Olic óstöðvandi og Bayern í úrslit Henry Birgir Gunnarsson skrifar 27. apríl 2010 16:22 Bæjarar fagna fyrsta marki Olic. Króatinn Ivica Olic skaut FC Bayern í úrslit Meistaradeildar Evrópu í kvöld er hann skoraði þrennu í 0-3 sigri liðsins á Lyon í síðari leik liðanna í undanúrslitum. Bayern vann rimmu liðanna 4-0 samanlagt. Þýska liðið mun sterkara frá upphafi leiks og er verðskuldað komið í úrslit þar sem það mætir annað hvort Inter eða Barcelona. Vísir var með beina lýsingu frá leiknum má sjá hana hér að neðan. Lyon - FC Bayern 0-3 (0-4 samanlagt) 0-1 Ivica Olic (26. mín), 0-2 Ivica Olic (66.), 0-3 Ivica Olic (78.) Rautt spjald: Cris, Lyon (59.) 86. mín: Lyon er fyrir löngu búið að gefast upp og leikmenn bíða eftir því að leiknum ljúki.78. mín: Olic getur hreinlega ekki hætt að skora og hann var að fullkomna þrennu sína. Að þessu sinni skoraði hann með skalla.76. mín: Bayern er líklegra til að bæta við en Lyon að minnka muninn.66. mín: MARK!!! Olic fær stungusendingu frá Altintop og klárar færið vel eins og svo oft áður. Held við getum lýst því yfir og sagt að Bayern sé komið í úrslitaleikinn.59. mín: Enn syrtir í álinn hjá Lyon sem var að missa Cris af velli með rautt spjald fyrir skrautlega tæklingu.56. mín: Gengur sem fyrr erfiðlega hjá Lyon að opna vörn Bayern sem sækir hratt og Robben var næstum búinn að skora eftir góða skyndisókn.50. mín: Lyon fær ágætt færi en skotið siglir yfir markið. Frakkarnir verða að ná marki snemma til að eiga smá von.Hálfleikur: 0-1 fyrir Bayern sem er 45 mínútum frá sæti í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á Santiago Bernabeau.39. mín: Varnarleikurinn hjá Bayern þéttur og liðið er með öll völd í þessum leik. Frakkarnir þurfa heldur betur að spýta í lófana.31. mín: Bastos fær algjört dauðafæri í teig Bayern en setur boltann fram hjá markinu. Lyon hefur ekki efni á að klúðra svona færum.26. mín: MARK!!! Ivica Olic kemur FC Bayern yfir með skoti úr teignum. Bayern spilaði vel í teiginn, Muller gaf á Olic sem kláraði færið sitt vel. Bayern með annan fótinn í úrslitaleiknum enda þarf Lyon nú að skora þrjú mörk og halda markinu hreinu á sama tíma ætli liðið sér í úrslit.23. mín: Leikurinn hefur róast nokkuð eftir fjöruga byrjun. Bayern sækir meira ef eitthvað er.10. mín: Leikurinn er mjög fjörugur og bæði lið reyna að sækja og leikurinn því opinn og skemmtilegur. Við gætum séð einhver mörk hér í kvöld.2. mín: Bayern byrjar með látum og Thomas Muller fékk dauðafæri strax í upphafi leiks en á einhvern óskilanlegan hátt tókst honum að skjóta boltanum fram hjá markinu. Byrjunarlið Lyon: Hugo Lloris, Jean-Alain Boumsong, Cris, Aly Cissokho. Anthony Reveillere, Jean Makoun, Maxime Gonalons, Lisandro Lopez, César Delgado, Michel Bastos, Sidney Govou. Byrjunarlið Bayern: Jörg Butt, Holger Badstuber, Daniel Van Buyten, Diego Contento, Philipp Lahm, Mark Van Bommel, Bastian Schweinsteiger, Arjen Robben, Hamit Altintop, Ivica Olic, Thomas Muller. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Fleiri fréttir Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík „Eina leiðin til að lifa af“ Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Sjá meira
Króatinn Ivica Olic skaut FC Bayern í úrslit Meistaradeildar Evrópu í kvöld er hann skoraði þrennu í 0-3 sigri liðsins á Lyon í síðari leik liðanna í undanúrslitum. Bayern vann rimmu liðanna 4-0 samanlagt. Þýska liðið mun sterkara frá upphafi leiks og er verðskuldað komið í úrslit þar sem það mætir annað hvort Inter eða Barcelona. Vísir var með beina lýsingu frá leiknum má sjá hana hér að neðan. Lyon - FC Bayern 0-3 (0-4 samanlagt) 0-1 Ivica Olic (26. mín), 0-2 Ivica Olic (66.), 0-3 Ivica Olic (78.) Rautt spjald: Cris, Lyon (59.) 86. mín: Lyon er fyrir löngu búið að gefast upp og leikmenn bíða eftir því að leiknum ljúki.78. mín: Olic getur hreinlega ekki hætt að skora og hann var að fullkomna þrennu sína. Að þessu sinni skoraði hann með skalla.76. mín: Bayern er líklegra til að bæta við en Lyon að minnka muninn.66. mín: MARK!!! Olic fær stungusendingu frá Altintop og klárar færið vel eins og svo oft áður. Held við getum lýst því yfir og sagt að Bayern sé komið í úrslitaleikinn.59. mín: Enn syrtir í álinn hjá Lyon sem var að missa Cris af velli með rautt spjald fyrir skrautlega tæklingu.56. mín: Gengur sem fyrr erfiðlega hjá Lyon að opna vörn Bayern sem sækir hratt og Robben var næstum búinn að skora eftir góða skyndisókn.50. mín: Lyon fær ágætt færi en skotið siglir yfir markið. Frakkarnir verða að ná marki snemma til að eiga smá von.Hálfleikur: 0-1 fyrir Bayern sem er 45 mínútum frá sæti í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á Santiago Bernabeau.39. mín: Varnarleikurinn hjá Bayern þéttur og liðið er með öll völd í þessum leik. Frakkarnir þurfa heldur betur að spýta í lófana.31. mín: Bastos fær algjört dauðafæri í teig Bayern en setur boltann fram hjá markinu. Lyon hefur ekki efni á að klúðra svona færum.26. mín: MARK!!! Ivica Olic kemur FC Bayern yfir með skoti úr teignum. Bayern spilaði vel í teiginn, Muller gaf á Olic sem kláraði færið sitt vel. Bayern með annan fótinn í úrslitaleiknum enda þarf Lyon nú að skora þrjú mörk og halda markinu hreinu á sama tíma ætli liðið sér í úrslit.23. mín: Leikurinn hefur róast nokkuð eftir fjöruga byrjun. Bayern sækir meira ef eitthvað er.10. mín: Leikurinn er mjög fjörugur og bæði lið reyna að sækja og leikurinn því opinn og skemmtilegur. Við gætum séð einhver mörk hér í kvöld.2. mín: Bayern byrjar með látum og Thomas Muller fékk dauðafæri strax í upphafi leiks en á einhvern óskilanlegan hátt tókst honum að skjóta boltanum fram hjá markinu. Byrjunarlið Lyon: Hugo Lloris, Jean-Alain Boumsong, Cris, Aly Cissokho. Anthony Reveillere, Jean Makoun, Maxime Gonalons, Lisandro Lopez, César Delgado, Michel Bastos, Sidney Govou. Byrjunarlið Bayern: Jörg Butt, Holger Badstuber, Daniel Van Buyten, Diego Contento, Philipp Lahm, Mark Van Bommel, Bastian Schweinsteiger, Arjen Robben, Hamit Altintop, Ivica Olic, Thomas Muller.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Fleiri fréttir Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík „Eina leiðin til að lifa af“ Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Sjá meira