Massa vill sigur, en mun hjálpa Alonso 4. nóvember 2010 14:22 Fernando Alonso og Felipe Massa föguðu vel á verðlaunpallinum í Suður Kóreu á dögunum, en Alonso vann mótið, en Massa varð þriðji. Mynd: Getty Images/Paul Gilham Felipe Massa verður meðal fjögurra Brasilíumanna á heimavelli í Formúlu 1 mótinu á Interlagos brautinni í Brasilíu um helgina. Hann á ekki möguleika á meistaratitilinum og mun styðja við bakið á liðsfélaga sínum hjá Ferrari, Fernando Alonso í titilslagnum, komi sú staða upp í mótinu. Alonso er með 231 stig í stigamóti ökumanna, Mark Webber 220, Lewis Hamilton 210, Vettel 206 og Jenson Button 206. Til að landa titlinum um helgina þarf Alonso 15 stigum meira en Webber, 4 stigum meira en Hamilton og Vettel má ekki fá fleiri stig en Alonso í mótinu til að svo geti orðið. Sjálfur gerir Alonso ekki ráð fyrir því að úrslit ráðist fyrr en í lokamótinu í Abu Dhabi um aðra helgi. "Ég býst við sigri og mun gera mitt besta til að vinna mótið fyrir heimamenn. En það er líka satt að eftir mótið í Þýskalandi var fólk hérna mjög almennilegt við mig og hvetjandi. Raunverulegir áhorfendur eru frábærir, en fréttamennirnir eru erfiðari", sagði Massa á fundi á mótsstað í dag, samkvæmt frétt á autosport.com. Massa hleypti Alonso framúr sér í mótinu í Þýskalandi í sumar, þannig að Alonso fengi fleiri stig í stigamótinu og dómarar mótsins sektuðu Ferrari liðið með peningasekt fyrir tiltækið. Það var síðan tekið fyrir að nýju af FIA, en liðinu var ekki refsað frekar og voru skiptar skoðanir um þá ákvörðun. Aðspurður um það hvort Massa myndi hleypa Alonso framúr sér á ný í Brasilíu sagði Massa. "Ég hef þegar gert það, er það ekki? Ef þú manst það ekki. Ég gerði það 2007. Ég er fagmaður", sagði Massa, en Ferrari leggur mikla áherslu á að ökumenn sínir vinni fyrir liðið. Massa kvaðst ætla að hefja mótið og ljúka því í eins góðri stöðu og mögulegt væri, en hann veit líka að það gæti reynst dýrkeypt ef hann tæki stig af Alonso, en meira mál að hann taki stiga af keppinautunum fjórum við Alonso um titilinn. "Alonso er efstur í stigamótinu og hann getur þetta. Markmiðið er að vinna titilinn og ef hann nær þessu hérna, þá væri það gott fyrir liðið", sagði Massa. "Við höfum séð hvernig allir voru vissir um að Red Bull ynni mót auðveldlega, en svo gerist eitthvað eins og síðasta móti og þeir töpuðu mörgum stigum. Seb (astian Vettel) hefur verið fremstur á ráslínu í 10 mótum og hefur unnið þrjú mót. Á því má sjá að allt er mögulegt, sérstaklega þar sem Fernando er efstur og á því mikla möguleika", sagði Massa. Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira
Felipe Massa verður meðal fjögurra Brasilíumanna á heimavelli í Formúlu 1 mótinu á Interlagos brautinni í Brasilíu um helgina. Hann á ekki möguleika á meistaratitilinum og mun styðja við bakið á liðsfélaga sínum hjá Ferrari, Fernando Alonso í titilslagnum, komi sú staða upp í mótinu. Alonso er með 231 stig í stigamóti ökumanna, Mark Webber 220, Lewis Hamilton 210, Vettel 206 og Jenson Button 206. Til að landa titlinum um helgina þarf Alonso 15 stigum meira en Webber, 4 stigum meira en Hamilton og Vettel má ekki fá fleiri stig en Alonso í mótinu til að svo geti orðið. Sjálfur gerir Alonso ekki ráð fyrir því að úrslit ráðist fyrr en í lokamótinu í Abu Dhabi um aðra helgi. "Ég býst við sigri og mun gera mitt besta til að vinna mótið fyrir heimamenn. En það er líka satt að eftir mótið í Þýskalandi var fólk hérna mjög almennilegt við mig og hvetjandi. Raunverulegir áhorfendur eru frábærir, en fréttamennirnir eru erfiðari", sagði Massa á fundi á mótsstað í dag, samkvæmt frétt á autosport.com. Massa hleypti Alonso framúr sér í mótinu í Þýskalandi í sumar, þannig að Alonso fengi fleiri stig í stigamótinu og dómarar mótsins sektuðu Ferrari liðið með peningasekt fyrir tiltækið. Það var síðan tekið fyrir að nýju af FIA, en liðinu var ekki refsað frekar og voru skiptar skoðanir um þá ákvörðun. Aðspurður um það hvort Massa myndi hleypa Alonso framúr sér á ný í Brasilíu sagði Massa. "Ég hef þegar gert það, er það ekki? Ef þú manst það ekki. Ég gerði það 2007. Ég er fagmaður", sagði Massa, en Ferrari leggur mikla áherslu á að ökumenn sínir vinni fyrir liðið. Massa kvaðst ætla að hefja mótið og ljúka því í eins góðri stöðu og mögulegt væri, en hann veit líka að það gæti reynst dýrkeypt ef hann tæki stig af Alonso, en meira mál að hann taki stiga af keppinautunum fjórum við Alonso um titilinn. "Alonso er efstur í stigamótinu og hann getur þetta. Markmiðið er að vinna titilinn og ef hann nær þessu hérna, þá væri það gott fyrir liðið", sagði Massa. "Við höfum séð hvernig allir voru vissir um að Red Bull ynni mót auðveldlega, en svo gerist eitthvað eins og síðasta móti og þeir töpuðu mörgum stigum. Seb (astian Vettel) hefur verið fremstur á ráslínu í 10 mótum og hefur unnið þrjú mót. Á því má sjá að allt er mögulegt, sérstaklega þar sem Fernando er efstur og á því mikla möguleika", sagði Massa.
Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira