Athugasemd vegna frétta af fangaflugi Kristrún Heimisdóttir skrifar 7. desember 2010 11:32 Aðgerðir utanríkisráðuneytisins gegn fangaflugi hófust í júní 2007, strax eftir komu nýs ráðherra en formaður VG lagði fyrirspurn um fangaflugið fram á Alþingi fimm mánuðum síðar eða í nóvember 2007. Aðgerðir ráðuneytisins höfðu þannig ekkert með málflutning VG að gera eins og sést vel á samtímaheimildum um þingumræður. Tilefni aðgerðanna var fylgiskjal 3 með nýrri skýrslu um leynilega frelsissviptingu og ólögmæta flutninga fanga sem kom út 8. júní á vettvangi Evrópuráðsins og kennd var við svissneska þingmanninn Dick Marty. Hvorki þingmenn né fjölmiðlar hér á landi veittu fylgiskjalinu athygli. Utanríkisráðherra setti starfshóp ráðuneytisins til verka við að skoða hvort loftför sem sönnunargagnasafn Evrópuráðsins tók til hefðu komið við hér á landi og í framhaldinu var skipaður samráðshópur utanríkis-, dómsmála- og samgönguráðueytis sem með hliðsjón m.a. af tilmælum Evrópuráðsins og Amnesty International lagði línur um leit í öllum flugvélum sem kæmu hingað til lands framvegis. Var samstarfið við flugmálstjórnir,flugstoðir, tollstjóraembætti, lögregluna og önnur stjórnvöld mjög gott og allir samtaka um aðgerðir. Þannig yrðu lendingar fangaflugvéla hér á landi fyrirbyggðar til framtíðar. Skýrsla um meint fangaflug var gerð opinber í nóvember 2007 og fjallaði Kastljós t.d. ítarlega um hana. Í nóvember 2008 reyndi skyndilega á leitina í flugvélum þegar Sjónvarpið flutti fyrstu frétt af fangaflugvél á Reykjavíkurflugvelli. Í ljós kom að leitað hafði verið í vélinni eins og ráð var fyrir gert og staðfest að ekki var um fangaflug að ræða. Síðar sama vetur gerði danska sjónvarpið sér sérstaka ferð hingað til lands til að gera frétt um aðgerðir íslenskra stjórnvalda. Í fréttaþættinum 21 Söndag voru þær teknar sem fordæmi fyrir dönsku ríkisstjórnina sem þá lá undir ámæli. Við munum sennilega ekki vita með óyggjandi hætti hvort ólögmætt fangaflug fór um Ísland á tímabilinu fyrr en Bandaríkjastjórn og leyniþjónusta hennar kjósa að láta það uppi eða einhver ákveður að leka óyggjandi heimildum þar um - og tekst það. Aðgerðir Íslands gerðu það hins vegar miklum mun ólíklegra að Bandaríkjamenn reyndu að nota íslenska flugvelli í þessum tilgangi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein WikiLeaks Mest lesið Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Ábyrgð og tengslarof Gunnar Dan Wiium Skoðun Skoðun Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Sjá meira
Aðgerðir utanríkisráðuneytisins gegn fangaflugi hófust í júní 2007, strax eftir komu nýs ráðherra en formaður VG lagði fyrirspurn um fangaflugið fram á Alþingi fimm mánuðum síðar eða í nóvember 2007. Aðgerðir ráðuneytisins höfðu þannig ekkert með málflutning VG að gera eins og sést vel á samtímaheimildum um þingumræður. Tilefni aðgerðanna var fylgiskjal 3 með nýrri skýrslu um leynilega frelsissviptingu og ólögmæta flutninga fanga sem kom út 8. júní á vettvangi Evrópuráðsins og kennd var við svissneska þingmanninn Dick Marty. Hvorki þingmenn né fjölmiðlar hér á landi veittu fylgiskjalinu athygli. Utanríkisráðherra setti starfshóp ráðuneytisins til verka við að skoða hvort loftför sem sönnunargagnasafn Evrópuráðsins tók til hefðu komið við hér á landi og í framhaldinu var skipaður samráðshópur utanríkis-, dómsmála- og samgönguráðueytis sem með hliðsjón m.a. af tilmælum Evrópuráðsins og Amnesty International lagði línur um leit í öllum flugvélum sem kæmu hingað til lands framvegis. Var samstarfið við flugmálstjórnir,flugstoðir, tollstjóraembætti, lögregluna og önnur stjórnvöld mjög gott og allir samtaka um aðgerðir. Þannig yrðu lendingar fangaflugvéla hér á landi fyrirbyggðar til framtíðar. Skýrsla um meint fangaflug var gerð opinber í nóvember 2007 og fjallaði Kastljós t.d. ítarlega um hana. Í nóvember 2008 reyndi skyndilega á leitina í flugvélum þegar Sjónvarpið flutti fyrstu frétt af fangaflugvél á Reykjavíkurflugvelli. Í ljós kom að leitað hafði verið í vélinni eins og ráð var fyrir gert og staðfest að ekki var um fangaflug að ræða. Síðar sama vetur gerði danska sjónvarpið sér sérstaka ferð hingað til lands til að gera frétt um aðgerðir íslenskra stjórnvalda. Í fréttaþættinum 21 Söndag voru þær teknar sem fordæmi fyrir dönsku ríkisstjórnina sem þá lá undir ámæli. Við munum sennilega ekki vita með óyggjandi hætti hvort ólögmætt fangaflug fór um Ísland á tímabilinu fyrr en Bandaríkjastjórn og leyniþjónusta hennar kjósa að láta það uppi eða einhver ákveður að leka óyggjandi heimildum þar um - og tekst það. Aðgerðir Íslands gerðu það hins vegar miklum mun ólíklegra að Bandaríkjamenn reyndu að nota íslenska flugvelli í þessum tilgangi.
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar