Webber: Trúi að ég geti unnið titilinn 27. október 2010 14:29 Mark Webber var trúlega ekkert sérlega glaður eftir að hafa misst bíl sínn útaf í Suður Kóreu og var eltur af sjónvarpstökumönnum. Mynd: Getty Images/Ker Robertson Mark Webber á Red Bull var efstur í stigamóti Formúlu 1 ökumanna fyrir kappaksturinn í Suður Kóreu á sunnudag, en er núna 11 stigum á eftir Fernando Alonso á Ferrari. Webber féll úr leik eftir akstursmistök þegar hann var í öðru sæti í kappakstrinum og tapaði af dýrmætum stigum í stigakeppni ökumanna. Webber var á eftir Sebastian Vettel á Red Bull þegar óhappið varð, en Vettel varð að hætta síðar í mótinu þegar vélin bilaði í bíl hans og Alonso tók við forystuhlutverkinu og kom fyrstur í mark á undan Lewis Hamilton á McLaren. Þessir kappar eiga allir möguleika á meistaratitlinum, þegar tveimur mótum er ólokið ásamt Jenson Button á McLaren. Webber ræddi um mótið í Suður Kóreu á vefsíðu sinni og hyggst ekkert láta deigan síga þrátt fyrir áfall á sunnudaginn. "Það voru mjög mikil vonbrigði að ljúka ekki keppni. Aðstæður voru hrikalegar vegna rigningarinnar og ég lenti í árekstri eftir beygju tólf. Ég missti afturendann út á kanti og þetta voru 100% mín mistök. Það eina sem ég get gert er að horfa til næsta móts", sagði Webber í umsögn sinni. Rigning tafði mótshaldið í Suður Kóreu verulega og þrátt fyrir óhappið naut Webber þess að keyra á nýju brautinni. "Þetta var skemmtileg braut að aka. Það voru langir beinir kaflar á fyrsta tímatökusvæðinu, á því öðru voru líflegir beygjukaflar og krappar beygjur á þriðja tímatökusvæðinu. Þá var þetta tæknilega krefjandi þar sem við vourm ekki með hámarksniðurtog útaf beinu köflunum." Mark lauk keppni í 19 hring af 55. Í raun í fyrsta hring eftir að keppnina var ræst almennilega af stað, eftir að keppendur höfðu ekið á eftir öryggisbílnum. "Þetta var óvenjuleg keppni og minnkaði muninn á milli manna í stigakeppninni. En ég trúi því að ég geti unnið titilinn. Bíllinn er frábær og ég mun njóta mín í næstu tveimur mótum, í Brasilíu og Abu Dhabi. Það að keppa við gæja sem eru í sama gæðaflokki og Fernando (Alonso) er gefandi og að vinna þá er það sem keppni á þessu stigi snýst um", sagði Webber. Webber vann mótið í Brasilíu í fyrra sem er næst á dagskrá og verður um aðra helgi. Síðasta mótið verður í Abu Dhabi. Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Mark Webber á Red Bull var efstur í stigamóti Formúlu 1 ökumanna fyrir kappaksturinn í Suður Kóreu á sunnudag, en er núna 11 stigum á eftir Fernando Alonso á Ferrari. Webber féll úr leik eftir akstursmistök þegar hann var í öðru sæti í kappakstrinum og tapaði af dýrmætum stigum í stigakeppni ökumanna. Webber var á eftir Sebastian Vettel á Red Bull þegar óhappið varð, en Vettel varð að hætta síðar í mótinu þegar vélin bilaði í bíl hans og Alonso tók við forystuhlutverkinu og kom fyrstur í mark á undan Lewis Hamilton á McLaren. Þessir kappar eiga allir möguleika á meistaratitlinum, þegar tveimur mótum er ólokið ásamt Jenson Button á McLaren. Webber ræddi um mótið í Suður Kóreu á vefsíðu sinni og hyggst ekkert láta deigan síga þrátt fyrir áfall á sunnudaginn. "Það voru mjög mikil vonbrigði að ljúka ekki keppni. Aðstæður voru hrikalegar vegna rigningarinnar og ég lenti í árekstri eftir beygju tólf. Ég missti afturendann út á kanti og þetta voru 100% mín mistök. Það eina sem ég get gert er að horfa til næsta móts", sagði Webber í umsögn sinni. Rigning tafði mótshaldið í Suður Kóreu verulega og þrátt fyrir óhappið naut Webber þess að keyra á nýju brautinni. "Þetta var skemmtileg braut að aka. Það voru langir beinir kaflar á fyrsta tímatökusvæðinu, á því öðru voru líflegir beygjukaflar og krappar beygjur á þriðja tímatökusvæðinu. Þá var þetta tæknilega krefjandi þar sem við vourm ekki með hámarksniðurtog útaf beinu köflunum." Mark lauk keppni í 19 hring af 55. Í raun í fyrsta hring eftir að keppnina var ræst almennilega af stað, eftir að keppendur höfðu ekið á eftir öryggisbílnum. "Þetta var óvenjuleg keppni og minnkaði muninn á milli manna í stigakeppninni. En ég trúi því að ég geti unnið titilinn. Bíllinn er frábær og ég mun njóta mín í næstu tveimur mótum, í Brasilíu og Abu Dhabi. Það að keppa við gæja sem eru í sama gæðaflokki og Fernando (Alonso) er gefandi og að vinna þá er það sem keppni á þessu stigi snýst um", sagði Webber. Webber vann mótið í Brasilíu í fyrra sem er næst á dagskrá og verður um aðra helgi. Síðasta mótið verður í Abu Dhabi.
Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira