Schumacher fylgjandi nýjum mótssvæðum 18. október 2010 15:29 Nico Rosberg og Michael Schumacher börðust af kappi innbyrðis í síðustu keppni. Mynd: Getty Images Michael Schumacher og Nico Rosberg mæta á nýtt Formúlu 1 mótssvæði í Suður Kóreu í vikunni fyrir hönd Mercedes og keppa á nýrri braut sem þeir hafa ekki séð áður, fremur en aðrir ökumenn. Allir munu því standa jafnfætis á fyrstu æfingum á föstudaginn. "Loksins förum við á braut sem er ný fyrir mér og ný fyrir alla ökumenn. Það verður áhugavert að heimsækja Kóreu og jafnvel þó brautin sé rétt tilbúinn í tæka tíð, þá er ég viss um að allt verður í lagi", sagði Schumacher í tilkynningu frá Mercedes. "Ég er mjög fylgjandi nýjum brautum og þetta er kostur fyrir alla sem stunda íþróttina. Það ætti ekki að reynast erfitt að læra á brautina og við erum vanir að aðlagast nýjum aðstæðum. Það gekk nokkuð vel í Japan og vonandi getum við tekið framfaraskref og gert góða hluti í Kóreu", ,sagði Schumacher sem náði sjötta sæti í mótinu á Suzuka brautinni í Japan á dögunum, eftir harðan slag við Rosberg. Rosberg missti bíl sinn útaf þegar eitthvað bilaði í bíl hans. "Það verður spennandi verkefni að keppa á nýju brautinni í Kóreu. Hún lítur vel út á myndum og ég vona að malbikið gefi sig ekki, þar sem það er nýbúið að malbika. Það er alltaf áhugavert að læra á nýjar brautir og ég er fljótur að ná upp hraða. Hlakka því til helgarinnar", sagði Rosberg. Mest lesið Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Handbolti Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti Sjáðu Albert skora gegn Juventus Fótbolti Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg Íslenski boltinn Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Enski boltinn Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Enski boltinn Fleiri fréttir Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Michael Schumacher og Nico Rosberg mæta á nýtt Formúlu 1 mótssvæði í Suður Kóreu í vikunni fyrir hönd Mercedes og keppa á nýrri braut sem þeir hafa ekki séð áður, fremur en aðrir ökumenn. Allir munu því standa jafnfætis á fyrstu æfingum á föstudaginn. "Loksins förum við á braut sem er ný fyrir mér og ný fyrir alla ökumenn. Það verður áhugavert að heimsækja Kóreu og jafnvel þó brautin sé rétt tilbúinn í tæka tíð, þá er ég viss um að allt verður í lagi", sagði Schumacher í tilkynningu frá Mercedes. "Ég er mjög fylgjandi nýjum brautum og þetta er kostur fyrir alla sem stunda íþróttina. Það ætti ekki að reynast erfitt að læra á brautina og við erum vanir að aðlagast nýjum aðstæðum. Það gekk nokkuð vel í Japan og vonandi getum við tekið framfaraskref og gert góða hluti í Kóreu", ,sagði Schumacher sem náði sjötta sæti í mótinu á Suzuka brautinni í Japan á dögunum, eftir harðan slag við Rosberg. Rosberg missti bíl sinn útaf þegar eitthvað bilaði í bíl hans. "Það verður spennandi verkefni að keppa á nýju brautinni í Kóreu. Hún lítur vel út á myndum og ég vona að malbikið gefi sig ekki, þar sem það er nýbúið að malbika. Það er alltaf áhugavert að læra á nýjar brautir og ég er fljótur að ná upp hraða. Hlakka því til helgarinnar", sagði Rosberg.
Mest lesið Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Handbolti Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti Sjáðu Albert skora gegn Juventus Fótbolti Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg Íslenski boltinn Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Enski boltinn Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Enski boltinn Fleiri fréttir Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira