Styttist óðum í björgunina 7. október 2010 00:30 Letruð í stein Nöfn námumannanna og hjálmur ofan á.fréttablaðið/AP Námumennirnir þrjátíu og þrír, sem hírast á 700 metra dýpi niðri í lokuðum námugöngum, fengu ástæðu til að fagna í vikunni þegar yfirvöld í Chile sögðust vongóð um að þeim verði bjargað úr prísundinni strax í lok næstu viku. Mennirnir hafa verið í tvo mánuði niðri í göngunum og áttu ekki von á að komast upp á yfirborð jarðar fyrr en í næsta mánuði. Undanfarnar tvær vikur hafa mennirnir verið að búa sig undir brottförina. Þeir hafa sent upp á yfirborðið bréf frá ættingjum og aðra persónulega muni, sem þeir vilja ekki skilja eftir. Þetta hefur verið flutt upp á yfirborðið í hylkjum, sem hafa verið notuð til að flytja matvæli, hrein föt, lyf og aðrar nauðsynjar niður til mannanna í gegnum þröng göng, sem tókst að bora til þeirra nokkrum vikum eftir að þeir lokuðust inni. Þrír borar eru notaðir til að bora breiðari göng niður til mannanna, svo hægt verði að flytja þá sjálfa upp á yfirborðið með þar til gerðum hylkjum, sem sérstaklega hafa verið smíðuð í þessu skyni. Mennirnir hafa unnið að því að flytja burt grjótmylsnu, sem hrunið hefur niður í dvalarstað þeirra í göngunum meðan borað hefur verið niður til þeirra. Mennirnir lokuðust niðri í göngunum þann 5. ágúst þegar 700 þúsund tonn af grjóti hrundu og lokuðu af neðri hluta ganganna. Í fyrstu var talið að mennirnir hefðu farist, en eftir að samband náðist við þá hafa ættingjar og vinir dvalist við yfirborðið og beðið eftir frelsun ástvina sinna. Mikill fögnuður braust út þar í vikunni þegar Cristian Barra iðnaðarráðherra sagði að byrjað yrði að æfa björgunaraðgerðir á morgun, föstudag, með þyrlum og flutningabifreiðum. Hann vildi þó ekki fullyrða að björgunin sjálf væri á næsta leiti: „Þetta þýðir bara að við viljum vera vel undirbúin svo engin mistök verði gerð þegar björgunin hefst.“ Sebastian Pinera forseti sagði þó, nú í byrjun vikunnar, að vonir stæðu til þess að mennirnir yrðu komnir út undir bert loft áður en hann færi af landi brott í Evrópureisu, en þeirri ferð hefur verið frestað til 17. október. gudsteinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sjá meira
Námumennirnir þrjátíu og þrír, sem hírast á 700 metra dýpi niðri í lokuðum námugöngum, fengu ástæðu til að fagna í vikunni þegar yfirvöld í Chile sögðust vongóð um að þeim verði bjargað úr prísundinni strax í lok næstu viku. Mennirnir hafa verið í tvo mánuði niðri í göngunum og áttu ekki von á að komast upp á yfirborð jarðar fyrr en í næsta mánuði. Undanfarnar tvær vikur hafa mennirnir verið að búa sig undir brottförina. Þeir hafa sent upp á yfirborðið bréf frá ættingjum og aðra persónulega muni, sem þeir vilja ekki skilja eftir. Þetta hefur verið flutt upp á yfirborðið í hylkjum, sem hafa verið notuð til að flytja matvæli, hrein föt, lyf og aðrar nauðsynjar niður til mannanna í gegnum þröng göng, sem tókst að bora til þeirra nokkrum vikum eftir að þeir lokuðust inni. Þrír borar eru notaðir til að bora breiðari göng niður til mannanna, svo hægt verði að flytja þá sjálfa upp á yfirborðið með þar til gerðum hylkjum, sem sérstaklega hafa verið smíðuð í þessu skyni. Mennirnir hafa unnið að því að flytja burt grjótmylsnu, sem hrunið hefur niður í dvalarstað þeirra í göngunum meðan borað hefur verið niður til þeirra. Mennirnir lokuðust niðri í göngunum þann 5. ágúst þegar 700 þúsund tonn af grjóti hrundu og lokuðu af neðri hluta ganganna. Í fyrstu var talið að mennirnir hefðu farist, en eftir að samband náðist við þá hafa ættingjar og vinir dvalist við yfirborðið og beðið eftir frelsun ástvina sinna. Mikill fögnuður braust út þar í vikunni þegar Cristian Barra iðnaðarráðherra sagði að byrjað yrði að æfa björgunaraðgerðir á morgun, föstudag, með þyrlum og flutningabifreiðum. Hann vildi þó ekki fullyrða að björgunin sjálf væri á næsta leiti: „Þetta þýðir bara að við viljum vera vel undirbúin svo engin mistök verði gerð þegar björgunin hefst.“ Sebastian Pinera forseti sagði þó, nú í byrjun vikunnar, að vonir stæðu til þess að mennirnir yrðu komnir út undir bert loft áður en hann færi af landi brott í Evrópureisu, en þeirri ferð hefur verið frestað til 17. október. gudsteinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sjá meira