Hvers vegna aðild að ESB nú? 24. júní 2010 06:00 Ákvörðun leiðtogafundar ESB um að hefja aðildarviðræður við Ísland er fagnaðarefni. Margir spyrja: Hvers vegna á að hefja aðildarviðræður nú? Eru ekki önnur mál brýnni? Svarið er einfalt. Við erum að súpa seyðið af vondum stjórnarháttum Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks árum saman. Stjórnvöld höguðu málum svo að frelsi í fjármagnsflutningum var unnt að misnota af skammsýnum bankamönnum. Vildarvinum voru afhentir bankar og þess gætt að eftirlit uppfyllti einungis lágmarkskröfur. Markmiðið var sem fyrr að hlaða undir hina fáu á kostnað hinna mörgu. Ef Ísland hefði verið í ESB hefði verið erfiðara að skrifa og leika þetta ömurlega leikrit. Aðhald nágrannaríkja hefði fyrr krafið íslensk stjórnvöld reikningsskila. Aðild að stærra gjaldmiðilssvæði hefði tryggt stöðugri efnahag og þvingað óábyrgar ríkisstjórnir til að halda aftur af innistæðulausum skattalækkunum sem hafa valdið okkur öllum tjóni. Lægra vaxtastig samfara aðild hefði auðveldað hátæknifyrirtækjum atvinnurekstur og uppbyggingu starfa hér á landi. Við höfum náð miklum árangri í hreinsunarstarfi eftir vitleysishagstjórnartímann. Við erum að ná tökum á ríkisútgjöldum með aðhaldsaðgerðum og aukum um leið tekjuöflun til að standa undir nauðsynlegri velferðarþjónustu. Árangurinn mun koma hratt í ljós, með hagvexti strax á næsta ári. Ef við höldum sjó bendir flest til að þá verði Ísland í betri stöðu en flest önnur ríki í okkar heimshluta. En sá árangur verður skammvinnur ef við leggjum ekki grunn að stöðugra efnahagsumhverfi til lengri tíma með lágum vöxtum og traustum lífskjörum. Við vitum af reynslunni til hvers krónan leiðir. Við þurfum ekki aftur að upplifa að skuldir okkar tvöfaldist vegna gengishruns. Við þurfum ekki að láta börnin okkar upplifa að missa tök á fjármálum sínum vegna óðaverðbólgu - rétt eins og kynslóðirnar á undan. Við þurfum ekki aftur að upplifa nærri 20% stýrivexti árum saman, sem þvinguðu fólk til áhættusamrar lántöku í erlendum gjaldmiðli. Við þurfum ekki aftur að upplifa að sjá vaxtabrodda atvinnulífsins flytja stóran hluta starfsemi sinnar úr landi til að lifa af. Þess vegna þurfum við traustan grunn. Aðild að ESB er eina leiðin til að snúa baki við stöðugum óstöðugleika íslensku krónunnar og kveðja svartnætti okurvaxta og verðtryggingar. Þess vegna má aðildarumsóknin ekki bíða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Skoðun Mest lesið Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Halldór 01.11.25 Halldór Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Ákvörðun leiðtogafundar ESB um að hefja aðildarviðræður við Ísland er fagnaðarefni. Margir spyrja: Hvers vegna á að hefja aðildarviðræður nú? Eru ekki önnur mál brýnni? Svarið er einfalt. Við erum að súpa seyðið af vondum stjórnarháttum Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks árum saman. Stjórnvöld höguðu málum svo að frelsi í fjármagnsflutningum var unnt að misnota af skammsýnum bankamönnum. Vildarvinum voru afhentir bankar og þess gætt að eftirlit uppfyllti einungis lágmarkskröfur. Markmiðið var sem fyrr að hlaða undir hina fáu á kostnað hinna mörgu. Ef Ísland hefði verið í ESB hefði verið erfiðara að skrifa og leika þetta ömurlega leikrit. Aðhald nágrannaríkja hefði fyrr krafið íslensk stjórnvöld reikningsskila. Aðild að stærra gjaldmiðilssvæði hefði tryggt stöðugri efnahag og þvingað óábyrgar ríkisstjórnir til að halda aftur af innistæðulausum skattalækkunum sem hafa valdið okkur öllum tjóni. Lægra vaxtastig samfara aðild hefði auðveldað hátæknifyrirtækjum atvinnurekstur og uppbyggingu starfa hér á landi. Við höfum náð miklum árangri í hreinsunarstarfi eftir vitleysishagstjórnartímann. Við erum að ná tökum á ríkisútgjöldum með aðhaldsaðgerðum og aukum um leið tekjuöflun til að standa undir nauðsynlegri velferðarþjónustu. Árangurinn mun koma hratt í ljós, með hagvexti strax á næsta ári. Ef við höldum sjó bendir flest til að þá verði Ísland í betri stöðu en flest önnur ríki í okkar heimshluta. En sá árangur verður skammvinnur ef við leggjum ekki grunn að stöðugra efnahagsumhverfi til lengri tíma með lágum vöxtum og traustum lífskjörum. Við vitum af reynslunni til hvers krónan leiðir. Við þurfum ekki aftur að upplifa að skuldir okkar tvöfaldist vegna gengishruns. Við þurfum ekki að láta börnin okkar upplifa að missa tök á fjármálum sínum vegna óðaverðbólgu - rétt eins og kynslóðirnar á undan. Við þurfum ekki aftur að upplifa nærri 20% stýrivexti árum saman, sem þvinguðu fólk til áhættusamrar lántöku í erlendum gjaldmiðli. Við þurfum ekki aftur að upplifa að sjá vaxtabrodda atvinnulífsins flytja stóran hluta starfsemi sinnar úr landi til að lifa af. Þess vegna þurfum við traustan grunn. Aðild að ESB er eina leiðin til að snúa baki við stöðugum óstöðugleika íslensku krónunnar og kveðja svartnætti okurvaxta og verðtryggingar. Þess vegna má aðildarumsóknin ekki bíða.
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun