Alþingi niðurlægt Hjörtur Hjartarson skrifar 21. september 2010 06:00 Alþingismanni ber að taka afstöðu til þess hvort ákæra eigi einhvern þeirra fjögurra ráðherra sem skýrsla níumannanefndar tiltekur. Afstöðu sína getur þingmaður aðeins byggt á því hvort hann telji að einstakir ráðherrar hafi gerst brotlegir við lög, þannig að meiri líkur en minni séu á að leiði til sakfellingar. Ekkert annað getur komið til álita í því sambandi, síst af öllu persónuleg kynni. Alþingi er vettvangur almannahagsmuna. Eftir að níumannanefndin skilaði skýrslu sinni komu fram raddir um að sú málsmeðferð sem landsdómur gerir ráð fyrir, og kveðið er á um í lögum og stjórnarskrá, sé brot á mannréttindum. Eru þær raddir trúverðugar? Sérdómstólar sem svipar til landsdóms finnast víða í vestrænum ríkjum, og er danski Rigsretten nærtækur til samanburðar. Engir þeirra sérfræðinga sem kallaðir voru fyrir níumannanefndina höfðu efasemdir um að landsdómur stæðist almenn mannréttindi. Sama er að segja um Sigurð Líndal lagaprófessor og Ásmund Helgason, fyrrverandi yfirlögfræðing Alþingis. Formaður nefndarinnar, Atli Gíslason, sagði á Alþingi: „Ég sem þingmaður og lögmaður og með langa reynslu í þessum málum hefði aldrei lagt upp með þessa þingsályktun varðandi ráðherraábyrgðina nema að ég teldi hana standast mannréttindi." Síðbúnar athugasemdir um að landsdómur standist ekki almenn mannréttindi eru í besta falli hæpnar. Á svo hæpnum forsendum er óréttlætanlegt að víkja til hliðar almennum lögum og stjórnarskrá. Væntanlega verður krafist frávísunar fyrir landsdómi með skírskotun til mannréttinda. Það er eina réttlætanlega leiðin að fara, verði fyrrum ráðherrar ákærðir. Að standa öðruvísi að málum væri hrein ögrun við almenning í landinu og stórslys. Það væri staðfesting á algerri undirgefni Alþingis gagnvart framkvæmdavaldinu. Með því væri Alþingi niðurlægt. Skömm íslenskra stjórnmálaflokka og stjórnmálamanna er mikil. Flokkarnir hafa, allir sem einn, þóst eiga Alþingi þjóðarinnar. Stjórnmálamenn hafa á síðari árum dregið nafn og virðingu þingsins ofan í svaðið þannig að þess finnast engin fordæmi frá því Alþingi var endurreist. Ætli þingmenn nú að víkja til hliðar bæði almennum lögum og stjórnarskrá, til þess að verja meint stjórnarskrárbrot fyrrum ráðherra, þá er komið nóg. Þá er tímabært að almenningur láti til sín taka og reki þetta lið af höndum sér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsdómur Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Alþingismanni ber að taka afstöðu til þess hvort ákæra eigi einhvern þeirra fjögurra ráðherra sem skýrsla níumannanefndar tiltekur. Afstöðu sína getur þingmaður aðeins byggt á því hvort hann telji að einstakir ráðherrar hafi gerst brotlegir við lög, þannig að meiri líkur en minni séu á að leiði til sakfellingar. Ekkert annað getur komið til álita í því sambandi, síst af öllu persónuleg kynni. Alþingi er vettvangur almannahagsmuna. Eftir að níumannanefndin skilaði skýrslu sinni komu fram raddir um að sú málsmeðferð sem landsdómur gerir ráð fyrir, og kveðið er á um í lögum og stjórnarskrá, sé brot á mannréttindum. Eru þær raddir trúverðugar? Sérdómstólar sem svipar til landsdóms finnast víða í vestrænum ríkjum, og er danski Rigsretten nærtækur til samanburðar. Engir þeirra sérfræðinga sem kallaðir voru fyrir níumannanefndina höfðu efasemdir um að landsdómur stæðist almenn mannréttindi. Sama er að segja um Sigurð Líndal lagaprófessor og Ásmund Helgason, fyrrverandi yfirlögfræðing Alþingis. Formaður nefndarinnar, Atli Gíslason, sagði á Alþingi: „Ég sem þingmaður og lögmaður og með langa reynslu í þessum málum hefði aldrei lagt upp með þessa þingsályktun varðandi ráðherraábyrgðina nema að ég teldi hana standast mannréttindi." Síðbúnar athugasemdir um að landsdómur standist ekki almenn mannréttindi eru í besta falli hæpnar. Á svo hæpnum forsendum er óréttlætanlegt að víkja til hliðar almennum lögum og stjórnarskrá. Væntanlega verður krafist frávísunar fyrir landsdómi með skírskotun til mannréttinda. Það er eina réttlætanlega leiðin að fara, verði fyrrum ráðherrar ákærðir. Að standa öðruvísi að málum væri hrein ögrun við almenning í landinu og stórslys. Það væri staðfesting á algerri undirgefni Alþingis gagnvart framkvæmdavaldinu. Með því væri Alþingi niðurlægt. Skömm íslenskra stjórnmálaflokka og stjórnmálamanna er mikil. Flokkarnir hafa, allir sem einn, þóst eiga Alþingi þjóðarinnar. Stjórnmálamenn hafa á síðari árum dregið nafn og virðingu þingsins ofan í svaðið þannig að þess finnast engin fordæmi frá því Alþingi var endurreist. Ætli þingmenn nú að víkja til hliðar bæði almennum lögum og stjórnarskrá, til þess að verja meint stjórnarskrárbrot fyrrum ráðherra, þá er komið nóg. Þá er tímabært að almenningur láti til sín taka og reki þetta lið af höndum sér.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun