Kosið um álver og stjórnlagaþing? 5. október 2010 06:00 Aukin framleiðsluaukning og nýjar fjárfestingar álversins í Straumsvík hafa nýlega verið kynntar og er sannarlega um að ræða góðar fréttir fyrir íslenskt atvinnu- og efnahagslíf. Rúmlega 600 ný störf verða til á framkvæmdatímanum; einkum fyrir iðnaðarmenn, verkfræðinga, tæknifræðinga og verkafólk. Heildarfjárfesting álversins nemur um 55 milljörðum króna. Þessar staðreyndir munu hafa mikil áhrif og verða dýrmæt innspýting í íslenskt samfélag, ekki síst nú þegar uppbygging í atvinnulífinu er grundvallarforsenda þess að efnhagslífið rétti úr kútnum. Forsvarsmenn álversins segja þessi nýju verkefni og raforkusamninga styrkja álverið og treysta starfsemi þess til framtíðar. Þeir sem fara með stjórnartaumana í landinu um þessar mundir hafa nú ekki beinlínis skapað bestu aðstæður til atvinnuuppbyggingar eða gert fyrirtækjum í samkeppni auðveldara fyrir að halda velli eða dafna í því árferði sem nú er. Rétt eins og fyrir þremur árum þegar meirihluti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði setti fótinn fyrir stækkunaráform og atvinnuuppbyggingu álversins í Straumsvík með því að skipta um kúrs í miðjum undirbúningi stækkunarinnar og boða til íbúakosningar þar um. Ekki fyrsta dæmið um hin svokölluðu „klækjastjórnmál" Samfylkingarinnar. Það skyldi gert í ljósi mikillar lýðræðisástar bæjaryfirvalda og samþykkta Hafnarfjarðarkaupstaðar sem gerðu ráð fyrir því að íbúar gætu kosið um mikilvæg málefni bæjarfélagsins. Við þekkjum niðurstöðuna úr þeim kosningum, þar sem mjótt var á mununum, en í samþykktum Hafnarfjarðar var einnig gert ráð fyrir að bæjarbúar gætu sjálfir farið fram á íbúakosningu ef tilskilinn fjöldi íbúa væri þar að baki. Fyrir nokkrum mánuðum bárust bæjaryfirvöldum undirskriftarlistar þúsunda bæjarbúa þar sem farið var fram á að íbúakosningin yrði endurtekin. Skemmst er frá því að segja að undirskriftirnar eru enn á borði bæjarstjóra. Lýðræðinu sem íbúum Hafnarfjarðar er boðið uppá í samþykktum og hátíðarræðum, hefur ekki verið fullnægt. Nú standa kosningar til stjórnlagaþings fyrir dyrum í sveitarfélögum landsins. Við sjálfstæðismenn í bæjarstjórn Hafnarfjarðar höfum lagt til að íbúakosning um deiliskipulag við Straumsvík fari fram um leið. Þar með yrði kröfum þúsunda bæjarbúa svarað og málið afgreitt af hálfu bæjarins. Það verður fróðlegt að fylgjast með hvort meirihlutinn hafi kjark til að samþykkja tillögu okkar sjálfstæðismanna og verða við lýðræðisóskum bæjarbúa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rósa Guðbjartsdóttir Mest lesið Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Aukin framleiðsluaukning og nýjar fjárfestingar álversins í Straumsvík hafa nýlega verið kynntar og er sannarlega um að ræða góðar fréttir fyrir íslenskt atvinnu- og efnahagslíf. Rúmlega 600 ný störf verða til á framkvæmdatímanum; einkum fyrir iðnaðarmenn, verkfræðinga, tæknifræðinga og verkafólk. Heildarfjárfesting álversins nemur um 55 milljörðum króna. Þessar staðreyndir munu hafa mikil áhrif og verða dýrmæt innspýting í íslenskt samfélag, ekki síst nú þegar uppbygging í atvinnulífinu er grundvallarforsenda þess að efnhagslífið rétti úr kútnum. Forsvarsmenn álversins segja þessi nýju verkefni og raforkusamninga styrkja álverið og treysta starfsemi þess til framtíðar. Þeir sem fara með stjórnartaumana í landinu um þessar mundir hafa nú ekki beinlínis skapað bestu aðstæður til atvinnuuppbyggingar eða gert fyrirtækjum í samkeppni auðveldara fyrir að halda velli eða dafna í því árferði sem nú er. Rétt eins og fyrir þremur árum þegar meirihluti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði setti fótinn fyrir stækkunaráform og atvinnuuppbyggingu álversins í Straumsvík með því að skipta um kúrs í miðjum undirbúningi stækkunarinnar og boða til íbúakosningar þar um. Ekki fyrsta dæmið um hin svokölluðu „klækjastjórnmál" Samfylkingarinnar. Það skyldi gert í ljósi mikillar lýðræðisástar bæjaryfirvalda og samþykkta Hafnarfjarðarkaupstaðar sem gerðu ráð fyrir því að íbúar gætu kosið um mikilvæg málefni bæjarfélagsins. Við þekkjum niðurstöðuna úr þeim kosningum, þar sem mjótt var á mununum, en í samþykktum Hafnarfjarðar var einnig gert ráð fyrir að bæjarbúar gætu sjálfir farið fram á íbúakosningu ef tilskilinn fjöldi íbúa væri þar að baki. Fyrir nokkrum mánuðum bárust bæjaryfirvöldum undirskriftarlistar þúsunda bæjarbúa þar sem farið var fram á að íbúakosningin yrði endurtekin. Skemmst er frá því að segja að undirskriftirnar eru enn á borði bæjarstjóra. Lýðræðinu sem íbúum Hafnarfjarðar er boðið uppá í samþykktum og hátíðarræðum, hefur ekki verið fullnægt. Nú standa kosningar til stjórnlagaþings fyrir dyrum í sveitarfélögum landsins. Við sjálfstæðismenn í bæjarstjórn Hafnarfjarðar höfum lagt til að íbúakosning um deiliskipulag við Straumsvík fari fram um leið. Þar með yrði kröfum þúsunda bæjarbúa svarað og málið afgreitt af hálfu bæjarins. Það verður fróðlegt að fylgjast með hvort meirihlutinn hafi kjark til að samþykkja tillögu okkar sjálfstæðismanna og verða við lýðræðisóskum bæjarbúa.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun