Er reynslan af EFTA áhugaverð? 20. ágúst 2010 06:00 Árið 1970 varð Ísland aðili að EFTA, árangur af Viðreisninni því farsæla stjórnarsamstarfi Sjálfstæðis- og Alþýðuflokks. Rofin var einangrun Íslands að vera utan viðskiptalegs samstarfs í Evrópu, tryggð viðskiptaleg fríðindi til jafns við keppinauta í útflutningi og komið á auknu innlutningsfrelsi. Aðildarsamningur veitti okkur tollfrelsi í EFTA við inngöngu en aðlögun fram til 1980 að lækka verndartolla, mikilvægt frelsi í innflutningi freðfisks í Bretlandi og aðgang að norrænum iðnþróunarsjóði fyrir Ísland að tillögu Bjarna Benediktssonar á fundi forsætisráðherra Norðurlandanna. Aðildin var samþykkt af þingmönnum Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks og þriggja þingmanna Alþýðubandalagsins sem stóðu að Samtökum frjálslyndra og vinstri manna. Gylfi Þ. Gíslason viðskiptaráðherra veitti málinu öfluga forystu. Aðildin mætti mótspyrnu Alþýðubandalagsins sem barðist með oddi og egg gegn allri þátttöku í vestrænni samvinnu. Fríverslun var í æsingaskrifum Þjóðviljans talin hluti þeirrar óheillaþróunar sem hafði leitt Ísland í NATO og þátttaka í EFTA væri aðeins skref inn í hið enn verra, Efnahagsbandalagið. Vissulega voru margir óvissuþættir við slíka opnun hagkerfisins, einkum varðandi samkeppnishæfni íslensks iðnaðar. Mikils um vert var hve jákvæð og opin afstaða iðnrekenda var í máli sem boðaði mikla stefnubreytingu í vernduðum atvinnurekstri þeirra. Þeir sýndu víðsýni í stórmáli sem víst hefði mátt nálgast með efasemdum og neikvæðni sem hefði gert allt þyngra í vöfum á stjórnmálasviðinu. EFTA naut vinsælda en árið eftir að aðildin tók gildi urðu stjórnarskipti. Ríkisstjórn fyrrum stjórnarandstöðuflokka undir forystu Ólafs Jóhannessonar fylgdi óbreyttri stefnu varðandi EFTA. Sáu viðskiptaráðherrarnir Lúðvík Jósepsson og síðar Ólafur Jóhannesson, í annarri ríkisstjórn dyggilega um það. EFTA var hluti af „dynamísku“ ferli sem leiðir til EES-samningsins og þess að önnur aðildarríki en Ísland, Noregur og Sviss gerast aðilar að Evrópusambandinu. Nú er hálf öld liðin síðan umræðan um Ísland og Evrópusamstarfið hófst og ákveðið var að Ísland tengdist því með aðildinni að EFTA. Framundan er ákvörðunin um aðild að Evrópusambandinu. Með EES-samningnum erum við að verulegu leyti þá þegar innanborðs í ESB. Ísland hefur færst frá því að vera fákunnur byrjandi á Evrópuvettvangi í að vera gamalreyndur þátttakandi. Ekki einvörðungu hefur stjórnsýslan náð fullum tökum á hagsmunagæslu Íslands í Brussel, heldur hafa helstu hagsmunasamtök haslað sér þar völl. Íslendingar voru trúverðugur samstarfsaðili þar til kom að hinni hrapallegu þróun fjármálakerfisins eftir 2000. Áfellisdóminn yfir okkur er að finna í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis um aðdraganda og orsakir falls íslensku bankanna 2008. Skýrslan og umræðan hér heima eru ekkert einkamál okkar því aðrar þjóðir fylgjast grannt með íslenska hruninu enda heimsfréttaefni. Eftirlitsstofnun EFTA undirbýr málssókn á hendur íslenskum stjórnvöldum vegna vanefndar á skuldbindingum um lágmarkstryggingar á innistæðum í útibúum Landsbankans í Bretlandi og Hollandi. Gjaldeyrishöft sem grípa varð til eru brot á EES-samningnum og gætu leitt til þess að viðskiptafríðindi yrðu dregin til baka til mótvægis. EES-samningurinn yrði þá í uppnámi. Frumskilyrði fyrir góðum samskiptum við samstarfsþjóðir og alþjóðlegt fjármálasamstarf, er að samningar náist í Icesave-deilunni og bankakerfið nái fyrri stöðu í erlendum samskiptum. Takist það ekki fyrr frekar en síðar blasir við stöðnun og atgervisflótti. Þátttakan í fríversluninni 1970 gerði stjórnvöldum kleift að aflétta viðskiptahöftum og var aðildin því stjórntæki í efnahagsmálum. Þetta er sambærilegt við það markmið núverandi ríkisstjórnar að stefna að aðild að Myntbandalagi Evrópu og upptöku evru. Það er síður en svo minnkun af því að krónan eins og sjálfstæðar myntir Evrópuþjóða sé leyst af hólmi með þátttöku í myntbandalagi. Þannig séð er aðildin að ESB tæki til þjóðfélagslegra umbóta rétt eins og var um EFTA áður fyrr. Það er athyglisvert að þegar sænsk stjórnvöld lögðu fyrst til að Svíþjóð gerðist aðili að ESB var það hluti af aðgerðaáætlun í efnahagsmálum. Andstæðingar aðildar Íslands ganga hart fram í rangfærslum, svo sem því að Bretar og Hollendingar og þar með Evrópusambandið séu óvinir okkar. Hjákátlegastur var þó spuni „ungra bænda“ að okkur bíði herþjónusta í ESB! Hugmyndin um að draga aðildarumsóknina til baka er með því versta sem fram hefur komið, svo mikið áfall sem það yrði fyrir orðstír Íslands sem mikið hefur mátt þola vegna hrunsins. Vinir Íslands innan ESB eru fullir bjartsýni um að ná megi viðunandi lausnum á sviðum sem út af standa í fulla ESB-aðild, einkum í sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum. En varla er nema von að þeir spyrji hvort Íslendingar vilji gerast aðilar að Evrópusambandinu og hvort ekki megi bjóða fólkinu í landinu upplýsta umræðu? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Benediktsson Skoðanir Skoðun Mest lesið Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Árið 1970 varð Ísland aðili að EFTA, árangur af Viðreisninni því farsæla stjórnarsamstarfi Sjálfstæðis- og Alþýðuflokks. Rofin var einangrun Íslands að vera utan viðskiptalegs samstarfs í Evrópu, tryggð viðskiptaleg fríðindi til jafns við keppinauta í útflutningi og komið á auknu innlutningsfrelsi. Aðildarsamningur veitti okkur tollfrelsi í EFTA við inngöngu en aðlögun fram til 1980 að lækka verndartolla, mikilvægt frelsi í innflutningi freðfisks í Bretlandi og aðgang að norrænum iðnþróunarsjóði fyrir Ísland að tillögu Bjarna Benediktssonar á fundi forsætisráðherra Norðurlandanna. Aðildin var samþykkt af þingmönnum Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks og þriggja þingmanna Alþýðubandalagsins sem stóðu að Samtökum frjálslyndra og vinstri manna. Gylfi Þ. Gíslason viðskiptaráðherra veitti málinu öfluga forystu. Aðildin mætti mótspyrnu Alþýðubandalagsins sem barðist með oddi og egg gegn allri þátttöku í vestrænni samvinnu. Fríverslun var í æsingaskrifum Þjóðviljans talin hluti þeirrar óheillaþróunar sem hafði leitt Ísland í NATO og þátttaka í EFTA væri aðeins skref inn í hið enn verra, Efnahagsbandalagið. Vissulega voru margir óvissuþættir við slíka opnun hagkerfisins, einkum varðandi samkeppnishæfni íslensks iðnaðar. Mikils um vert var hve jákvæð og opin afstaða iðnrekenda var í máli sem boðaði mikla stefnubreytingu í vernduðum atvinnurekstri þeirra. Þeir sýndu víðsýni í stórmáli sem víst hefði mátt nálgast með efasemdum og neikvæðni sem hefði gert allt þyngra í vöfum á stjórnmálasviðinu. EFTA naut vinsælda en árið eftir að aðildin tók gildi urðu stjórnarskipti. Ríkisstjórn fyrrum stjórnarandstöðuflokka undir forystu Ólafs Jóhannessonar fylgdi óbreyttri stefnu varðandi EFTA. Sáu viðskiptaráðherrarnir Lúðvík Jósepsson og síðar Ólafur Jóhannesson, í annarri ríkisstjórn dyggilega um það. EFTA var hluti af „dynamísku“ ferli sem leiðir til EES-samningsins og þess að önnur aðildarríki en Ísland, Noregur og Sviss gerast aðilar að Evrópusambandinu. Nú er hálf öld liðin síðan umræðan um Ísland og Evrópusamstarfið hófst og ákveðið var að Ísland tengdist því með aðildinni að EFTA. Framundan er ákvörðunin um aðild að Evrópusambandinu. Með EES-samningnum erum við að verulegu leyti þá þegar innanborðs í ESB. Ísland hefur færst frá því að vera fákunnur byrjandi á Evrópuvettvangi í að vera gamalreyndur þátttakandi. Ekki einvörðungu hefur stjórnsýslan náð fullum tökum á hagsmunagæslu Íslands í Brussel, heldur hafa helstu hagsmunasamtök haslað sér þar völl. Íslendingar voru trúverðugur samstarfsaðili þar til kom að hinni hrapallegu þróun fjármálakerfisins eftir 2000. Áfellisdóminn yfir okkur er að finna í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis um aðdraganda og orsakir falls íslensku bankanna 2008. Skýrslan og umræðan hér heima eru ekkert einkamál okkar því aðrar þjóðir fylgjast grannt með íslenska hruninu enda heimsfréttaefni. Eftirlitsstofnun EFTA undirbýr málssókn á hendur íslenskum stjórnvöldum vegna vanefndar á skuldbindingum um lágmarkstryggingar á innistæðum í útibúum Landsbankans í Bretlandi og Hollandi. Gjaldeyrishöft sem grípa varð til eru brot á EES-samningnum og gætu leitt til þess að viðskiptafríðindi yrðu dregin til baka til mótvægis. EES-samningurinn yrði þá í uppnámi. Frumskilyrði fyrir góðum samskiptum við samstarfsþjóðir og alþjóðlegt fjármálasamstarf, er að samningar náist í Icesave-deilunni og bankakerfið nái fyrri stöðu í erlendum samskiptum. Takist það ekki fyrr frekar en síðar blasir við stöðnun og atgervisflótti. Þátttakan í fríversluninni 1970 gerði stjórnvöldum kleift að aflétta viðskiptahöftum og var aðildin því stjórntæki í efnahagsmálum. Þetta er sambærilegt við það markmið núverandi ríkisstjórnar að stefna að aðild að Myntbandalagi Evrópu og upptöku evru. Það er síður en svo minnkun af því að krónan eins og sjálfstæðar myntir Evrópuþjóða sé leyst af hólmi með þátttöku í myntbandalagi. Þannig séð er aðildin að ESB tæki til þjóðfélagslegra umbóta rétt eins og var um EFTA áður fyrr. Það er athyglisvert að þegar sænsk stjórnvöld lögðu fyrst til að Svíþjóð gerðist aðili að ESB var það hluti af aðgerðaáætlun í efnahagsmálum. Andstæðingar aðildar Íslands ganga hart fram í rangfærslum, svo sem því að Bretar og Hollendingar og þar með Evrópusambandið séu óvinir okkar. Hjákátlegastur var þó spuni „ungra bænda“ að okkur bíði herþjónusta í ESB! Hugmyndin um að draga aðildarumsóknina til baka er með því versta sem fram hefur komið, svo mikið áfall sem það yrði fyrir orðstír Íslands sem mikið hefur mátt þola vegna hrunsins. Vinir Íslands innan ESB eru fullir bjartsýni um að ná megi viðunandi lausnum á sviðum sem út af standa í fulla ESB-aðild, einkum í sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum. En varla er nema von að þeir spyrji hvort Íslendingar vilji gerast aðilar að Evrópusambandinu og hvort ekki megi bjóða fólkinu í landinu upplýsta umræðu?
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun