Alonso: Þurfum að vera klókir í tímatökum 14. maí 2010 17:38 Fernando Alonso hjá Ferrari er í öðru sæti í stigakeppni ökumanna á eftir Jenson Button. Mynd: Getty Images Spánverjinn Fernando Alonso hjá Ferrari náði besta tíma á báðum æfingum á fimmtudag fyrir Mónakó kappaksturinn um helgina. Á morgun verður þriðja æfing keppnisliða og svo tímatakan í hádeginu, hvorutveggja í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. "Það er ljóst að menn verða að hafa fullt sjálfstraust á svona braut og maður verður að finna sig um borð í bílnum, til að hámarka möguleika sína. Það er gott að byrja vel á æfingum til að þurfa ekki að leita að kraftaverki varðandi uppsetningu bílsins", sagði Alonso í frétt á autosport.com. "Við Massa vorum ánægður með æfingarnar, en við vitum báðir að það verður hart barist í tímatökunni. Það var þriðjungur úr sekúndu á milli toppmanna og það eru sjö eða átta bílar með góða möguleika. Við megum engin mistök gera og verður að vera fullkomnir á laugardag." "Við höfum bætt okkur frá því í Barcelona og vonandi erum við ekki lengur sekúndu á eftir Red Bull. Við höfum stundum verið sterkir á fyrstu æfingum sem og McLaren, en svo hafa Red Bull menn náð besta tímanum í tímatökum. Við verðum að vera klárir, annars lendum við í sjötta eða sjöunda sæti", sagði Alonso. Sjá brautarlýsingu frá Mónakó Mest lesið Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Körfubolti Spánverjar og Belgar skoruðu sex Fótbolti Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Sport Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Spánverjinn Fernando Alonso hjá Ferrari náði besta tíma á báðum æfingum á fimmtudag fyrir Mónakó kappaksturinn um helgina. Á morgun verður þriðja æfing keppnisliða og svo tímatakan í hádeginu, hvorutveggja í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. "Það er ljóst að menn verða að hafa fullt sjálfstraust á svona braut og maður verður að finna sig um borð í bílnum, til að hámarka möguleika sína. Það er gott að byrja vel á æfingum til að þurfa ekki að leita að kraftaverki varðandi uppsetningu bílsins", sagði Alonso í frétt á autosport.com. "Við Massa vorum ánægður með æfingarnar, en við vitum báðir að það verður hart barist í tímatökunni. Það var þriðjungur úr sekúndu á milli toppmanna og það eru sjö eða átta bílar með góða möguleika. Við megum engin mistök gera og verður að vera fullkomnir á laugardag." "Við höfum bætt okkur frá því í Barcelona og vonandi erum við ekki lengur sekúndu á eftir Red Bull. Við höfum stundum verið sterkir á fyrstu æfingum sem og McLaren, en svo hafa Red Bull menn náð besta tímanum í tímatökum. Við verðum að vera klárir, annars lendum við í sjötta eða sjöunda sæti", sagði Alonso. Sjá brautarlýsingu frá Mónakó
Mest lesið Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Körfubolti Spánverjar og Belgar skoruðu sex Fótbolti Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Sport Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira