Fjármálakerfi fyrir fólk 8. júlí 2010 06:15 Nokkurs misskilnings hefur gætt í umræðu um afstöðu stjórnvalda til nýfallins dóms Hæstaréttar. Ríkisstjórnin hefur ekki tekið afstöðu í ágreiningi um túlkun þeirra samninga sem lágu að baki gengistryggðum lánaviðskiptum. Ríkisstjórnin segir ekki SÍ eða FME fyrir verkum. Þvert á móti tryggja lög sjálfstæði þessara stofnana. Hrunið kennir okkur að við eigum að virða sjálfstæði þeirra, en líka gera til þeirra ríkar kröfur. Atburðir síðustu daga sýna okkur líka að tilmælin voru misráðin og ótímabær – fjármálafyrirtækin eru nú að koma fram með tillögur um hvernig greitt verði af lánunum þar til úr öllum ágreiningi er leyst. Það áttu þau að gera strax í upphafi. Dómstólar eru líka sjálfstæðir og munu kveða upp úr um niðurstöðu málsins. Við skipum ekki frændur og vini í Hæstarétt og segjum honum ekki heldur fyrir verkum. Ágreining um samninga á að leiða til lykta fyrir dómi og það verður gert í þessu tilviki. Dómur Hæstaréttar frá í júní stendur. Eignarleigufyrirtækin telja dóminn ekki kveða skýrt á um hvað taki við og ágreining þar um þarf því líka að leggja fyrir dómstóla. Dómstólar munu útkljá allan ágreining til fulls. Óvissa er vissulega þungbær, en mikilvægt er að farið sé að réttum leikreglum. Ótímabær inngrip ríkisins geta valdið því að við léttum byrðum af fjármálafyrirtækjum og ríkisvæðum tjón þeirra. Það má aldrei verða. Niðurstaða í álitamálum sem enn eru uppi liggur vonandi fyrir fljótlega í haust. Ef samningsvextir einir eiga að gilda, þá þurfum við stjórnmálamenn að vinna úr þeirri stöðu og okkur er engin vorkunn að því. Það kann að verða flókið og dýrt, en það er þá bara þannig. Við skulum fara yfir þann læk þegar við komum að honum. Ríkisstjórnin hefur ekki tekið afstöðu með eignarleigufyrirtækjunum. Þvert á móti er rétt að minna á að við höfum glímt við þessi fyrirtæki mánuðum saman og freistað þess að ná samkomulagi við þau um umbreytingu bílalánanna í íslensk kjör. Þau skynjuðu ekki sinn vitjunartíma þá og virðast ekki gera það enn. Framganga þeirra gagnvart fólki hefur verið óásættanleg og þau hafa haft fullkomlega óraunhæfar væntingar um greiðslugetu og greiðsluvilja fólks. Einmitt þess vegna er í 5. gr. frumvarpsins sem ég lagði fram um bílalánin gert ráð fyrir heimild fólks til að greiða helming af eftirstöðvum bílalána, þegar bíl hefur verið skilað eða að honum gengið og jafnframt bannað að gera fjárnám í íbúðarhúsnæði skuldara vegna skulda vegna bílalána. Full ástæða virðist til að Alþingi afgreiði þennan þátt bílalánafrumvarpsins, þrátt fyrir niðurstöðu Hæstaréttar. Skilaboðin til fjármálafyrirtækjanna eru skýr: Þau verða að axla byrðarnar af eigin verkum og við munum ekki ríkisvæða það tjón. Þau þurfa að vinna með fólki en ekki í stríði við fólk. Þau þurfa að laga skuldir einstaklinga og fyrirtækja að greiðslugetu. Þau þurfa að snúa baki við starfsháttum fortíðarinnar – lánveitingum með þriðjamannsábyrgðum, gylliboðum og skrumi. Þau þurfa að læra að verðmeta áhættu og að bera hana sjálf, gegn eðlilegu endurgjaldi, en ekki velta henni yfir á þá sem hvorki eru í stakk búnir til að meta hana eða bera hana. Fjármálakerfi er til fyrir fólk – en ekki fólk fyrir fjármálakerfi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Halldór 24.05.2025 Halldór #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Nokkurs misskilnings hefur gætt í umræðu um afstöðu stjórnvalda til nýfallins dóms Hæstaréttar. Ríkisstjórnin hefur ekki tekið afstöðu í ágreiningi um túlkun þeirra samninga sem lágu að baki gengistryggðum lánaviðskiptum. Ríkisstjórnin segir ekki SÍ eða FME fyrir verkum. Þvert á móti tryggja lög sjálfstæði þessara stofnana. Hrunið kennir okkur að við eigum að virða sjálfstæði þeirra, en líka gera til þeirra ríkar kröfur. Atburðir síðustu daga sýna okkur líka að tilmælin voru misráðin og ótímabær – fjármálafyrirtækin eru nú að koma fram með tillögur um hvernig greitt verði af lánunum þar til úr öllum ágreiningi er leyst. Það áttu þau að gera strax í upphafi. Dómstólar eru líka sjálfstæðir og munu kveða upp úr um niðurstöðu málsins. Við skipum ekki frændur og vini í Hæstarétt og segjum honum ekki heldur fyrir verkum. Ágreining um samninga á að leiða til lykta fyrir dómi og það verður gert í þessu tilviki. Dómur Hæstaréttar frá í júní stendur. Eignarleigufyrirtækin telja dóminn ekki kveða skýrt á um hvað taki við og ágreining þar um þarf því líka að leggja fyrir dómstóla. Dómstólar munu útkljá allan ágreining til fulls. Óvissa er vissulega þungbær, en mikilvægt er að farið sé að réttum leikreglum. Ótímabær inngrip ríkisins geta valdið því að við léttum byrðum af fjármálafyrirtækjum og ríkisvæðum tjón þeirra. Það má aldrei verða. Niðurstaða í álitamálum sem enn eru uppi liggur vonandi fyrir fljótlega í haust. Ef samningsvextir einir eiga að gilda, þá þurfum við stjórnmálamenn að vinna úr þeirri stöðu og okkur er engin vorkunn að því. Það kann að verða flókið og dýrt, en það er þá bara þannig. Við skulum fara yfir þann læk þegar við komum að honum. Ríkisstjórnin hefur ekki tekið afstöðu með eignarleigufyrirtækjunum. Þvert á móti er rétt að minna á að við höfum glímt við þessi fyrirtæki mánuðum saman og freistað þess að ná samkomulagi við þau um umbreytingu bílalánanna í íslensk kjör. Þau skynjuðu ekki sinn vitjunartíma þá og virðast ekki gera það enn. Framganga þeirra gagnvart fólki hefur verið óásættanleg og þau hafa haft fullkomlega óraunhæfar væntingar um greiðslugetu og greiðsluvilja fólks. Einmitt þess vegna er í 5. gr. frumvarpsins sem ég lagði fram um bílalánin gert ráð fyrir heimild fólks til að greiða helming af eftirstöðvum bílalána, þegar bíl hefur verið skilað eða að honum gengið og jafnframt bannað að gera fjárnám í íbúðarhúsnæði skuldara vegna skulda vegna bílalána. Full ástæða virðist til að Alþingi afgreiði þennan þátt bílalánafrumvarpsins, þrátt fyrir niðurstöðu Hæstaréttar. Skilaboðin til fjármálafyrirtækjanna eru skýr: Þau verða að axla byrðarnar af eigin verkum og við munum ekki ríkisvæða það tjón. Þau þurfa að vinna með fólki en ekki í stríði við fólk. Þau þurfa að laga skuldir einstaklinga og fyrirtækja að greiðslugetu. Þau þurfa að snúa baki við starfsháttum fortíðarinnar – lánveitingum með þriðjamannsábyrgðum, gylliboðum og skrumi. Þau þurfa að læra að verðmeta áhættu og að bera hana sjálf, gegn eðlilegu endurgjaldi, en ekki velta henni yfir á þá sem hvorki eru í stakk búnir til að meta hana eða bera hana. Fjármálakerfi er til fyrir fólk – en ekki fólk fyrir fjármálakerfi.
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun