Skipan ökumanna í riðla í kappakstursmóti meistaranna

Michael Schumacher og Sebastian Vettel geta bætt við öðrum gullverðlaunum í kappakstursmóti meistaranna, þegar þeir keppa í einstaklingskeppni milli sextán ökumanna á malbikaðri braut í Dusseldorf í Þýskalandi í dag. Þeir tryggðu Þýskalandi bikar þjóða í gær. Mótið fer fram á knattspyrnuleikvangi sem búið að er útbúa sem kappaksturs mótssvæði og er mótið í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport frá kl. 11.45 og fram eftir degi. Fyrst er riðlakeppni og svo keppa ökumenn í útsláttarkeppni, þar til einn verður eftir sem sigurvegari. Vinni annaðhvort Schumacher eða Vettel, verður annarhvor tvöfaldur sigurvegarai helgarinnar. Vettel mun aka Formúlu 1 meistarabíl sínum í sýningaratriði í dag. A riðill:
Sébastien LOEB, sjöfaldur heimsmeistari í rallakstri
Heikki KOVALAINEN, ökumaður Lotus í Formúlu 1
J eroen BLEEKEMOLEN, tvöfaldur sigurvegar í Porsche Super Cup
Bertrand BAGUETTE, meistari 2009 í Nissan World Series
B riðill:
Tom KRISTENSEN, áttfaldur meistari í Le Mans 24 hours
Andy PRIAULX, þrefaldur meistari í World Touring Car
Mick DOOHAN, fimmfaldur mótorhjólameistari (500c)
Travis PASTRANA, ellefaldur gullverðlaunahafi í X-Games
C riðill:
Sebastian VETTEL, heimsmeistari í Formúlu 1 2010
Carl EDWARDS, meistari í 2007 NASCAR Nationwide Series
Filipe ALBUQUERQUE, vann ROC Suður Evrópu 2010
Tanner FOUST, vann í rall og rallikrossi X-Games 2010
D riðill:
Michael SCHUMACHER, sjöfaldur meistari í Formúlu 1 Alain PROST, fjórfaldur meistari í Formúlu 1
Jason PLATO, tvöfaldur meistari í British Touring Car Alvaro PARENTE, vann ROC South Evrópu 2010