Versta mót ferilsins hjá Tiger Henry Birgir Gunnarsson skrifar 9. ágúst 2010 22:00 Helgin var löng hjá Tiger Woods því hann hefur aldrei spilað lélegra golf síðan hann gerðist atvinnumaður í íþróttinni. Tiger tók þátt í Bridgestone-mótinu og endaði í 78. sæti af 80 keppendum. Hann lék lokahringinn á 77 höggum og endaði þar með á 18 höggum yfir pari. Þessi ömurlega spilamennska Tigers kom ekki síst á óvart fyrir þær sakir að hann hefur venjulega farið á kostum á þessu móti. Hann hafði fram að helginni unnið mótið sjö sinnum í níu tilraunum og aldrei endað neðar en í fimmta sæti. "Að enda á 18 yfir pari er ekkert sérstaklega skemmtilegt. Það er virkilega erfitt að kyngja þessu," sagði svekktur Tiger eftir mótið. Tiger lék alla hringina yfir pari sem hefur ekki gerst síðan 2003. "Ég var samt þolimóður en það skilaði mér ekki neinu," sagði Tiger en hvað þarf hann að bæta? Ég þarf að hitta boltann betur, ég þarf að vinna í stutta spilinu, ég þarf að pútta betur og ná betra skori," sagði Tiger réttilega enda er golf "einföld" íþrótt. Golf Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Helgin var löng hjá Tiger Woods því hann hefur aldrei spilað lélegra golf síðan hann gerðist atvinnumaður í íþróttinni. Tiger tók þátt í Bridgestone-mótinu og endaði í 78. sæti af 80 keppendum. Hann lék lokahringinn á 77 höggum og endaði þar með á 18 höggum yfir pari. Þessi ömurlega spilamennska Tigers kom ekki síst á óvart fyrir þær sakir að hann hefur venjulega farið á kostum á þessu móti. Hann hafði fram að helginni unnið mótið sjö sinnum í níu tilraunum og aldrei endað neðar en í fimmta sæti. "Að enda á 18 yfir pari er ekkert sérstaklega skemmtilegt. Það er virkilega erfitt að kyngja þessu," sagði svekktur Tiger eftir mótið. Tiger lék alla hringina yfir pari sem hefur ekki gerst síðan 2003. "Ég var samt þolimóður en það skilaði mér ekki neinu," sagði Tiger en hvað þarf hann að bæta? Ég þarf að hitta boltann betur, ég þarf að vinna í stutta spilinu, ég þarf að pútta betur og ná betra skori," sagði Tiger réttilega enda er golf "einföld" íþrótt.
Golf Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira