Lega landsins mikilvæg í ferðaþjónustu Birkir Hólm Guðnason skrifar 6. janúar 2010 00:01 Starfsemi Icelandair á árinu 2009 hefur í öllum aðalatriðum gengið vel, og að í heild sé árið sömuleiðis nokkuð gott þegar litið er til ferðaþjónustu um landið allt. Það gengur auðvitað ekki allt upp alls staðar, en heilt yfir hefur gengið framar vonum, ekki síst þegar tekið er tillit til þess hvernig almennt árar í íslensku atvinnu- og viðskiptalífi. Þennan árangur má að nokkru þakka þeirri miklu uppstokkun sem gerð var hjá Icelandair á árinu 2008, en þá var dregið verulega saman í rekstri félagsins og komið á margvíslegum hagræðingaraðgerðum. Við hrun bankanna undir lok 2008 gjörbreyttust allar rekstrar- og markaðsaðstæður, en þá komu glöggt í ljós styrkleikar félagsins. LEGA LANDSINS NÝTTIcelandair byggir á þeirri viðskiptahugmynd að nýta Ísland, landið sjálft og legu þess í Norður-Atlantshafi á flugleiðinni milli Evrópu og Norður-Ameríku til þess að byggja upp leiðakerfi sem tengir saman þrjá ólíka markaði – ferðamannamarkaðinn til Íslands, ferðir Íslendinga til útlanda og flug milli meginlandanna með Keflavíkurflugvöll sem skiptivöll. Með þessum hætti hefur tekist að byggja upp mikla tíðni og miklu meiri flugþjónustu en íslenski heimamarkaðurinn með um 300 þúsund manns getur staðið undir. Þessi viðskiptahugmynd, og framkvæmd hennar, hefur svo sannarlega sýnt styrk sinn frá hruni bankanna, á meðan markaðurinn út úr Íslandi hefur minnkað þá hefur bæði ferðamannamarkaðurinn til Íslands og markaðurinn milli Evrópu og Norður-Ameríku aukist og gert okkur kleift að skila góðri rekstrarafkomu á árinu 2009. HAGKVÆMASTI STAÐURINNGengi gjaldmiðla bauð upp á tækifæri til þess að auka sölu til Íslands með arðbærum hætti og og á það hefur verið lögð höfuðáhersla á árinu. Árangurinn af því mikla átaki hefur verið mjög góður og við höfum séð verulega fjölgun ferðamanna til landsins í okkar flugi, eða 10 prósenta aukningu milli ára. UPP Á NÝEftir snarpan niðurskurð ætlum við að vaxa á ný. Á árinu gripum við tækifærið þegar SAS hætti Seattle-flugi og í sumar hóf Icelandair reglulegt heilsárs áætlunarflug þangað. Við höfum jafnframt horft til Noregs og erum að byggja upp flug til borganna sem eru í hvað mestri nálægð við okkur, Stavanger, Bergen og Þrándheim, og Brussel bætist við næsta sumar. Við stefnum á um 10 prósenta aukningu í starfseminni á árinu 2010 og verðum með tólf þotur í rekstri næsta sumar þegar mest verður. Við teljum aðstæður bjóða upp á tækifæri til vaxtar og ætlum okkur að fjölga ferðamönnum Icelandair til landsins um 20-25 þúsund og bæta um 5-7 milljörðum króna í erlendum gjaldeyri í þjóðarbúið. FERÐAÞJÓNUSTAN MIKILVÆGÉg verð mjög var við það í samtölum við jafnt almenning og stjórnmálamenn að nú er mjög að aukast skilningur á mikilvægi ferðaþjónustunnar í atvinnulífi landsins. Um allt land gerir fólk sér betur og betur grein fyrir því að það felast töluverðir tekju- og afkomumöguleikar í ferðaþjónustu. Ég ætla því að leyfa mér að vera bjartsýnn á framtíð ferðaþjónustunnar þegar til lengri tíma er litið og við hjá Icelandair erum staðráðin í því að leggja okkar af mörkum á árinu 2010. Höfundur er framkvæmdastjóri Icelandair. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Icelandair Mest lesið Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason Skoðun Skoðun Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Starfsemi Icelandair á árinu 2009 hefur í öllum aðalatriðum gengið vel, og að í heild sé árið sömuleiðis nokkuð gott þegar litið er til ferðaþjónustu um landið allt. Það gengur auðvitað ekki allt upp alls staðar, en heilt yfir hefur gengið framar vonum, ekki síst þegar tekið er tillit til þess hvernig almennt árar í íslensku atvinnu- og viðskiptalífi. Þennan árangur má að nokkru þakka þeirri miklu uppstokkun sem gerð var hjá Icelandair á árinu 2008, en þá var dregið verulega saman í rekstri félagsins og komið á margvíslegum hagræðingaraðgerðum. Við hrun bankanna undir lok 2008 gjörbreyttust allar rekstrar- og markaðsaðstæður, en þá komu glöggt í ljós styrkleikar félagsins. LEGA LANDSINS NÝTTIcelandair byggir á þeirri viðskiptahugmynd að nýta Ísland, landið sjálft og legu þess í Norður-Atlantshafi á flugleiðinni milli Evrópu og Norður-Ameríku til þess að byggja upp leiðakerfi sem tengir saman þrjá ólíka markaði – ferðamannamarkaðinn til Íslands, ferðir Íslendinga til útlanda og flug milli meginlandanna með Keflavíkurflugvöll sem skiptivöll. Með þessum hætti hefur tekist að byggja upp mikla tíðni og miklu meiri flugþjónustu en íslenski heimamarkaðurinn með um 300 þúsund manns getur staðið undir. Þessi viðskiptahugmynd, og framkvæmd hennar, hefur svo sannarlega sýnt styrk sinn frá hruni bankanna, á meðan markaðurinn út úr Íslandi hefur minnkað þá hefur bæði ferðamannamarkaðurinn til Íslands og markaðurinn milli Evrópu og Norður-Ameríku aukist og gert okkur kleift að skila góðri rekstrarafkomu á árinu 2009. HAGKVÆMASTI STAÐURINNGengi gjaldmiðla bauð upp á tækifæri til þess að auka sölu til Íslands með arðbærum hætti og og á það hefur verið lögð höfuðáhersla á árinu. Árangurinn af því mikla átaki hefur verið mjög góður og við höfum séð verulega fjölgun ferðamanna til landsins í okkar flugi, eða 10 prósenta aukningu milli ára. UPP Á NÝEftir snarpan niðurskurð ætlum við að vaxa á ný. Á árinu gripum við tækifærið þegar SAS hætti Seattle-flugi og í sumar hóf Icelandair reglulegt heilsárs áætlunarflug þangað. Við höfum jafnframt horft til Noregs og erum að byggja upp flug til borganna sem eru í hvað mestri nálægð við okkur, Stavanger, Bergen og Þrándheim, og Brussel bætist við næsta sumar. Við stefnum á um 10 prósenta aukningu í starfseminni á árinu 2010 og verðum með tólf þotur í rekstri næsta sumar þegar mest verður. Við teljum aðstæður bjóða upp á tækifæri til vaxtar og ætlum okkur að fjölga ferðamönnum Icelandair til landsins um 20-25 þúsund og bæta um 5-7 milljörðum króna í erlendum gjaldeyri í þjóðarbúið. FERÐAÞJÓNUSTAN MIKILVÆGÉg verð mjög var við það í samtölum við jafnt almenning og stjórnmálamenn að nú er mjög að aukast skilningur á mikilvægi ferðaþjónustunnar í atvinnulífi landsins. Um allt land gerir fólk sér betur og betur grein fyrir því að það felast töluverðir tekju- og afkomumöguleikar í ferðaþjónustu. Ég ætla því að leyfa mér að vera bjartsýnn á framtíð ferðaþjónustunnar þegar til lengri tíma er litið og við hjá Icelandair erum staðráðin í því að leggja okkar af mörkum á árinu 2010. Höfundur er framkvæmdastjóri Icelandair.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar