Varnir á netinu Ólafur Stephensen skrifar 1. nóvember 2010 06:00 Fréttablaðið hefur undanfarna tíu daga fjallað um varnarleysi Íslands gagnvart tölvuárásum. Slíkar árásir eru taldar vaxandi ógn við öryggi ríkja og geta verið af margvíslegum toga. Tölvuþrjótar geta reynt að ráðast á netkerfi einstakra fyrirtækja eða jafnvel heilu ríkjanna og hefur glæpastarfsemi á netinu vaxið gríðarlega. Talið er að hryðjuverkamenn geti valdið miklum skaða í netkerfum og er rökstuddur grunur um að þjóðríki séu byrjuð að beita netárásum sem vopni gegn óvinum. Þannig urðu netkerfi í Eistlandi fyrir alvarlegum árásum í kjölfar deilna við Rússland árið 2007 og Georgía varð fyrir heiftarlegum netárásum samhliða innrás Rússa í landið ári síðar. Vitað er að kínverski herinn hefur lagt mikið fé til þróunar nethernaðar. Netkerfi eru lífsnauðsynleg flestum þróuðum samfélögum. Truflun á netsamskiptum getur núorðið valdið gífurlegum usla, fjárhagstjóni og jafnvel slysum og dauðsföllum. Flest ríki leggja því vaxandi áherzlu á netvarnir. Varnir gegn tölvuárásum af margvíslegum toga eru þannig orðnar talsverður þáttur í starfi Atlantshafsbandalagsins (NATO). Eistum hefur verið falin forysta á því sviði innan bandalagsins, enda eru þeir reynslunni ríkari. Undirbúningur netvarna var hafinn hér á landi bæði á vegum Póst- og fjarskiptastofnunar og Varnarmálastofnunar en stöðvaðist vegna fjárskorts, eins og Fréttablaðið hefur fjallað um. Póst- og fjarskiptastofnun hefur árum saman mælzt til þess að sérstöku viðbragðsteymi gegn netárásum yrði komið á fót hér á landi. Undir það hefur verið tekið í samþykktum Alþingis og var hópur sem vann hættumat fyrir Ísland á vegum utanríkisráðuneytisins sama sinnis. Lítið hefur hins vegar gerzt í málinu fyrr en í síðustu viku, eftir að Fréttablaðið fjallaði um það. Að tillögu Ögmundar Jónassonar, dóms- og mannréttindamálaráðherra og samgönguráðherra, hefur ríkisstjórnin nú samþykkt að koma á fót öryggis- og viðbragðsteymi til að vinna gegn og bregðast við netárásum. Gert er ráð fyrir að á vegum Póst- og fjarskiptastofnunar verði tveir til þrír sérfræðingar í fullu starfi við þetta verkefni. Þetta eru skjót viðbrögð hjá Ögmundi, en verkefnið er líka þess efnis að því verður að sinna. Kostnaðurinn við varnirnar er miklu minni en það tjón sem getur orðið ef Ísland er óviðbúið tölvuárás. „Það er farið að skilgreina öryggi í netheimum sem grundvallarþátt í öryggi samfélaga. Þetta er eiginlega sjálfsagður hlutur að reyna að hafa í lagi, eftir því sem frekast er kostur," sagði Ögmundur í samtali við Fréttablaðið á laugardag. Það er rétt hjá Ögmundi og jákvætt hvað ráðherrann er orðinn áhugasamur um landvarnir - að minnsta kosti á netinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Sjá meira
Fréttablaðið hefur undanfarna tíu daga fjallað um varnarleysi Íslands gagnvart tölvuárásum. Slíkar árásir eru taldar vaxandi ógn við öryggi ríkja og geta verið af margvíslegum toga. Tölvuþrjótar geta reynt að ráðast á netkerfi einstakra fyrirtækja eða jafnvel heilu ríkjanna og hefur glæpastarfsemi á netinu vaxið gríðarlega. Talið er að hryðjuverkamenn geti valdið miklum skaða í netkerfum og er rökstuddur grunur um að þjóðríki séu byrjuð að beita netárásum sem vopni gegn óvinum. Þannig urðu netkerfi í Eistlandi fyrir alvarlegum árásum í kjölfar deilna við Rússland árið 2007 og Georgía varð fyrir heiftarlegum netárásum samhliða innrás Rússa í landið ári síðar. Vitað er að kínverski herinn hefur lagt mikið fé til þróunar nethernaðar. Netkerfi eru lífsnauðsynleg flestum þróuðum samfélögum. Truflun á netsamskiptum getur núorðið valdið gífurlegum usla, fjárhagstjóni og jafnvel slysum og dauðsföllum. Flest ríki leggja því vaxandi áherzlu á netvarnir. Varnir gegn tölvuárásum af margvíslegum toga eru þannig orðnar talsverður þáttur í starfi Atlantshafsbandalagsins (NATO). Eistum hefur verið falin forysta á því sviði innan bandalagsins, enda eru þeir reynslunni ríkari. Undirbúningur netvarna var hafinn hér á landi bæði á vegum Póst- og fjarskiptastofnunar og Varnarmálastofnunar en stöðvaðist vegna fjárskorts, eins og Fréttablaðið hefur fjallað um. Póst- og fjarskiptastofnun hefur árum saman mælzt til þess að sérstöku viðbragðsteymi gegn netárásum yrði komið á fót hér á landi. Undir það hefur verið tekið í samþykktum Alþingis og var hópur sem vann hættumat fyrir Ísland á vegum utanríkisráðuneytisins sama sinnis. Lítið hefur hins vegar gerzt í málinu fyrr en í síðustu viku, eftir að Fréttablaðið fjallaði um það. Að tillögu Ögmundar Jónassonar, dóms- og mannréttindamálaráðherra og samgönguráðherra, hefur ríkisstjórnin nú samþykkt að koma á fót öryggis- og viðbragðsteymi til að vinna gegn og bregðast við netárásum. Gert er ráð fyrir að á vegum Póst- og fjarskiptastofnunar verði tveir til þrír sérfræðingar í fullu starfi við þetta verkefni. Þetta eru skjót viðbrögð hjá Ögmundi, en verkefnið er líka þess efnis að því verður að sinna. Kostnaðurinn við varnirnar er miklu minni en það tjón sem getur orðið ef Ísland er óviðbúið tölvuárás. „Það er farið að skilgreina öryggi í netheimum sem grundvallarþátt í öryggi samfélaga. Þetta er eiginlega sjálfsagður hlutur að reyna að hafa í lagi, eftir því sem frekast er kostur," sagði Ögmundur í samtali við Fréttablaðið á laugardag. Það er rétt hjá Ögmundi og jákvætt hvað ráðherrann er orðinn áhugasamur um landvarnir - að minnsta kosti á netinu.
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun