Villeneuve vill stofna Formúlu 1 lið 19. júlí 2010 10:18 Jacques Villeneuve og Damon Hill sem báðir urðu meistarar með Williams fögnuðu 60 ára afmæli Formúlu 1 í Barein í byrjun ársins. Mynd: Getty Images Talið er að Formúlu 1 meistarinn frá 1997, Jacques Villeneuve hafi sett inn umsókn til FIA um að mæta með keppnislið á ráslínuna á næsta ári. Villeneuve varð meistari með Williams og reyndi að komast sem ökumaður á ráslínuna á þessu ári. Autosport.com greinir frá því að Villeneuve vilji mæta með lið á næsta ári, en þýska tímaritið Auto Motor und Sport greindi fyrst frá málinu. Í blaðinu segir að Flavio Briatore og Pat Symonds, sem voru áður hjá Renault séu hluti af dæminu. Villeneuve hefur staðfest formlega að hann sé að vinna að Formúlu 1 málum, en ekki nákvæmlega hverju. Ekki er ljóst samkvæmt fréttinni hvort hann hyggst keyra sjálfur, fái lið hans keppnisleyfi, en nokkrir aðilar hafa áhuga á að mæta með lið þar sem eitt pláss er laust fyrir lið 2011. Rick Gorne sem er umboðsmaður Villeneuve sagði á BBC Sport að Formúlu 1 sé möguleiki og þeir séu að vinna að verkefninu. Villeneuve hætti í Formúlu 1 á miðju árinu 2006, þegar hann ók með BMW Sauber. Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Talið er að Formúlu 1 meistarinn frá 1997, Jacques Villeneuve hafi sett inn umsókn til FIA um að mæta með keppnislið á ráslínuna á næsta ári. Villeneuve varð meistari með Williams og reyndi að komast sem ökumaður á ráslínuna á þessu ári. Autosport.com greinir frá því að Villeneuve vilji mæta með lið á næsta ári, en þýska tímaritið Auto Motor und Sport greindi fyrst frá málinu. Í blaðinu segir að Flavio Briatore og Pat Symonds, sem voru áður hjá Renault séu hluti af dæminu. Villeneuve hefur staðfest formlega að hann sé að vinna að Formúlu 1 málum, en ekki nákvæmlega hverju. Ekki er ljóst samkvæmt fréttinni hvort hann hyggst keyra sjálfur, fái lið hans keppnisleyfi, en nokkrir aðilar hafa áhuga á að mæta með lið þar sem eitt pláss er laust fyrir lið 2011. Rick Gorne sem er umboðsmaður Villeneuve sagði á BBC Sport að Formúlu 1 sé möguleiki og þeir séu að vinna að verkefninu. Villeneuve hætti í Formúlu 1 á miðju árinu 2006, þegar hann ók með BMW Sauber.
Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira