Sigmundur Einar: Frábært að fá fugl á lokaholunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. júlí 2010 20:30 Sigmundur Einar Másson fagnar fuglinum sínum á 18. holunni í dag. Mynd/Stefán Sigmundur Einar Másson tryggði sér eins högg forskot fyrir lokadaginn á Íslandsmótinu í höggleik eftir spennandi þriðja hring í Kiðjaberginu í gær. Sigmundur Einar var einnig með forustu fyrir lokahringinn þegar hann varð Íslandsmeistari fyrir fjórum árum síðan. „Þetta var ótrúlega mikil spenna og það var reglulega gaman að spila í dag, aðstæður voru mjög góðar og vindurinn var ekki mikið að trufla. Þá skemmdi það ekki að það var fullt af áhorfendum sem fylgdu okkur eftir allan hringinn. Ég byrjaði vel, var kominn 3 undir eftir fimm holur en síðan var ég kominn einn yfir fyrir lokaholuna og það var því frábært að fá fugl á lokaholunni og spila hringinn á pari eins og hina tvo," sagði Sigmundur í viðtali á heimasíðu Golfkúbbs Kiðjabergs. „Ég verð með sama leikplan á morgun eins og alla hina þrjá hringina. Það er að halda boltanum á braut," sagði Sigmundur sem var líka með forustuna fyrir lokahringinn þegar hann varð Íslandsmeistari á Urriðavelli árið 2006 „Ég var með sex högga forystu fyrir lokahringinn á Urriðavelli og vann með átta högga mun. Þetta verður svolítið annað á morgun, mun meira spennandi og skemmtilegra," sagði Sigmundur í þessu viðtali á heimasíðu GKB. Golf Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Sigmundur Einar Másson tryggði sér eins högg forskot fyrir lokadaginn á Íslandsmótinu í höggleik eftir spennandi þriðja hring í Kiðjaberginu í gær. Sigmundur Einar var einnig með forustu fyrir lokahringinn þegar hann varð Íslandsmeistari fyrir fjórum árum síðan. „Þetta var ótrúlega mikil spenna og það var reglulega gaman að spila í dag, aðstæður voru mjög góðar og vindurinn var ekki mikið að trufla. Þá skemmdi það ekki að það var fullt af áhorfendum sem fylgdu okkur eftir allan hringinn. Ég byrjaði vel, var kominn 3 undir eftir fimm holur en síðan var ég kominn einn yfir fyrir lokaholuna og það var því frábært að fá fugl á lokaholunni og spila hringinn á pari eins og hina tvo," sagði Sigmundur í viðtali á heimasíðu Golfkúbbs Kiðjabergs. „Ég verð með sama leikplan á morgun eins og alla hina þrjá hringina. Það er að halda boltanum á braut," sagði Sigmundur sem var líka með forustuna fyrir lokahringinn þegar hann varð Íslandsmeistari á Urriðavelli árið 2006 „Ég var með sex högga forystu fyrir lokahringinn á Urriðavelli og vann með átta högga mun. Þetta verður svolítið annað á morgun, mun meira spennandi og skemmtilegra," sagði Sigmundur í þessu viðtali á heimasíðu GKB.
Golf Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira