Styttri aðgangur hærra orkuverð 15. september 2010 06:00 Um þessar mundir er unnið að gerð stjórnarfrumvarps þar sem meðal annars mun vera lagt upp með að stytta leyfilegan samningstíma varðandi afnotarétt af náttúruauðlindum í jarðhita og vatnsafli, í opinberri eigu. Samkvæmt lögum frá árinu 2008 er hámarkstími slíkra samninga nú 65 ár, en semja má um framlengingu að samningstímanum hálfnuðum (og þá aftur mest til 65 ára, heildarsamningstíminn getur því mestur orðið samtals 97,5 ár). Vatnsafls- og jarðvarmavirkjanir hafa langan líftíma sem lengja má með reglulegu viðhaldi. Fjárfestingin er hins vegar mikil í upphafi. Ljóst er að styttri nýtingartími á auðlindinni hefur í för með sér hærri arðsemiskröfu og því væntanlega hærra orkuverð. Þetta má setja upp í einfalt tilbúið dæmi, en í töflunni hér til hliðar má sjá hvaða áhrif stytting nýtingartímans myndi væntanlega hafa á orkuverð ef viðkomandi virkjun ætti að geta borið sig. Við miðum hér við litla jarðvarmavirkjun með 10 megavatta (MW) uppsettu afli og gefum okkur að byggingarkostnaður sé um 2,2 milljónir dollara fyrir hvert MW, eða tæpar 260 milljónir króna á genginu 118. Nýtingarhlutfall virkjunarinnar er áætlað 63% (framleiðsla fyrir almennan markað), rekstrar- og viðhaldskostnaður er áætlaður 2% af fjárfestingunni, veginn fjármagnskostnaður er áætlaður 7,5% (sem um leið er þá lágmarksarðsemiskrafa) og loks er verðbólga á líftíma virkjunarinnar áætluð 2,5%. Til þess að hægt sé að afskrifa þessa virkjun á 65 ára tímabili þarf orkuverðið að vera að minnsta kosti 2,82 krónur á kílóvattstund (kWst). Ef við hins vegar styttum líftíma virkjunarinnar niður í 40 ár þá þarf þetta sama orkuverð, að öðrum forsendum óbreyttum, að vera að minnsta kosti 3,08 krónur per kWst, eða 9,2% hærra. Sé líftíminn enn styttur niður í 30 ár þarf orkuverðið að vera að minnsta kosti 3,39 krónur, 20,2% hærra en ef líftíminn væri 65 ár.Njótum ódýrrar orkuVið Íslendingar njótum einhvers lægsta raforkuverðs sem þekkist á Vesturlöndum. Á dögunum kom þannig fram að eftir að boðaðar gjaldskrárhækkanir Orkuveitu Reykjavíkur taka gildi mun raforkukostnaður í öðrum höfuðborgum Norðurlandanna eftir sem áður verða frá 28% (í Helsinki) til 203% (í Kaupmannahöfn) hærri en hjá íbúum á veitusvæði Orkuveitunnar, miðað við sömu raforkunotkun. Ef borinn er saman húshitunarkostnaður milli þessara sömu höfuðborga er munurinn enn meiri, Íslendingum í hag. Þessi lági orkukostnaður er hins vegar ekki sjálfgefinn. Stytting leyfilegs samningstíma um aðgang að orkuauðlindum þýðir að sjálfsögðu hærri arðsemiskröfu og því væntanlega hærra orkuverð til heimila, fyrirtækja og stofnana. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Um þessar mundir er unnið að gerð stjórnarfrumvarps þar sem meðal annars mun vera lagt upp með að stytta leyfilegan samningstíma varðandi afnotarétt af náttúruauðlindum í jarðhita og vatnsafli, í opinberri eigu. Samkvæmt lögum frá árinu 2008 er hámarkstími slíkra samninga nú 65 ár, en semja má um framlengingu að samningstímanum hálfnuðum (og þá aftur mest til 65 ára, heildarsamningstíminn getur því mestur orðið samtals 97,5 ár). Vatnsafls- og jarðvarmavirkjanir hafa langan líftíma sem lengja má með reglulegu viðhaldi. Fjárfestingin er hins vegar mikil í upphafi. Ljóst er að styttri nýtingartími á auðlindinni hefur í för með sér hærri arðsemiskröfu og því væntanlega hærra orkuverð. Þetta má setja upp í einfalt tilbúið dæmi, en í töflunni hér til hliðar má sjá hvaða áhrif stytting nýtingartímans myndi væntanlega hafa á orkuverð ef viðkomandi virkjun ætti að geta borið sig. Við miðum hér við litla jarðvarmavirkjun með 10 megavatta (MW) uppsettu afli og gefum okkur að byggingarkostnaður sé um 2,2 milljónir dollara fyrir hvert MW, eða tæpar 260 milljónir króna á genginu 118. Nýtingarhlutfall virkjunarinnar er áætlað 63% (framleiðsla fyrir almennan markað), rekstrar- og viðhaldskostnaður er áætlaður 2% af fjárfestingunni, veginn fjármagnskostnaður er áætlaður 7,5% (sem um leið er þá lágmarksarðsemiskrafa) og loks er verðbólga á líftíma virkjunarinnar áætluð 2,5%. Til þess að hægt sé að afskrifa þessa virkjun á 65 ára tímabili þarf orkuverðið að vera að minnsta kosti 2,82 krónur á kílóvattstund (kWst). Ef við hins vegar styttum líftíma virkjunarinnar niður í 40 ár þá þarf þetta sama orkuverð, að öðrum forsendum óbreyttum, að vera að minnsta kosti 3,08 krónur per kWst, eða 9,2% hærra. Sé líftíminn enn styttur niður í 30 ár þarf orkuverðið að vera að minnsta kosti 3,39 krónur, 20,2% hærra en ef líftíminn væri 65 ár.Njótum ódýrrar orkuVið Íslendingar njótum einhvers lægsta raforkuverðs sem þekkist á Vesturlöndum. Á dögunum kom þannig fram að eftir að boðaðar gjaldskrárhækkanir Orkuveitu Reykjavíkur taka gildi mun raforkukostnaður í öðrum höfuðborgum Norðurlandanna eftir sem áður verða frá 28% (í Helsinki) til 203% (í Kaupmannahöfn) hærri en hjá íbúum á veitusvæði Orkuveitunnar, miðað við sömu raforkunotkun. Ef borinn er saman húshitunarkostnaður milli þessara sömu höfuðborga er munurinn enn meiri, Íslendingum í hag. Þessi lági orkukostnaður er hins vegar ekki sjálfgefinn. Stytting leyfilegs samningstíma um aðgang að orkuauðlindum þýðir að sjálfsögðu hærri arðsemiskröfu og því væntanlega hærra orkuverð til heimila, fyrirtækja og stofnana.
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun