Vettel: Ekki ástæða til að örvænta 13. september 2010 13:35 Vettel kemur inn í þjónustuhlé í lok mótsins á Monza brautinní í gær. Mynd: Getty Images Sebastian Vettel var ekki í sem bestum málum í upphafi Formúlu 1 mótsins á Monza í gær. Hann var sjötti á ráslínu, en vann sig upp í fjórða sæti með vel útfærðri og mjög óvenjulegri keppnisáætlun. Keppendum er skylt að nota tvær útgáfur af Bridgestone dekkjum og Red Bull fór þá leið að láta Vettel keyra fram að síðasta hring, áður en dekkjaskipti voru framkvæmd. Það er mjög óvenjuleg aðferð, en skilaði Vettel í fjórða sæti mótsins. Þetta þýðir að Vettel er enn í ágætis málum í stigakeppni ökumanna. Vettel er í fimmta sæti í stigamótinu og hefur því fallið niður lista frá því fyrir mótið. Mark Webber er efstur með 187 stig, Lewis Hamilton er með 182, Fernando Alonso 166, Jenson Button 165 og Vettel 163. "Ég er ánægður. Við náum að hámarka getu bílsins og það skiptir mestu. Ef við getum gert það í fimm næstu mótum, þá getum við verið stoltir, hver sem úrslitin verða", sagði Vettel í frétt á autosport.com. "Við erum á eftir, en það eru keppinautarnir sem þurfa að hafa áhyggjur og verja stigaforskotið. Við verðum að aka á fullu og ná þeim." Þrátt fyrir misjafnt gengi í mótum ársins hefur Vettel trú á því að hann geti orðið meistari. Vettel vill meina að stigagjöfin sé þannig að þrátt fyrir að hann sé á eftir, þá sé möguleikinn til staðar. "Auðvitað viljum við vera á undan, en það er ekki raunstaðan. Það eins sem við getum gert er að standa okkur eins og hérna (á Monza), sem er á ná hámarks árangri. Í dag var það fjórða sæti, kannski vinnum við næst, kannski verður það þriðja sæti í næstu tveimur. Eins lengi og við náum því, þá erum við að gera allt sem við getum." "Maður má aldrei hætta að hafa trúnna, eins og lærðist mér í fyrra og það er því ekki ástæða til að örvænta", sagði Vettel. Mest lesið Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ Fótbolti „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ Fótbolti Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Körfubolti „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ Fótbolti „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Sebastian Vettel var ekki í sem bestum málum í upphafi Formúlu 1 mótsins á Monza í gær. Hann var sjötti á ráslínu, en vann sig upp í fjórða sæti með vel útfærðri og mjög óvenjulegri keppnisáætlun. Keppendum er skylt að nota tvær útgáfur af Bridgestone dekkjum og Red Bull fór þá leið að láta Vettel keyra fram að síðasta hring, áður en dekkjaskipti voru framkvæmd. Það er mjög óvenjuleg aðferð, en skilaði Vettel í fjórða sæti mótsins. Þetta þýðir að Vettel er enn í ágætis málum í stigakeppni ökumanna. Vettel er í fimmta sæti í stigamótinu og hefur því fallið niður lista frá því fyrir mótið. Mark Webber er efstur með 187 stig, Lewis Hamilton er með 182, Fernando Alonso 166, Jenson Button 165 og Vettel 163. "Ég er ánægður. Við náum að hámarka getu bílsins og það skiptir mestu. Ef við getum gert það í fimm næstu mótum, þá getum við verið stoltir, hver sem úrslitin verða", sagði Vettel í frétt á autosport.com. "Við erum á eftir, en það eru keppinautarnir sem þurfa að hafa áhyggjur og verja stigaforskotið. Við verðum að aka á fullu og ná þeim." Þrátt fyrir misjafnt gengi í mótum ársins hefur Vettel trú á því að hann geti orðið meistari. Vettel vill meina að stigagjöfin sé þannig að þrátt fyrir að hann sé á eftir, þá sé möguleikinn til staðar. "Auðvitað viljum við vera á undan, en það er ekki raunstaðan. Það eins sem við getum gert er að standa okkur eins og hérna (á Monza), sem er á ná hámarks árangri. Í dag var það fjórða sæti, kannski vinnum við næst, kannski verður það þriðja sæti í næstu tveimur. Eins lengi og við náum því, þá erum við að gera allt sem við getum." "Maður má aldrei hætta að hafa trúnna, eins og lærðist mér í fyrra og það er því ekki ástæða til að örvænta", sagði Vettel.
Mest lesið Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ Fótbolti „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ Fótbolti Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Körfubolti „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ Fótbolti „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira