Raikkönen ekki í Formúlu 1 2011 29. október 2010 09:37 Það hefur ekki allt gengið eftir bókinni hjá Raikkönen. Hann hefur lent í ýmsum uppákomum í mótum og sést hér skoða bíl sinn eftir óhapp í upphitun fyrir HM mótið í Japan. Mynd: Getty Images/Massimo Bettiol Umboðsmaður Kimi Raikkönen segir að hann keppi ekki í Formúlu 1 á næsta ári, en nokkur umræða hefur verið um að hann mætti í slaginn aftur. Um tíma var mikil umfjöllun um möguleika hans á sæti hjá Renault, en hann eyddi þeim hugmyndum fyrir nokkru. "Við erum ekki að leita eftir tækifærum í Formúlu 1. Kimi hefur augastað á rallakstri", sagði Steve Robertson í samtali við finnsku MTV3 sjónvarpsstöðina samkvæmt frétt á autosport.com. Sú stöð sýnir frá Formúlu 1 mótum, en Robertson er í umboðsmannateymi Raikkönens. Raikkönen hefur keppt í rallakstri á þessu ári með Citroen, með stuðningi frá Red Bull samsteypunni og hefur hann áhuga á að halda því áfram. Samkvæmt því sem Robertson segir er ekkert fast í hendi hvað það varðar fyrir næsta ár. Bílaframleiðandinn Mini mætir í slaginn í nokkur mót á næsta ári og hefur sýnt Raikkönen áhuga. Mini bíllinn verður undir handleiðslu Prodrive fyrirtækisins, sem sá um Subaru á sínum tíma í heimsmeistarakeppninni í rallakstri. BMW er eigandi að Mini merkinu í dag og verður BMW vél í Mini rallbílnum. Að sögn Robertson eru þeir í viðræðum við nokkur lið hvað heimsmeistarakeppnina í rallakstri varðar og hann segist ekki afskrifa endurkomu Raikkönen í Formúlu 1 í framtíðinni. Mest lesið Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Körfubolti Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Handbolti Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Enski boltinn Svona var þing KKÍ Körfubolti Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Körfubolti Lærisveinar Alfreðs að stinga af Handbolti Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Körfubolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Umboðsmaður Kimi Raikkönen segir að hann keppi ekki í Formúlu 1 á næsta ári, en nokkur umræða hefur verið um að hann mætti í slaginn aftur. Um tíma var mikil umfjöllun um möguleika hans á sæti hjá Renault, en hann eyddi þeim hugmyndum fyrir nokkru. "Við erum ekki að leita eftir tækifærum í Formúlu 1. Kimi hefur augastað á rallakstri", sagði Steve Robertson í samtali við finnsku MTV3 sjónvarpsstöðina samkvæmt frétt á autosport.com. Sú stöð sýnir frá Formúlu 1 mótum, en Robertson er í umboðsmannateymi Raikkönens. Raikkönen hefur keppt í rallakstri á þessu ári með Citroen, með stuðningi frá Red Bull samsteypunni og hefur hann áhuga á að halda því áfram. Samkvæmt því sem Robertson segir er ekkert fast í hendi hvað það varðar fyrir næsta ár. Bílaframleiðandinn Mini mætir í slaginn í nokkur mót á næsta ári og hefur sýnt Raikkönen áhuga. Mini bíllinn verður undir handleiðslu Prodrive fyrirtækisins, sem sá um Subaru á sínum tíma í heimsmeistarakeppninni í rallakstri. BMW er eigandi að Mini merkinu í dag og verður BMW vél í Mini rallbílnum. Að sögn Robertson eru þeir í viðræðum við nokkur lið hvað heimsmeistarakeppnina í rallakstri varðar og hann segist ekki afskrifa endurkomu Raikkönen í Formúlu 1 í framtíðinni.
Mest lesið Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Körfubolti Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Handbolti Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Enski boltinn Svona var þing KKÍ Körfubolti Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Körfubolti Lærisveinar Alfreðs að stinga af Handbolti Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Körfubolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira