Raikkönen ekki í Formúlu 1 2011 29. október 2010 09:37 Það hefur ekki allt gengið eftir bókinni hjá Raikkönen. Hann hefur lent í ýmsum uppákomum í mótum og sést hér skoða bíl sinn eftir óhapp í upphitun fyrir HM mótið í Japan. Mynd: Getty Images/Massimo Bettiol Umboðsmaður Kimi Raikkönen segir að hann keppi ekki í Formúlu 1 á næsta ári, en nokkur umræða hefur verið um að hann mætti í slaginn aftur. Um tíma var mikil umfjöllun um möguleika hans á sæti hjá Renault, en hann eyddi þeim hugmyndum fyrir nokkru. "Við erum ekki að leita eftir tækifærum í Formúlu 1. Kimi hefur augastað á rallakstri", sagði Steve Robertson í samtali við finnsku MTV3 sjónvarpsstöðina samkvæmt frétt á autosport.com. Sú stöð sýnir frá Formúlu 1 mótum, en Robertson er í umboðsmannateymi Raikkönens. Raikkönen hefur keppt í rallakstri á þessu ári með Citroen, með stuðningi frá Red Bull samsteypunni og hefur hann áhuga á að halda því áfram. Samkvæmt því sem Robertson segir er ekkert fast í hendi hvað það varðar fyrir næsta ár. Bílaframleiðandinn Mini mætir í slaginn í nokkur mót á næsta ári og hefur sýnt Raikkönen áhuga. Mini bíllinn verður undir handleiðslu Prodrive fyrirtækisins, sem sá um Subaru á sínum tíma í heimsmeistarakeppninni í rallakstri. BMW er eigandi að Mini merkinu í dag og verður BMW vél í Mini rallbílnum. Að sögn Robertson eru þeir í viðræðum við nokkur lið hvað heimsmeistarakeppnina í rallakstri varðar og hann segist ekki afskrifa endurkomu Raikkönen í Formúlu 1 í framtíðinni. Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Umboðsmaður Kimi Raikkönen segir að hann keppi ekki í Formúlu 1 á næsta ári, en nokkur umræða hefur verið um að hann mætti í slaginn aftur. Um tíma var mikil umfjöllun um möguleika hans á sæti hjá Renault, en hann eyddi þeim hugmyndum fyrir nokkru. "Við erum ekki að leita eftir tækifærum í Formúlu 1. Kimi hefur augastað á rallakstri", sagði Steve Robertson í samtali við finnsku MTV3 sjónvarpsstöðina samkvæmt frétt á autosport.com. Sú stöð sýnir frá Formúlu 1 mótum, en Robertson er í umboðsmannateymi Raikkönens. Raikkönen hefur keppt í rallakstri á þessu ári með Citroen, með stuðningi frá Red Bull samsteypunni og hefur hann áhuga á að halda því áfram. Samkvæmt því sem Robertson segir er ekkert fast í hendi hvað það varðar fyrir næsta ár. Bílaframleiðandinn Mini mætir í slaginn í nokkur mót á næsta ári og hefur sýnt Raikkönen áhuga. Mini bíllinn verður undir handleiðslu Prodrive fyrirtækisins, sem sá um Subaru á sínum tíma í heimsmeistarakeppninni í rallakstri. BMW er eigandi að Mini merkinu í dag og verður BMW vél í Mini rallbílnum. Að sögn Robertson eru þeir í viðræðum við nokkur lið hvað heimsmeistarakeppnina í rallakstri varðar og hann segist ekki afskrifa endurkomu Raikkönen í Formúlu 1 í framtíðinni.
Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira