Þingmannanefndin féll á prófinu Helga Vala Helgadóttir skrifar 13. september 2010 06:00 Þingmannanefnd Alþingis kolféll á prófinu. Nefndin er þríklofin. Klofningurinn fer algjörlega í einu og öllu eftir flokkspólitískum línum. Vinstri græn, Framsókn og Hreyfing vilja draga fjóra fyrrum ráðherra fyrir Landsdóminn. Báðir þingmenn Samfylkingar vilja undanskilja fyrrum bankamálaráðherrann, Björgvin G. Sigurðsson og þriðji klofningurinn, sem inniheldur báða fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í nefndinni, komst sameiginlega að þeirri niðurstöðu að engan fyrrum ráðherra skuli sækja til saka. Það er einstaklega ótrúverðugt hvernig nefndarliðar skiptast í lið eftir því hvort þeirra flokkur sat í ríkisstjórn við fall bankanna. Nefndin talar einum rómi þegar kemur að gagnrýni á stjórnsýsluna og eftirlitsstofnanir. Þegar nefndin þarf hins vegar að taka á þeim málum sem snerta flokkana sjálfa splundrast samstaðan og flokkspólitíkin ræður öllu. Hefði skoðun framsóknarþingmanna í nefndinni verið önnur ef hægt væri að ákæra þá ráðherra Framsóknarflokksins sem báru ábyrgð á einkavæðingu bankanna? Hefði skoðun sjálfstæðisþingkvenna verið önnur ef um væri að ræða ákærur á ráðherra núverandi ríkisstjórnar? Fram hefur komið að ekki náðist samstaða í nefndinni um hvort rannsaka þyrfti einkavæðingu bankanna sérstaklega og þar voru það einmitt þingmenn þessara tveggja einkavæðingarflokka sem voru því andsnúnir. Með þessum flokkspólitíska klofningi þingmannanefndarinnar kemur manni fyrir sjónir Alþingi sem hefur ekkert breyst. Hagsmunir flokkanna og sérhagsmunir ráða þar enn ríkjum rétt eins og var fyrir hrun. Þingmannanefnd Alþingis tók undir þann áfellisdóm yfir stjórnsýslunni og eftirlitsstofnunum sem lesa má í rannsóknarskýrslu Alþingis. Var nefndin sammála um að ýmislegt hefði farið úrskeiðis í aðdraganda bankahrunsins. En Alþingi er ein þessara eftirlitsstofnana sem hafa brugðist stórkostlega og bregst enn. Þingmenn virðast ekki hafa ráðið við þetta verkefni. Með flokksgleraugun á nefinu verður niðurstaðan eins og hún hefur nú birst okkur og traust almennings á störfum Alþingis minnkar í samræmi við getuleysi þingmannanna. Það æpir á mann að sú aðferð, að þingmenn taki ákvarðanir um ákærur á hendur ráðherrum, er kolröng. Margir gagnrýndu þetta fyrirfram en svona eru lögin. Þeim þarf augljóslega að breyta, en gert er gert, niðurstaða nefndarinnar liggur fyrir. Nú þarf Alþingi að ákveða framhaldið. Hvort það verða þingmenn flokkanna eða þingmenn þjóðarinnar sem greiða atkvæði um þingsályktunartillögurnar á eftir að koma í ljós. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helga Vala Helgadóttir Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Skoðun Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Sjá meira
Þingmannanefnd Alþingis kolféll á prófinu. Nefndin er þríklofin. Klofningurinn fer algjörlega í einu og öllu eftir flokkspólitískum línum. Vinstri græn, Framsókn og Hreyfing vilja draga fjóra fyrrum ráðherra fyrir Landsdóminn. Báðir þingmenn Samfylkingar vilja undanskilja fyrrum bankamálaráðherrann, Björgvin G. Sigurðsson og þriðji klofningurinn, sem inniheldur báða fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í nefndinni, komst sameiginlega að þeirri niðurstöðu að engan fyrrum ráðherra skuli sækja til saka. Það er einstaklega ótrúverðugt hvernig nefndarliðar skiptast í lið eftir því hvort þeirra flokkur sat í ríkisstjórn við fall bankanna. Nefndin talar einum rómi þegar kemur að gagnrýni á stjórnsýsluna og eftirlitsstofnanir. Þegar nefndin þarf hins vegar að taka á þeim málum sem snerta flokkana sjálfa splundrast samstaðan og flokkspólitíkin ræður öllu. Hefði skoðun framsóknarþingmanna í nefndinni verið önnur ef hægt væri að ákæra þá ráðherra Framsóknarflokksins sem báru ábyrgð á einkavæðingu bankanna? Hefði skoðun sjálfstæðisþingkvenna verið önnur ef um væri að ræða ákærur á ráðherra núverandi ríkisstjórnar? Fram hefur komið að ekki náðist samstaða í nefndinni um hvort rannsaka þyrfti einkavæðingu bankanna sérstaklega og þar voru það einmitt þingmenn þessara tveggja einkavæðingarflokka sem voru því andsnúnir. Með þessum flokkspólitíska klofningi þingmannanefndarinnar kemur manni fyrir sjónir Alþingi sem hefur ekkert breyst. Hagsmunir flokkanna og sérhagsmunir ráða þar enn ríkjum rétt eins og var fyrir hrun. Þingmannanefnd Alþingis tók undir þann áfellisdóm yfir stjórnsýslunni og eftirlitsstofnunum sem lesa má í rannsóknarskýrslu Alþingis. Var nefndin sammála um að ýmislegt hefði farið úrskeiðis í aðdraganda bankahrunsins. En Alþingi er ein þessara eftirlitsstofnana sem hafa brugðist stórkostlega og bregst enn. Þingmenn virðast ekki hafa ráðið við þetta verkefni. Með flokksgleraugun á nefinu verður niðurstaðan eins og hún hefur nú birst okkur og traust almennings á störfum Alþingis minnkar í samræmi við getuleysi þingmannanna. Það æpir á mann að sú aðferð, að þingmenn taki ákvarðanir um ákærur á hendur ráðherrum, er kolröng. Margir gagnrýndu þetta fyrirfram en svona eru lögin. Þeim þarf augljóslega að breyta, en gert er gert, niðurstaða nefndarinnar liggur fyrir. Nú þarf Alþingi að ákveða framhaldið. Hvort það verða þingmenn flokkanna eða þingmenn þjóðarinnar sem greiða atkvæði um þingsályktunartillögurnar á eftir að koma í ljós.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun