Schumacher elskar Suzuka 8. október 2010 10:00 Michael Schumacher er sexfaldur sigurvegari á Suzuka brautinni í Japan. Mynd: Getty Images Michael Schumacher er sáttur eftir æfingar næturinnar á Suzuka brautinni í Japan, en hann hefur unnið mót á brautinni oftar en nokkur annar eða sex sinnum. Hann var meðal átta fremstu á báðum æfingunum í nótt og á undan liðsfélaga sínum Nico Rosberg. Brautin í Suzuka er 5.807 km löng og í uppáhaldi hjá mörgum ökumönnum vegna þess hvernig hún er í laginu, en brautin er sú eina sem er áttulaga. "Það er frábær tilfinning að keyra þessa braut á ný. Það er virkilega skemmtilegt og verðugt verkefni. Ég hef alltaf elskað Suzuka brautina og sérstaklega fyrsta tímatökusvæðið, sem er svalt og reynir á. Ef maður kemst rétt í gegnum þá upplifuru vellíðan. Ég er ánægður með æfinguna í dag og bíllinn virðist betri hérna en ég átti von á og það kom ekkert sérstakt upp á. Vonandi gengur vel í tímatökunni og við reynum að hámarka árangurinn", sagði Schumacher í fréttatilkynningu frá Mercedes. Liðsfélagi hans Rosberg lenti í vandræðum með bílinn í nótt. "Þetta var erfiður föstudagur. Gírkassinn bilaði í bílnum og ég tapaði tíma á lokahluta fyrri æfingarinnar. Síðan var ég bara ekkert sáttur við bílinn. Bíllinn var mjög undirstýrður og ég veit ekki afhverju. Það þarf að skoðast. Þetta verður áhugaverð helgi. Það gekk vel á mýkri dekkjunum og vonandi getum við byggt á því í framhaldinu. Þetta verður áhugaverð helgi í ljósi þess að það á að rigna og við reynum að nýta það sem best", sagði Rosberg. Sýnt verður frá æfingunum á Suzuka brautinni í Japan kl. 21.10 á Stöð 2 Sport í kvöld. Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Fleiri fréttir Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Michael Schumacher er sáttur eftir æfingar næturinnar á Suzuka brautinni í Japan, en hann hefur unnið mót á brautinni oftar en nokkur annar eða sex sinnum. Hann var meðal átta fremstu á báðum æfingunum í nótt og á undan liðsfélaga sínum Nico Rosberg. Brautin í Suzuka er 5.807 km löng og í uppáhaldi hjá mörgum ökumönnum vegna þess hvernig hún er í laginu, en brautin er sú eina sem er áttulaga. "Það er frábær tilfinning að keyra þessa braut á ný. Það er virkilega skemmtilegt og verðugt verkefni. Ég hef alltaf elskað Suzuka brautina og sérstaklega fyrsta tímatökusvæðið, sem er svalt og reynir á. Ef maður kemst rétt í gegnum þá upplifuru vellíðan. Ég er ánægður með æfinguna í dag og bíllinn virðist betri hérna en ég átti von á og það kom ekkert sérstakt upp á. Vonandi gengur vel í tímatökunni og við reynum að hámarka árangurinn", sagði Schumacher í fréttatilkynningu frá Mercedes. Liðsfélagi hans Rosberg lenti í vandræðum með bílinn í nótt. "Þetta var erfiður föstudagur. Gírkassinn bilaði í bílnum og ég tapaði tíma á lokahluta fyrri æfingarinnar. Síðan var ég bara ekkert sáttur við bílinn. Bíllinn var mjög undirstýrður og ég veit ekki afhverju. Það þarf að skoðast. Þetta verður áhugaverð helgi. Það gekk vel á mýkri dekkjunum og vonandi getum við byggt á því í framhaldinu. Þetta verður áhugaverð helgi í ljósi þess að það á að rigna og við reynum að nýta það sem best", sagði Rosberg. Sýnt verður frá æfingunum á Suzuka brautinni í Japan kl. 21.10 á Stöð 2 Sport í kvöld.
Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Fleiri fréttir Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira