Mikilvægt að keppa í nýjum löndum 15. október 2010 14:40 Allt ætti að vera klárt fyrir Formúlu 1 mótið í Suður Kóreu um næstu helgi, þrátt fyrir tafir við brautargerðina. Mynd: AP Images Ross Brawn, eigandi meistaraliðsins í Formúlu 1 í fyrra segir það áhugavert verkefni að takast á við nýja Formúlu 1 braut í Suður Kóreu um aðra helgi. Í gær var tilkynnt um mótshald í Rússlandi frá 2014 og Brawn telur mikilvægt að farið sé til nýrra landa með íþróttina, en keppt verður í Indlandi í fyrsta skipti á næsta ári. "Við erum ánægðir að heimsækja Kóreu í næstu viku og hlakkar til að reyna Formúlu 1 í nýju landi. Það er mikilvægt fyrir framtíð íþróttarinnar að við víkkum út sjóndeildarhringinn og fáum nýja áhorfendur. Við erum ánægðir að brautin verður tilbúinn eftir nokkra óvissu með það upp á síðkastið", sagði Brawn í fréttatilkynningu frá Mercedes um mótið. Hvorki keppnislið né ökumenn hafa prófað brautina, en Red Bull bíll fór þó brautina fyrir nokkru undir stjórn Indverjans Karun Chandook. Hann keppir þó ekki með liðinu, heldur Mark Webber og Sebastian Vettel. Brautin í Suður Kóreu fékk samþykki FIA í þessari viku, en nokkrar tafir hafa orðið við gerð hennar. Fróðlegt verður að fylgjast með gangi mála þar sem allir mæta jafnir til leiks á braut. "Við höfum undirbúið okkur fyrir brautina í bækistöð okkar í ökuhermi, þannig að við vitum við hverju má búast. Þetta verður áhugavert verkefni", sagði Brawn. Sjá brautarlýsingu frá Suður Kóreu. Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Ross Brawn, eigandi meistaraliðsins í Formúlu 1 í fyrra segir það áhugavert verkefni að takast á við nýja Formúlu 1 braut í Suður Kóreu um aðra helgi. Í gær var tilkynnt um mótshald í Rússlandi frá 2014 og Brawn telur mikilvægt að farið sé til nýrra landa með íþróttina, en keppt verður í Indlandi í fyrsta skipti á næsta ári. "Við erum ánægðir að heimsækja Kóreu í næstu viku og hlakkar til að reyna Formúlu 1 í nýju landi. Það er mikilvægt fyrir framtíð íþróttarinnar að við víkkum út sjóndeildarhringinn og fáum nýja áhorfendur. Við erum ánægðir að brautin verður tilbúinn eftir nokkra óvissu með það upp á síðkastið", sagði Brawn í fréttatilkynningu frá Mercedes um mótið. Hvorki keppnislið né ökumenn hafa prófað brautina, en Red Bull bíll fór þó brautina fyrir nokkru undir stjórn Indverjans Karun Chandook. Hann keppir þó ekki með liðinu, heldur Mark Webber og Sebastian Vettel. Brautin í Suður Kóreu fékk samþykki FIA í þessari viku, en nokkrar tafir hafa orðið við gerð hennar. Fróðlegt verður að fylgjast með gangi mála þar sem allir mæta jafnir til leiks á braut. "Við höfum undirbúið okkur fyrir brautina í bækistöð okkar í ökuhermi, þannig að við vitum við hverju má búast. Þetta verður áhugavert verkefni", sagði Brawn. Sjá brautarlýsingu frá Suður Kóreu.
Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira