Hvert Evrópuskref eykur atvinnu Össur Skarphéðinsson skrifar 5. nóvember 2010 06:00 Aðild smáríkja eins og Íslands að Evrópusambandinu virðist leiða til verulegrar aukningar á erlendum fjárfestingum hjá þeim. Þegar umsvif fyrirtækja í þeim eru skoðuð kemur líka í ljós að fjárfestingar þeirra margfölduðust í öðrum ríkjum á fjórum fyrstu árunum eftir aðild, mest í löndum Evrópusambandsins. Þannig virðist full þátttaka í samstarfi Evrópuþjóðanna á sviði efnahags- og viðskiptamála skapa fyrirtækjum nýtt svigrúm til að vaxa og fjölga störfum. Þetta kemur í ljós þegar menn skoða opinberar tölur um fjárfestingar sem tengjast fimm smáríkjum sem gengu í Evrópusambandið árið 2004. Jákvæð EvrópuskrefStaðreyndin er sú, að í hvert skipti sem Ísland hefur stigið skref í átt að nánari samruna við Evrópu, þá hafa erlendar fjárfestingar stóraukist á Íslandi. Um leið hafa orðið til ný störf. Það gerðist með aðildinni að EFTA á sínum tíma. Það gerðist aftur þegar við urðum hluti af EES-samningnum. Það mun endurtaka sig enn einu sinni þegar við göngum í Evrópusambandið. Það getum við lært af reynslu Maltverja, Kýpverja, Slóvena, Slóvaka og Eistlendinga. Hugsanlega gerist það einnig, þegar kemur að því að Íslendingar taka upp evruna. Þvert á það sem haldið er fram af Heimssýn og þeim „innmúruðu og innvígðu" á Evrópuvaktin.is (sem formaður utanríkismálanefndar kallar „hægriöfgamennina") þá er sú aukning sem varð í erlendum fjárfestingum hér á landi í kjölfar EES-samningsins rök með því - en ekki gegn - að hvert skref til nánari samvinnu við Evrópu eykur traustið á Íslandi. Það leiðir til meiri fjárfestinga hér á landi. Það eykur svigrúm fyrirtækja til að vaxa og það skapar ný störf. Þurfum við ekki á nýjum störfum að halda? Jú, - svo sannarlega. Mýsnar sem ég vil veiðaÍsland skortir störf. Þurfum við að vera hrædd við erlendar fjárfestingar? Síður en svo. En óttinn við útlönd og erlendar fjárfestingar virðist því miður vera aflvakinn á bak við andstöðu margra við Evrópusambandið. Ég hallast hins vegar að gömlu mottói kínverska leiðtogans Deng Xiaoping, sem var arkitektinn að kínverska efnahagsundrinu. En hann sagði gjarnan: Mér er sama hvernig kötturinn er á litinn, bara ef hann veiðir mýs. Þær mýs, sem ég vil veiða með erlendum fjárfestingum, eru ný störf á Íslandi. Við núverandi aðstæður, þar sem liggur fyrir að við þurfum að skapa 30-35 þúsund ný störf á næstu tíu árum til að útrýma atvinnuleysi, þá höfum við einfaldlega ekki efni á að kasta Evrópuleiðinni óskoðaðri. Hún mun hugsanlega leiða til þess að erlendar fjárfestingar á Íslandi stóraukist, og skapi vel launuð, ný störf í samræmi við það. Aðild getur því falið í sér, ef rétt er spilað, ný tækifæri fyrir börnin okkar, sem eru að vaxa úr grasi og koma út á erfiðan vinnumarkað, þar sem eftirspurn eftir vinnuafli þeirra er því miður minni en framboð. Atvinnuleysið ógnar fjölda fjölskyldna á Íslandi. Það ógnar hamingju landsmanna. Það ógnar samfélagsmynstrinu. Um leið ógnar það framtíð Íslands. Ég vil ekki missa blóma kynslóðanna til útlanda, því það rýrir í senn mannauðinn heima, og dregur úr samkeppnisfærni okkar sem þjóðar. Ég vil ekki að Ísland verði annars flokks þjóð. Evrópuleiðin skapar störf. Hún er aðferð til að halda unga fólkinu á Íslandi. Það viljum við öll - ekki satt? Hver er valkostur Heimssýnar?Það er fullkomlega lögmæt afstaða að hafna Evrópuleiðinni. Menn verða þá að gera það á grundvelli raka. Við, sem fylgjum Evrópuleiðinni, eigum þá kröfu á hina, sem hafna henni, að þeir sýni fram á betri leið út úr vandræðum Íslands. Þeir verða að sýna að þeir hafi betri aðferðir til að útrýma atvinnuleysi á Íslandi. Hver er valkostur Heimssýnar? Það hefur enginn maður heyrt af honum. Hann er ekki til. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Össur Skarphéðinsson Mest lesið Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson Skoðun Skoðun Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Aðild smáríkja eins og Íslands að Evrópusambandinu virðist leiða til verulegrar aukningar á erlendum fjárfestingum hjá þeim. Þegar umsvif fyrirtækja í þeim eru skoðuð kemur líka í ljós að fjárfestingar þeirra margfölduðust í öðrum ríkjum á fjórum fyrstu árunum eftir aðild, mest í löndum Evrópusambandsins. Þannig virðist full þátttaka í samstarfi Evrópuþjóðanna á sviði efnahags- og viðskiptamála skapa fyrirtækjum nýtt svigrúm til að vaxa og fjölga störfum. Þetta kemur í ljós þegar menn skoða opinberar tölur um fjárfestingar sem tengjast fimm smáríkjum sem gengu í Evrópusambandið árið 2004. Jákvæð EvrópuskrefStaðreyndin er sú, að í hvert skipti sem Ísland hefur stigið skref í átt að nánari samruna við Evrópu, þá hafa erlendar fjárfestingar stóraukist á Íslandi. Um leið hafa orðið til ný störf. Það gerðist með aðildinni að EFTA á sínum tíma. Það gerðist aftur þegar við urðum hluti af EES-samningnum. Það mun endurtaka sig enn einu sinni þegar við göngum í Evrópusambandið. Það getum við lært af reynslu Maltverja, Kýpverja, Slóvena, Slóvaka og Eistlendinga. Hugsanlega gerist það einnig, þegar kemur að því að Íslendingar taka upp evruna. Þvert á það sem haldið er fram af Heimssýn og þeim „innmúruðu og innvígðu" á Evrópuvaktin.is (sem formaður utanríkismálanefndar kallar „hægriöfgamennina") þá er sú aukning sem varð í erlendum fjárfestingum hér á landi í kjölfar EES-samningsins rök með því - en ekki gegn - að hvert skref til nánari samvinnu við Evrópu eykur traustið á Íslandi. Það leiðir til meiri fjárfestinga hér á landi. Það eykur svigrúm fyrirtækja til að vaxa og það skapar ný störf. Þurfum við ekki á nýjum störfum að halda? Jú, - svo sannarlega. Mýsnar sem ég vil veiðaÍsland skortir störf. Þurfum við að vera hrædd við erlendar fjárfestingar? Síður en svo. En óttinn við útlönd og erlendar fjárfestingar virðist því miður vera aflvakinn á bak við andstöðu margra við Evrópusambandið. Ég hallast hins vegar að gömlu mottói kínverska leiðtogans Deng Xiaoping, sem var arkitektinn að kínverska efnahagsundrinu. En hann sagði gjarnan: Mér er sama hvernig kötturinn er á litinn, bara ef hann veiðir mýs. Þær mýs, sem ég vil veiða með erlendum fjárfestingum, eru ný störf á Íslandi. Við núverandi aðstæður, þar sem liggur fyrir að við þurfum að skapa 30-35 þúsund ný störf á næstu tíu árum til að útrýma atvinnuleysi, þá höfum við einfaldlega ekki efni á að kasta Evrópuleiðinni óskoðaðri. Hún mun hugsanlega leiða til þess að erlendar fjárfestingar á Íslandi stóraukist, og skapi vel launuð, ný störf í samræmi við það. Aðild getur því falið í sér, ef rétt er spilað, ný tækifæri fyrir börnin okkar, sem eru að vaxa úr grasi og koma út á erfiðan vinnumarkað, þar sem eftirspurn eftir vinnuafli þeirra er því miður minni en framboð. Atvinnuleysið ógnar fjölda fjölskyldna á Íslandi. Það ógnar hamingju landsmanna. Það ógnar samfélagsmynstrinu. Um leið ógnar það framtíð Íslands. Ég vil ekki missa blóma kynslóðanna til útlanda, því það rýrir í senn mannauðinn heima, og dregur úr samkeppnisfærni okkar sem þjóðar. Ég vil ekki að Ísland verði annars flokks þjóð. Evrópuleiðin skapar störf. Hún er aðferð til að halda unga fólkinu á Íslandi. Það viljum við öll - ekki satt? Hver er valkostur Heimssýnar?Það er fullkomlega lögmæt afstaða að hafna Evrópuleiðinni. Menn verða þá að gera það á grundvelli raka. Við, sem fylgjum Evrópuleiðinni, eigum þá kröfu á hina, sem hafna henni, að þeir sýni fram á betri leið út úr vandræðum Íslands. Þeir verða að sýna að þeir hafi betri aðferðir til að útrýma atvinnuleysi á Íslandi. Hver er valkostur Heimssýnar? Það hefur enginn maður heyrt af honum. Hann er ekki til.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun