Fremstu menn verð að sýna skynsemi 27. júní 2010 08:54 Adrian Newey og Christian Horner stýra gangi mála hjá Red Bull, en Newey er aðalhönnur liðsins og Horner framkvæmdarstjóri. Mynd: Getty Images Christian Horner hjá Red Bull segist treysta ökumönnum sínum að sýna aðgát í fyrstu beygju á brautinni í Valencia í dag, en þeir Sebastian Vettel og Mark Webber lentu í árekstri á dögunum og köstuðu frá sér fyrsta og öðru sætinu í Tyrklandi. Vettel er fremstur á ráslínu í Valencia og Webber ræsir af stað við hlið hans og báðir aka með Red Bull. Fyrir aftan eru Lewis Hamilton á McLaren og Fernando Alonso á Ferrari. "Þeir eru báðir fagmenn og ég þarf ekki að segja meira. Vissulega var málið rætt eftir tímatökuna á fundi, en ég geri ekki ráð fyrir neinum uppákomum á milli þeirra", sagði Horner á autosport.com í morgun. "Auðvitað höfum við margsinns rætt þetta, en ég er ekki hræddur um að svipað muni gerast á ný. Maður skyldi aldrei segja aldrei, en ég held við höfum lært okkar lexíu." "Ég vona að ökumenn okkar lendi ekki í hremmingum að öðru leyti. Okkur hefur stundum gengið vel í tímatökum og verið óheppnir á kappakstursdag, en við þurfum að ræsa vel af stað, útfæra þjónustuhléið vel og ekki láta það verða okkur að falli ef öryggisbíll kemur út á brautina. Við erum á besta stað á ráslínu og verðum vonandi heppnir í keppninni", sagði Horner. Bein útsending er frá mótinu í Valencia á Stöð 2 Sport kl. 11.30 í dag. Mest lesið Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Handbolti Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti Sjáðu Albert skora gegn Juventus Fótbolti Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg Íslenski boltinn Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Enski boltinn Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Enski boltinn Fleiri fréttir Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Christian Horner hjá Red Bull segist treysta ökumönnum sínum að sýna aðgát í fyrstu beygju á brautinni í Valencia í dag, en þeir Sebastian Vettel og Mark Webber lentu í árekstri á dögunum og köstuðu frá sér fyrsta og öðru sætinu í Tyrklandi. Vettel er fremstur á ráslínu í Valencia og Webber ræsir af stað við hlið hans og báðir aka með Red Bull. Fyrir aftan eru Lewis Hamilton á McLaren og Fernando Alonso á Ferrari. "Þeir eru báðir fagmenn og ég þarf ekki að segja meira. Vissulega var málið rætt eftir tímatökuna á fundi, en ég geri ekki ráð fyrir neinum uppákomum á milli þeirra", sagði Horner á autosport.com í morgun. "Auðvitað höfum við margsinns rætt þetta, en ég er ekki hræddur um að svipað muni gerast á ný. Maður skyldi aldrei segja aldrei, en ég held við höfum lært okkar lexíu." "Ég vona að ökumenn okkar lendi ekki í hremmingum að öðru leyti. Okkur hefur stundum gengið vel í tímatökum og verið óheppnir á kappakstursdag, en við þurfum að ræsa vel af stað, útfæra þjónustuhléið vel og ekki láta það verða okkur að falli ef öryggisbíll kemur út á brautina. Við erum á besta stað á ráslínu og verðum vonandi heppnir í keppninni", sagði Horner. Bein útsending er frá mótinu í Valencia á Stöð 2 Sport kl. 11.30 í dag.
Mest lesið Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Handbolti Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti Sjáðu Albert skora gegn Juventus Fótbolti Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg Íslenski boltinn Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Enski boltinn Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Enski boltinn Fleiri fréttir Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira