Gefðu oss Guð, meira þras! 27. ágúst 2010 06:00 Gefðu oss Guð, meira puð." Þannig hljóðar brot af þjóðþekktum texta. Þetta var ort á þeim árum þegar „meira puð" var einna eftirsóknarverðast í augum Íslendinga. Nú er þrasið orðið puðinu yfirsterkara. Þrasgirni Íslendinga er löngu kunn. Árum saman þrösuðu Íslendingar með boðaföllum í sjálfstæðisbaráttunni yfir ríkisráðsákvæðinu, sem hér á landi var kallað „fleygurinn". Loks komust menn á snoðir um að „fleygurinn" skipti engu máli. Þá lauk þrasi. Halldór Laxness kvað upp þann dóm, að Íslendingar þrösuðu ávallt um aukaatriði og tittlingaskít. Þegar kæmi að kjarna máls setti menn hljóða. Slíkt þjónar ekki þrasi. Menn þrösuðu um byggingu Búrfellsvikjunar og álverið í Straumsvík. „Hafnarfjörður verður óbyggilegur vegna barnadauða af völdum mengunar." „Það er ekki satt." „Jú, víst." „Nei!" „Jú!" Svo var þrasið frá þjóðinni tekið. Þjóðin þrasaði vegna EFTA. „Nú verður selt sjálfstæði þjóðarinnar." „Nei." „Jú." „Nei!" „Jú!" Svo var þrasið frá þjóðinni tekið. Samningurinn um EES. „Ísland mun nú fyllast af portúgölskum, spænskum og ítölskum lýð sem sest upp á velferðarkerfið." „Nei." „Jú, víst." „Nei!" „Jú, víst." Svo var þrasið frá þjóðinni tekið. Muna menn byggingu Perlunnar, Ráðhússins í Tjörninni og Hæstaréttarhússins? Hvílík reiðinnar ósköp sem þjóðin gat þrasað. Svo var þrasið frá þjóðinni tekið. Hvílík skelfing! Í hálfan annan áratug hafa menn þrasað um hugsanlega aðild að ESB. Einn fullyrðir að um glapræði sé að ræða - ókostirnir séu svona og svona. Annar fullyrðir hið algerlega gagnstæða - kostirnir séu þvert á móti þessir og þessir. Eftir þessu sama spori í sama hring hefur þrasið gengið - hring eftir hring, ár eftir ár. Nú stendur til að gá hvaða kostir gefist. En þá má það ekki. Af hverju ekki? Af því að þá verður þrasið frá þjóðinni tekið. Þá koma landsmenn að kjarna máls. Slíkt á ekki við Íslendinga. En alltaf má þá búa til nýtt þras. Þá geta menn þrasað um hvort nokkuð sé að marka niðurstöður samninga. „Þær niðurstöður er ekkert að marka því þær munu ekki standast fyrir Evrópurétti." „Jú, víst." „Nei, ekki." „Jú." „Nei." Drottinn minn góður gefðu að þrasið sé ekki frá þjóðinni tekið. Nóg er nú samt, sem dunið hefur yfir þessa þjóð! „Gefðu oss Guð, meira þras." Til allrar hamingju fyrir þjóðarsálina eru ekki horfur á að þau ósköp verði að vondir menn taki af oss vélaþras. Það væru jú landráð! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sighvatur Björgvinsson Skoðanir Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Gefðu oss Guð, meira puð." Þannig hljóðar brot af þjóðþekktum texta. Þetta var ort á þeim árum þegar „meira puð" var einna eftirsóknarverðast í augum Íslendinga. Nú er þrasið orðið puðinu yfirsterkara. Þrasgirni Íslendinga er löngu kunn. Árum saman þrösuðu Íslendingar með boðaföllum í sjálfstæðisbaráttunni yfir ríkisráðsákvæðinu, sem hér á landi var kallað „fleygurinn". Loks komust menn á snoðir um að „fleygurinn" skipti engu máli. Þá lauk þrasi. Halldór Laxness kvað upp þann dóm, að Íslendingar þrösuðu ávallt um aukaatriði og tittlingaskít. Þegar kæmi að kjarna máls setti menn hljóða. Slíkt þjónar ekki þrasi. Menn þrösuðu um byggingu Búrfellsvikjunar og álverið í Straumsvík. „Hafnarfjörður verður óbyggilegur vegna barnadauða af völdum mengunar." „Það er ekki satt." „Jú, víst." „Nei!" „Jú!" Svo var þrasið frá þjóðinni tekið. Þjóðin þrasaði vegna EFTA. „Nú verður selt sjálfstæði þjóðarinnar." „Nei." „Jú." „Nei!" „Jú!" Svo var þrasið frá þjóðinni tekið. Samningurinn um EES. „Ísland mun nú fyllast af portúgölskum, spænskum og ítölskum lýð sem sest upp á velferðarkerfið." „Nei." „Jú, víst." „Nei!" „Jú, víst." Svo var þrasið frá þjóðinni tekið. Muna menn byggingu Perlunnar, Ráðhússins í Tjörninni og Hæstaréttarhússins? Hvílík reiðinnar ósköp sem þjóðin gat þrasað. Svo var þrasið frá þjóðinni tekið. Hvílík skelfing! Í hálfan annan áratug hafa menn þrasað um hugsanlega aðild að ESB. Einn fullyrðir að um glapræði sé að ræða - ókostirnir séu svona og svona. Annar fullyrðir hið algerlega gagnstæða - kostirnir séu þvert á móti þessir og þessir. Eftir þessu sama spori í sama hring hefur þrasið gengið - hring eftir hring, ár eftir ár. Nú stendur til að gá hvaða kostir gefist. En þá má það ekki. Af hverju ekki? Af því að þá verður þrasið frá þjóðinni tekið. Þá koma landsmenn að kjarna máls. Slíkt á ekki við Íslendinga. En alltaf má þá búa til nýtt þras. Þá geta menn þrasað um hvort nokkuð sé að marka niðurstöður samninga. „Þær niðurstöður er ekkert að marka því þær munu ekki standast fyrir Evrópurétti." „Jú, víst." „Nei, ekki." „Jú." „Nei." Drottinn minn góður gefðu að þrasið sé ekki frá þjóðinni tekið. Nóg er nú samt, sem dunið hefur yfir þessa þjóð! „Gefðu oss Guð, meira þras." Til allrar hamingju fyrir þjóðarsálina eru ekki horfur á að þau ósköp verði að vondir menn taki af oss vélaþras. Það væru jú landráð!
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar