Fjármálakerfi fyrir fólk 8. júlí 2010 06:15 Nokkurs misskilnings hefur gætt í umræðu um afstöðu stjórnvalda til nýfallins dóms Hæstaréttar. Ríkisstjórnin hefur ekki tekið afstöðu í ágreiningi um túlkun þeirra samninga sem lágu að baki gengistryggðum lánaviðskiptum. Ríkisstjórnin segir ekki SÍ eða FME fyrir verkum. Þvert á móti tryggja lög sjálfstæði þessara stofnana. Hrunið kennir okkur að við eigum að virða sjálfstæði þeirra, en líka gera til þeirra ríkar kröfur. Atburðir síðustu daga sýna okkur líka að tilmælin voru misráðin og ótímabær – fjármálafyrirtækin eru nú að koma fram með tillögur um hvernig greitt verði af lánunum þar til úr öllum ágreiningi er leyst. Það áttu þau að gera strax í upphafi. Dómstólar eru líka sjálfstæðir og munu kveða upp úr um niðurstöðu málsins. Við skipum ekki frændur og vini í Hæstarétt og segjum honum ekki heldur fyrir verkum. Ágreining um samninga á að leiða til lykta fyrir dómi og það verður gert í þessu tilviki. Dómur Hæstaréttar frá í júní stendur. Eignarleigufyrirtækin telja dóminn ekki kveða skýrt á um hvað taki við og ágreining þar um þarf því líka að leggja fyrir dómstóla. Dómstólar munu útkljá allan ágreining til fulls. Óvissa er vissulega þungbær, en mikilvægt er að farið sé að réttum leikreglum. Ótímabær inngrip ríkisins geta valdið því að við léttum byrðum af fjármálafyrirtækjum og ríkisvæðum tjón þeirra. Það má aldrei verða. Niðurstaða í álitamálum sem enn eru uppi liggur vonandi fyrir fljótlega í haust. Ef samningsvextir einir eiga að gilda, þá þurfum við stjórnmálamenn að vinna úr þeirri stöðu og okkur er engin vorkunn að því. Það kann að verða flókið og dýrt, en það er þá bara þannig. Við skulum fara yfir þann læk þegar við komum að honum. Ríkisstjórnin hefur ekki tekið afstöðu með eignarleigufyrirtækjunum. Þvert á móti er rétt að minna á að við höfum glímt við þessi fyrirtæki mánuðum saman og freistað þess að ná samkomulagi við þau um umbreytingu bílalánanna í íslensk kjör. Þau skynjuðu ekki sinn vitjunartíma þá og virðast ekki gera það enn. Framganga þeirra gagnvart fólki hefur verið óásættanleg og þau hafa haft fullkomlega óraunhæfar væntingar um greiðslugetu og greiðsluvilja fólks. Einmitt þess vegna er í 5. gr. frumvarpsins sem ég lagði fram um bílalánin gert ráð fyrir heimild fólks til að greiða helming af eftirstöðvum bílalána, þegar bíl hefur verið skilað eða að honum gengið og jafnframt bannað að gera fjárnám í íbúðarhúsnæði skuldara vegna skulda vegna bílalána. Full ástæða virðist til að Alþingi afgreiði þennan þátt bílalánafrumvarpsins, þrátt fyrir niðurstöðu Hæstaréttar. Skilaboðin til fjármálafyrirtækjanna eru skýr: Þau verða að axla byrðarnar af eigin verkum og við munum ekki ríkisvæða það tjón. Þau þurfa að vinna með fólki en ekki í stríði við fólk. Þau þurfa að laga skuldir einstaklinga og fyrirtækja að greiðslugetu. Þau þurfa að snúa baki við starfsháttum fortíðarinnar – lánveitingum með þriðjamannsábyrgðum, gylliboðum og skrumi. Þau þurfa að læra að verðmeta áhættu og að bera hana sjálf, gegn eðlilegu endurgjaldi, en ekki velta henni yfir á þá sem hvorki eru í stakk búnir til að meta hana eða bera hana. Fjármálakerfi er til fyrir fólk – en ekki fólk fyrir fjármálakerfi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Nokkurs misskilnings hefur gætt í umræðu um afstöðu stjórnvalda til nýfallins dóms Hæstaréttar. Ríkisstjórnin hefur ekki tekið afstöðu í ágreiningi um túlkun þeirra samninga sem lágu að baki gengistryggðum lánaviðskiptum. Ríkisstjórnin segir ekki SÍ eða FME fyrir verkum. Þvert á móti tryggja lög sjálfstæði þessara stofnana. Hrunið kennir okkur að við eigum að virða sjálfstæði þeirra, en líka gera til þeirra ríkar kröfur. Atburðir síðustu daga sýna okkur líka að tilmælin voru misráðin og ótímabær – fjármálafyrirtækin eru nú að koma fram með tillögur um hvernig greitt verði af lánunum þar til úr öllum ágreiningi er leyst. Það áttu þau að gera strax í upphafi. Dómstólar eru líka sjálfstæðir og munu kveða upp úr um niðurstöðu málsins. Við skipum ekki frændur og vini í Hæstarétt og segjum honum ekki heldur fyrir verkum. Ágreining um samninga á að leiða til lykta fyrir dómi og það verður gert í þessu tilviki. Dómur Hæstaréttar frá í júní stendur. Eignarleigufyrirtækin telja dóminn ekki kveða skýrt á um hvað taki við og ágreining þar um þarf því líka að leggja fyrir dómstóla. Dómstólar munu útkljá allan ágreining til fulls. Óvissa er vissulega þungbær, en mikilvægt er að farið sé að réttum leikreglum. Ótímabær inngrip ríkisins geta valdið því að við léttum byrðum af fjármálafyrirtækjum og ríkisvæðum tjón þeirra. Það má aldrei verða. Niðurstaða í álitamálum sem enn eru uppi liggur vonandi fyrir fljótlega í haust. Ef samningsvextir einir eiga að gilda, þá þurfum við stjórnmálamenn að vinna úr þeirri stöðu og okkur er engin vorkunn að því. Það kann að verða flókið og dýrt, en það er þá bara þannig. Við skulum fara yfir þann læk þegar við komum að honum. Ríkisstjórnin hefur ekki tekið afstöðu með eignarleigufyrirtækjunum. Þvert á móti er rétt að minna á að við höfum glímt við þessi fyrirtæki mánuðum saman og freistað þess að ná samkomulagi við þau um umbreytingu bílalánanna í íslensk kjör. Þau skynjuðu ekki sinn vitjunartíma þá og virðast ekki gera það enn. Framganga þeirra gagnvart fólki hefur verið óásættanleg og þau hafa haft fullkomlega óraunhæfar væntingar um greiðslugetu og greiðsluvilja fólks. Einmitt þess vegna er í 5. gr. frumvarpsins sem ég lagði fram um bílalánin gert ráð fyrir heimild fólks til að greiða helming af eftirstöðvum bílalána, þegar bíl hefur verið skilað eða að honum gengið og jafnframt bannað að gera fjárnám í íbúðarhúsnæði skuldara vegna skulda vegna bílalána. Full ástæða virðist til að Alþingi afgreiði þennan þátt bílalánafrumvarpsins, þrátt fyrir niðurstöðu Hæstaréttar. Skilaboðin til fjármálafyrirtækjanna eru skýr: Þau verða að axla byrðarnar af eigin verkum og við munum ekki ríkisvæða það tjón. Þau þurfa að vinna með fólki en ekki í stríði við fólk. Þau þurfa að laga skuldir einstaklinga og fyrirtækja að greiðslugetu. Þau þurfa að snúa baki við starfsháttum fortíðarinnar – lánveitingum með þriðjamannsábyrgðum, gylliboðum og skrumi. Þau þurfa að læra að verðmeta áhættu og að bera hana sjálf, gegn eðlilegu endurgjaldi, en ekki velta henni yfir á þá sem hvorki eru í stakk búnir til að meta hana eða bera hana. Fjármálakerfi er til fyrir fólk – en ekki fólk fyrir fjármálakerfi.
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun