Ástríðan holl í allri umræðu 2. júlí 2010 16:33 Toppstjórarnir hjá Red Bull og McLaren, Christian Horner og Martin Whitmarsh ræða málin. Mynd: Getty Images Martin Whitmarsh hjá McLaren telur að allt í lagi sé að blása dálítið frá sér í kringum Formúlu 1 mót, þó vanda megi orðaval þegar ástríðan er sem mest. Hann var á opnum fundi keppnisliða og áhorfenda sem haldin var í London í dag. Nokkur umræða hefur verið eftir síðasta mót um dómgæslu og Fernando Alonso var meðal þeirra sem kannski fóru yfir strikið í ummælum, þegar hann sagði úrslitum hefði verið hagrætt í mótinu. Hann sagði það í hita leiksins eftir mót, þar sem hann féll úr þriðja sæti í það áttunda. Hann taldi dómara hafa staðið sig heldur illa við að ákvarða refsingu á Lewis Hamilton, en fagnði síðan að FIA ætla að skoða málið til að varna endurtekningu. "Það verða alltaf mörk sem ekki voru mörk og slíkt, það er hluti af íþróttum og menn verða að sættast um það", sagði Whitmarsh m.a. á fundinum í frétt á autosport.com. Whitmarsh telur að FIA og dómara standi sig vel í mótum og leyfi hlutunum að flæða meira en áður. "Það er fín lína sem þarf að fara eftir. Menn vilja hafa öryggi, vera sanngjarnir og taka snöggar ákvarðanir, en ökumenn vilja taka á því og þegar slíkt er gert í kappakstursbíl, þá er ljóst að eitthvað getur komið upp. Það gerast umdeildir hlutir og tveir mismunandi ökumenn hafa ólíka skoðun á sama hlut." "Alonso talaði opinskátt eftir síðustu keppni og í sannleika sagt, þá er það sem fólk vill. Ég hef ekki áhyggjur af slíku. Áður fyrr mátti ekki spyrja. En það þurfa að vera einhver mörk, en það á að vera hægt að spyrja um ákvarðanir dómara, þó slíkt hafi ekki verið hægt." "Það er ekki sanngjarnt að gagnrýna FIA fyrir alla skapaða hluti og við verðum að gæta hófs og virðingar, en það á að vera hægt að sýna ástríðu og áhuga. Það er hollt", sagði Whitmarsh. Mest lesið Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Handbolti Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Enski boltinn „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn Sjáðu Albert skora gegn Juventus Fótbolti Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Enski boltinn Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Martin Whitmarsh hjá McLaren telur að allt í lagi sé að blása dálítið frá sér í kringum Formúlu 1 mót, þó vanda megi orðaval þegar ástríðan er sem mest. Hann var á opnum fundi keppnisliða og áhorfenda sem haldin var í London í dag. Nokkur umræða hefur verið eftir síðasta mót um dómgæslu og Fernando Alonso var meðal þeirra sem kannski fóru yfir strikið í ummælum, þegar hann sagði úrslitum hefði verið hagrætt í mótinu. Hann sagði það í hita leiksins eftir mót, þar sem hann féll úr þriðja sæti í það áttunda. Hann taldi dómara hafa staðið sig heldur illa við að ákvarða refsingu á Lewis Hamilton, en fagnði síðan að FIA ætla að skoða málið til að varna endurtekningu. "Það verða alltaf mörk sem ekki voru mörk og slíkt, það er hluti af íþróttum og menn verða að sættast um það", sagði Whitmarsh m.a. á fundinum í frétt á autosport.com. Whitmarsh telur að FIA og dómara standi sig vel í mótum og leyfi hlutunum að flæða meira en áður. "Það er fín lína sem þarf að fara eftir. Menn vilja hafa öryggi, vera sanngjarnir og taka snöggar ákvarðanir, en ökumenn vilja taka á því og þegar slíkt er gert í kappakstursbíl, þá er ljóst að eitthvað getur komið upp. Það gerast umdeildir hlutir og tveir mismunandi ökumenn hafa ólíka skoðun á sama hlut." "Alonso talaði opinskátt eftir síðustu keppni og í sannleika sagt, þá er það sem fólk vill. Ég hef ekki áhyggjur af slíku. Áður fyrr mátti ekki spyrja. En það þurfa að vera einhver mörk, en það á að vera hægt að spyrja um ákvarðanir dómara, þó slíkt hafi ekki verið hægt." "Það er ekki sanngjarnt að gagnrýna FIA fyrir alla skapaða hluti og við verðum að gæta hófs og virðingar, en það á að vera hægt að sýna ástríðu og áhuga. Það er hollt", sagði Whitmarsh.
Mest lesið Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Handbolti Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Enski boltinn „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn Sjáðu Albert skora gegn Juventus Fótbolti Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Enski boltinn Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira