega hafa myndað sér skoðun á því hvernig hlutirnir eigi að vera. Það séu hins vegar nýir tímar og fólk verði að velta hverri einustu krónu fyrir sér nokkrum sinnum. „Auðvitað viljum við vera með meira af íslensku efni, við höfum verið með mikið af heimildarmyndum en ekki eins mikið af leiknu efni og við höfum viljað,“ segir Erna. „En þetta snýst auðvitað allt um það hverju við höfum efni á.“ - fgg Lífið Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
„Mér líst vel á starfið og ætla að taka mér tíma fram yfir helgi til að átta mig aðeins hlutunum,“ segir Erna Kettler, nýráðinn dagskrárstjóri Ríkissjónvarpsins. Erna verður yfir sameinaðri deild innlenda og erlenda sjónvarpsefnisins hjá RÚV en hún var áður á erlendu deildinni. Þá var hún einnig dagskrárstjóri erlendu deildarinnar á Stöð 2 en Erna sleit barnsskónum í dagskrárdeild Stöðvar 2 og hefur því víðtæka reynslu í bæði erlendum og innlendum dagskrárdeildum. Töluverður styr hefur staðið um Ríkissjónvarpið, ekki síst meðal íslenskra kvikmyndagerðarmanna eftir ummæli útvarpsstjórans Páls Magnússonar um að RÚV hygðist ekki fjárfesta í innlendu efni. Erna segist ekki vera í aðstöðu til þess að tjá sig um það mál, hún sé ekki einu sinni komin með lyklavöldin. „Við erum að sjálfsögðu öll af vilja gerð,“ segir Erna, sem var heldur ekki tilbúin til að tjá sig um framtíð Spaugstofunnar sem hefur legið í lausu lofti. Þegar Erna er spurð hvort áhorfendur eigi von á byltingu á dagskrá RÚV segist hún vissulega hafa myndað sér skoðun á því hvernig hlutirnir eigi að vera. Það séu hins vegar nýir tímar og fólk verði að velta hverri einustu krónu fyrir sér nokkrum sinnum. „Auðvitað viljum við vera með meira af íslensku efni, við höfum verið með mikið af heimildarmyndum en ekki eins mikið af leiknu efni og við höfum viljað,“ segir Erna. „En þetta snýst auðvitað allt um það hverju við höfum efni á.“ - fgg
Lífið Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira