Meistarinn að missa af lestinni í titilslagnum 24. október 2010 21:11 Jenson Button tókst ekki vel upp á McLaren í Suður Kóreu í dag. Mynd: Getty Images Jenson Button komst ekki í stigasæti í Formúlu 1 mótinu í Suður Kóreu í dag og staða hans í stigamótinu er ekki vænleg, þó hann eigi enn möguleika á að verja meistaratitil sinn frá því í fyrra. Button varð tólfti í mótinu í dag. Aðeins tvö mót eru eftir. Næst verður keppt í Brasiíu eftir tvær vikur og síðan í Abu Dhabi í lok nóvember. "Það þurfa allir aðrir að falla úr leik. Þannig er staðan, en bíllinn var ókeyrandi í dag", sagði Button um möguleika sína á BBC hvað titilvörnina varðar samkvæmt frétt á autosport.com. Fimm ökumenn eiga enn möguleika á meistaratitli að Button meðtöldum. Fernando Alonso er efstur eftir sigur í dag með 231 stig. Mark Webber er með 220, Lewis Hamilton 210, Sebastian Vettel 209 og Button 189, en 50 stig eru í pottinum fyrir sigur. "Titilvörn minni er nánast lokið ef hinir kapparnir lenda ekki í ógöngum. En það er ekki hægt að vinna meistaratitil ef maður missir móðinn. Maður verður að berjast til þrautar. Við sjáum á Red Bull hvað þetta getur snúist hratt til betri vegar. Það verður ekki auðvelt, en það er enn möguleiki", sagði Button. Button var í vandræðum með grip á McLaren bílnum í bleyttini í Suður Kóreu í dag, en mismunandi útfærsla var á McLaren bílunum tveimur, en Hamilton náði öðru sæti á eftir Alonso. Mest lesið Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Körfubolti Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Handbolti Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Enski boltinn Svona var þing KKÍ Körfubolti Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Körfubolti Lærisveinar Alfreðs að stinga af Handbolti Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Körfubolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Jenson Button komst ekki í stigasæti í Formúlu 1 mótinu í Suður Kóreu í dag og staða hans í stigamótinu er ekki vænleg, þó hann eigi enn möguleika á að verja meistaratitil sinn frá því í fyrra. Button varð tólfti í mótinu í dag. Aðeins tvö mót eru eftir. Næst verður keppt í Brasiíu eftir tvær vikur og síðan í Abu Dhabi í lok nóvember. "Það þurfa allir aðrir að falla úr leik. Þannig er staðan, en bíllinn var ókeyrandi í dag", sagði Button um möguleika sína á BBC hvað titilvörnina varðar samkvæmt frétt á autosport.com. Fimm ökumenn eiga enn möguleika á meistaratitli að Button meðtöldum. Fernando Alonso er efstur eftir sigur í dag með 231 stig. Mark Webber er með 220, Lewis Hamilton 210, Sebastian Vettel 209 og Button 189, en 50 stig eru í pottinum fyrir sigur. "Titilvörn minni er nánast lokið ef hinir kapparnir lenda ekki í ógöngum. En það er ekki hægt að vinna meistaratitil ef maður missir móðinn. Maður verður að berjast til þrautar. Við sjáum á Red Bull hvað þetta getur snúist hratt til betri vegar. Það verður ekki auðvelt, en það er enn möguleiki", sagði Button. Button var í vandræðum með grip á McLaren bílnum í bleyttini í Suður Kóreu í dag, en mismunandi útfærsla var á McLaren bílunum tveimur, en Hamilton náði öðru sæti á eftir Alonso.
Mest lesið Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Körfubolti Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Handbolti Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Enski boltinn Svona var þing KKÍ Körfubolti Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Körfubolti Lærisveinar Alfreðs að stinga af Handbolti Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Körfubolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira