Mikilvægt persónukjör framundan 21. október 2010 15:00 Áhugi á persónukjöri fer vaxandi, á því fyrirkomulagi að kjósendur geti valið einstaklinga en ekki aðeins flokkslista. Framundan er kosning til stjórnlagaþings sem verður í senn persónukjör og með landinu sem einu kjördæmi. Hvort tveggja er nýjung hjá okkur. Kjósendur fá að velja verðuga fulltrúa til að endurskoða stjórnarskrána. En um leið taka þeir þátt í mikilvægri tilraun með persónukjör sem gæti orðið vísir að því sem koma skal. Kjósendur velja ekki aðeins einn frambjóðanda með krossi heldur forgangsraða þeir allt að 25 frambjóðendum. Beitt verður þekktri talningaraðferð sem tryggir að vilji kjósenda er virtur til hins ítrasta. Það er afar mikilvægt að kjósendur taki þátt í kosningunum með öflugum hætti og nýti sér rétt sinn til röðunar til fulls. Þannig hafa þeir mest áhrif á niðurstöðuna. Tilefni þessarar hvatningar er að Sverrir Jakobsson ritar pistil í Fréttablaðið 19. október s.l. um persónukjör. Í grein Sverris gætir nokkurs misskilnings varðandi aðferðina sem beitt verður. Það er ekki rétt hjá Sverri að röðun í fyrstu sætin og einkum það fyrsta sé það eina sem máli skiptir. Þverrt á móti. Það getur allt eins orðið síðasta val kjósandans sem kemur manni á þingið. Kjósandinn þarf heldur ekki að hika við að setja ofarlega einhvern sem ekki er í sviðsljósinu. Nái hann ekki kjöri er atkvæðinu engan veginn kastað á glæ heldur fer það næsta manns að ósk kjósandans. Með öflugri þátttöku í persónukjörinu til stjórnlagaþings fær þjóðin mikið tækifæri. Nýtum það til fulls. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorkell Helgason Mest lesið Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Ábyrgð og tengslarof Gunnar Dan Wiium Skoðun Skoðun Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Sjá meira
Áhugi á persónukjöri fer vaxandi, á því fyrirkomulagi að kjósendur geti valið einstaklinga en ekki aðeins flokkslista. Framundan er kosning til stjórnlagaþings sem verður í senn persónukjör og með landinu sem einu kjördæmi. Hvort tveggja er nýjung hjá okkur. Kjósendur fá að velja verðuga fulltrúa til að endurskoða stjórnarskrána. En um leið taka þeir þátt í mikilvægri tilraun með persónukjör sem gæti orðið vísir að því sem koma skal. Kjósendur velja ekki aðeins einn frambjóðanda með krossi heldur forgangsraða þeir allt að 25 frambjóðendum. Beitt verður þekktri talningaraðferð sem tryggir að vilji kjósenda er virtur til hins ítrasta. Það er afar mikilvægt að kjósendur taki þátt í kosningunum með öflugum hætti og nýti sér rétt sinn til röðunar til fulls. Þannig hafa þeir mest áhrif á niðurstöðuna. Tilefni þessarar hvatningar er að Sverrir Jakobsson ritar pistil í Fréttablaðið 19. október s.l. um persónukjör. Í grein Sverris gætir nokkurs misskilnings varðandi aðferðina sem beitt verður. Það er ekki rétt hjá Sverri að röðun í fyrstu sætin og einkum það fyrsta sé það eina sem máli skiptir. Þverrt á móti. Það getur allt eins orðið síðasta val kjósandans sem kemur manni á þingið. Kjósandinn þarf heldur ekki að hika við að setja ofarlega einhvern sem ekki er í sviðsljósinu. Nái hann ekki kjöri er atkvæðinu engan veginn kastað á glæ heldur fer það næsta manns að ósk kjósandans. Með öflugri þátttöku í persónukjörinu til stjórnlagaþings fær þjóðin mikið tækifæri. Nýtum það til fulls.
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar