Bændasamtökin og aðrétturnar Ingimundur Bergmann skrifar 1. október 2010 06:00 Hvenær tekur maður við ,,aðréttum” og hvenær tekur maður ekki við ,,aðréttum”, það er vandinn, að minnsta kosti ef maður er í forsvari fyrir íslenska bændastétt. Þetta er eitt af því sem vefst talsvert fyrir leiðtoga Bændasamtakanna þegar hann fjallar um þau framlög Evrópusambandsins sem hann gefur hið skáldlega nafn aðréttur í Bændablaðinu. Haraldur Benediktsson formaður Bændasamtaka Íslands, ritar leiðarann í Bændablaðinu í síðustu viku og kvartar þar yfir því að ESB stundi það að bjóða bændum, það sem hann kallar ,,aðréttur”. Aðréttur þessar þykir honum ekki góðar, þar sem þær hafi mögulega þann tilgang að fá bændur til að hugsa málin upp á nýtt, þ.e. hvað varðar afstöðuna til mögulegrar inngöngu Íslands í Evrópusambandið. Hvers vegna formanninum fellur illa að bændur fái nýja sýn á framtíðina miðað við inngöngu þjóðarinnar í sambandið er ekki gott að skilja og rík ástæða til að hann skýri betur en gert hefur verið, hvers vegna það er svo slæmt að íslenskir bændur hugsi sjálfstætt? Af þessu tilefni ritar Ólafur Stephensen, ritstjóri Fréttablaðsins leiðara þar sem hann fer yfir það í nokkrum liðum hvernig hinar títtnefndu aðréttur hafi runnið greiðlega um hendur bænda á umliðnum árum. Nefnir hann þar nokkur dæmi s.s. styrk til vöruhönnunar á Austurlandi úr ull, skógarafurðum og leðri, þjálfun smala og eflingu atvinnuþátttöku kvenna í landbúnaði. Líklega er ekkert af þessu gott að mati bændaforingjans, en jafnvíst að þeim hefur þótt gott sem nutu. Þarna er um að ræða ýmis verkefni sem bændaforustan hefur, þrátt fyrir allt, séð sér hag í að nýta, bændum og þjóðinni til hagsbóta. Augljóslega felst mótsögn í hinni nýju afstöðu Bændasamtakanna miðað við hve sjálfsagt þeim hefur þótt að þiggja framlög frá ESB fram til þessa. Í tilefni af þessu sendi BÍ bréf með yfirskriftinni ,,Beiðni um að staða landbúnaðar í samningaferli Íslands við ESB verði skýrð” til Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra, þar sem kvartað er m.a. yfir aðréttunum. Bréfið ættu sem flestir að lesa þar sem í því birtist á afar skýran hátt hvernig BÍ tekur afstöðu til Evrópumálanna. Vitnað er í Jón Bjarnason landbúnaðarráðherra og eftir honum haft að aðlögunarferli að Evrópusambandinu sé hafið og virðist ekki þurfa frekar vitnanna við, að mati bændaforustunnar. Jón Bjarnason landbúnaðarráðherra, hefur margoft lýst því yfir að hann telji ekki koma til greina að Ísland gangi í ESB og í því ljósi getur hann varla talist traust heimild um hvernig beri að túlka á hvaða stigi viðræður við sambandið eru staddar. Yfirlýsingar hans um að ,,aðlögunarferli” sé hafið, verða að skoðast í því ljósi að þar er að tjá sig maður sem er ákveðinn í að taka ímyndaða hagsmuni fárra fram yfir hagsmuni heildarinnar. Ekki er gott til þess að vita fyrir bændur, að bændaforustan sæki sér helst leiðsögn í þann suðupott öfgaskoðana og kreddufestu sem Vinstri- grænu stjórnmálasamtökin eru. Komið hefur fram að eitt af því sem ESB hefur sett út á varðandi landbúnaðarkerfið íslenska, er að ekki sé auðvelt að sjá hvernig því fjármagni sem ráðstafað er til að styrkja íslenskan landbúnað sé varið. Við lestur fyrrnefnds bréfs læðist að sá grunur, að það fari dálítið fyrir brjóstið á bændaforustunni að hugsanlega verði þar gerð breyting á: að greiðslur verði auðraktari og kerfið gert opið og gegnsætt. Það er nefnilega kunnara en frá þurfi að segja að í millifærslukerfinu íslenska og er þá ekki eingöngu átt við landbúnaðarkerfið, leynist mörg matarholan, sem þeim einum er kunnugt um sem innvígðir eru. Bændaforustan hefur barist gegn inngöngu Íslands í Evrópusambandið með oddi og egg og beitt þar fyrir sig ýmsum rökum sem fæst standast skoðun ef að er gáð. Það er öllum ljóst að landbúnaður er stundaður í löndum Evrópusambandsins allt frá Miðjarðarhafi og norður til Finnmerkur. Undirritaður dvaldi í austurrískri sveit á dögunum og sá þá með eigin augum hve landbúnaður dafnar þar vel og ekki síður hitt, hve frelsi austurrískra bænda er á ýmsum sviðum meira en íslenskra. Afurðir sínar selja þeir beint til neytenda, ef þeim sýnist svo, hvort heldur um er að ræða kjöt, kartöflur, egg eða mjólk og mjólkurafurðir svo sem osta sem þeir framleiða sjálfir á búum sínum. Vafalaust er það allt undir eðlilegu heilbrigðiseftirliti og þess gætt að rétt og vel sé farið með vöruna, en ekki stunduð sú ofstjórn sem sjálfsögð þykir hér á landi. Í málflutningi sínum hefur BÍ meðal annars haldið því fram að tryggja verði matvælaöryggi íslensku þjóðarinnar og talið að það verði best gert með því að halda Íslandi utan við ESB. Það er svo gjarnan látið fylgja með: að ef samgöngur til landsins einhverra hluta vegna stöðvist, þá sé gott að eiga matvælaframleiðslu sem duga muni þjóðinni í slíkum þrengingum. Málflutningur af þessu tagi stenst ekki skoðun. Ef svo færi að samgöngur til landsins stöðvuðust, þá háttar þannig til að eitt það fyrsta sem færi úr skorðum er landbúnaðurinn. Ekki yrði flutt inn korn, olía, vélar, né varahlutir til þeirra. Engin áburðarverksmiðja er í landinu og víst er að ekki kæmi áburður til landsins án samgangna. Þá má einnig geta þess, að ekki er vansalaust hve lítt hefur verið hugsað um að nýta búfjáráburð, en vonandi stendur það til bóta, þó ekki sé nema vegna þess hve áburðarverð hefur rokið upp að undanförnu. Af þessu má ljóst vera að landbúnaðarframleiðsla myndi nær stöðvast, fyrir nú utan allt annað sem úr skorðum gengi við slíka uppákomu. Enginn áhugi virðist vera á því hjá íslenskri þjóð, né ráðamönnum hennar, að tryggja siglingar til landsins. Það sést af því að ekki eitt einasta flutningaskip er undir íslenskum fána, þau eru öll skráð erlendis og verða eflaust tekin til þjónustu fyrir þær þjóðir ef aðstæður af því tagi sem BÍ hefur haldið á lofti í umræðunni um matvælaöryggi yrðu að raunveruleika. Nágrannaþjóðir okkar brugðust við útflöggun kaupskipaflotans fyrir mörgum árum, en íslenska þjóðin virðist ekki hafa metnað til þess. Því eru skipin skráð erlendis og þeir Íslendingar sem á þeim starfa skráðir til heimilis utan landsteinanna. Hætt er við að forfeður og formæður okkar, þau sem í fátækt söfnuðu hlutafé til að geta stofnað skipafélag og keypt skip til að tryggja siglingar til og frá landinu, yrðu forviða ef þau gætu séð hvernig komið er fyrir því gamla baráttumáli. Ef til þess kemur að Ísland gengur til samstarfs við ESB er engin ástæða til annars en gera ráð fyrir að íslenskum bændum komi til að vegna vel í því samstarfi og jafnvel betur en í því kerfi sem boðið hefur verið uppá hingað til. Kerfi þar sem flestir kostnaðarliðir til almenns rekstrar eru um það bil tvöfalt til margfalt hærri en tíðkast hjá nágrannaþjóðum. Kerfi sem boðið hefur uppá okurvexti, ofurverðlagningu á fóðurvörum og fjölmörgum öðrum rekstrarvörum og ekki má gleyma síendurteknum gengisfellingum með tilheyrandi afleiðingum fyrir þjóðina alla, bændur jafnt sem aðra. Ljóst er að málflutningur Bændasamtaka Íslands stenst ekki og kominn er tími til að þau snúi sér frekar að því að huga að hagsmunum íslenskra bænda innan Evrópusambandsins, ef til þess kemur að Ísland verði eitt af ríkjum þess, en að mála samtökin út í horn með málflutningi sem ekki þjónar hagsmunum þeirra sem þau þó eiga að þjóna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson skrifar Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Trú er holl Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson skrifar Sjá meira
Hvenær tekur maður við ,,aðréttum” og hvenær tekur maður ekki við ,,aðréttum”, það er vandinn, að minnsta kosti ef maður er í forsvari fyrir íslenska bændastétt. Þetta er eitt af því sem vefst talsvert fyrir leiðtoga Bændasamtakanna þegar hann fjallar um þau framlög Evrópusambandsins sem hann gefur hið skáldlega nafn aðréttur í Bændablaðinu. Haraldur Benediktsson formaður Bændasamtaka Íslands, ritar leiðarann í Bændablaðinu í síðustu viku og kvartar þar yfir því að ESB stundi það að bjóða bændum, það sem hann kallar ,,aðréttur”. Aðréttur þessar þykir honum ekki góðar, þar sem þær hafi mögulega þann tilgang að fá bændur til að hugsa málin upp á nýtt, þ.e. hvað varðar afstöðuna til mögulegrar inngöngu Íslands í Evrópusambandið. Hvers vegna formanninum fellur illa að bændur fái nýja sýn á framtíðina miðað við inngöngu þjóðarinnar í sambandið er ekki gott að skilja og rík ástæða til að hann skýri betur en gert hefur verið, hvers vegna það er svo slæmt að íslenskir bændur hugsi sjálfstætt? Af þessu tilefni ritar Ólafur Stephensen, ritstjóri Fréttablaðsins leiðara þar sem hann fer yfir það í nokkrum liðum hvernig hinar títtnefndu aðréttur hafi runnið greiðlega um hendur bænda á umliðnum árum. Nefnir hann þar nokkur dæmi s.s. styrk til vöruhönnunar á Austurlandi úr ull, skógarafurðum og leðri, þjálfun smala og eflingu atvinnuþátttöku kvenna í landbúnaði. Líklega er ekkert af þessu gott að mati bændaforingjans, en jafnvíst að þeim hefur þótt gott sem nutu. Þarna er um að ræða ýmis verkefni sem bændaforustan hefur, þrátt fyrir allt, séð sér hag í að nýta, bændum og þjóðinni til hagsbóta. Augljóslega felst mótsögn í hinni nýju afstöðu Bændasamtakanna miðað við hve sjálfsagt þeim hefur þótt að þiggja framlög frá ESB fram til þessa. Í tilefni af þessu sendi BÍ bréf með yfirskriftinni ,,Beiðni um að staða landbúnaðar í samningaferli Íslands við ESB verði skýrð” til Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra, þar sem kvartað er m.a. yfir aðréttunum. Bréfið ættu sem flestir að lesa þar sem í því birtist á afar skýran hátt hvernig BÍ tekur afstöðu til Evrópumálanna. Vitnað er í Jón Bjarnason landbúnaðarráðherra og eftir honum haft að aðlögunarferli að Evrópusambandinu sé hafið og virðist ekki þurfa frekar vitnanna við, að mati bændaforustunnar. Jón Bjarnason landbúnaðarráðherra, hefur margoft lýst því yfir að hann telji ekki koma til greina að Ísland gangi í ESB og í því ljósi getur hann varla talist traust heimild um hvernig beri að túlka á hvaða stigi viðræður við sambandið eru staddar. Yfirlýsingar hans um að ,,aðlögunarferli” sé hafið, verða að skoðast í því ljósi að þar er að tjá sig maður sem er ákveðinn í að taka ímyndaða hagsmuni fárra fram yfir hagsmuni heildarinnar. Ekki er gott til þess að vita fyrir bændur, að bændaforustan sæki sér helst leiðsögn í þann suðupott öfgaskoðana og kreddufestu sem Vinstri- grænu stjórnmálasamtökin eru. Komið hefur fram að eitt af því sem ESB hefur sett út á varðandi landbúnaðarkerfið íslenska, er að ekki sé auðvelt að sjá hvernig því fjármagni sem ráðstafað er til að styrkja íslenskan landbúnað sé varið. Við lestur fyrrnefnds bréfs læðist að sá grunur, að það fari dálítið fyrir brjóstið á bændaforustunni að hugsanlega verði þar gerð breyting á: að greiðslur verði auðraktari og kerfið gert opið og gegnsætt. Það er nefnilega kunnara en frá þurfi að segja að í millifærslukerfinu íslenska og er þá ekki eingöngu átt við landbúnaðarkerfið, leynist mörg matarholan, sem þeim einum er kunnugt um sem innvígðir eru. Bændaforustan hefur barist gegn inngöngu Íslands í Evrópusambandið með oddi og egg og beitt þar fyrir sig ýmsum rökum sem fæst standast skoðun ef að er gáð. Það er öllum ljóst að landbúnaður er stundaður í löndum Evrópusambandsins allt frá Miðjarðarhafi og norður til Finnmerkur. Undirritaður dvaldi í austurrískri sveit á dögunum og sá þá með eigin augum hve landbúnaður dafnar þar vel og ekki síður hitt, hve frelsi austurrískra bænda er á ýmsum sviðum meira en íslenskra. Afurðir sínar selja þeir beint til neytenda, ef þeim sýnist svo, hvort heldur um er að ræða kjöt, kartöflur, egg eða mjólk og mjólkurafurðir svo sem osta sem þeir framleiða sjálfir á búum sínum. Vafalaust er það allt undir eðlilegu heilbrigðiseftirliti og þess gætt að rétt og vel sé farið með vöruna, en ekki stunduð sú ofstjórn sem sjálfsögð þykir hér á landi. Í málflutningi sínum hefur BÍ meðal annars haldið því fram að tryggja verði matvælaöryggi íslensku þjóðarinnar og talið að það verði best gert með því að halda Íslandi utan við ESB. Það er svo gjarnan látið fylgja með: að ef samgöngur til landsins einhverra hluta vegna stöðvist, þá sé gott að eiga matvælaframleiðslu sem duga muni þjóðinni í slíkum þrengingum. Málflutningur af þessu tagi stenst ekki skoðun. Ef svo færi að samgöngur til landsins stöðvuðust, þá háttar þannig til að eitt það fyrsta sem færi úr skorðum er landbúnaðurinn. Ekki yrði flutt inn korn, olía, vélar, né varahlutir til þeirra. Engin áburðarverksmiðja er í landinu og víst er að ekki kæmi áburður til landsins án samgangna. Þá má einnig geta þess, að ekki er vansalaust hve lítt hefur verið hugsað um að nýta búfjáráburð, en vonandi stendur það til bóta, þó ekki sé nema vegna þess hve áburðarverð hefur rokið upp að undanförnu. Af þessu má ljóst vera að landbúnaðarframleiðsla myndi nær stöðvast, fyrir nú utan allt annað sem úr skorðum gengi við slíka uppákomu. Enginn áhugi virðist vera á því hjá íslenskri þjóð, né ráðamönnum hennar, að tryggja siglingar til landsins. Það sést af því að ekki eitt einasta flutningaskip er undir íslenskum fána, þau eru öll skráð erlendis og verða eflaust tekin til þjónustu fyrir þær þjóðir ef aðstæður af því tagi sem BÍ hefur haldið á lofti í umræðunni um matvælaöryggi yrðu að raunveruleika. Nágrannaþjóðir okkar brugðust við útflöggun kaupskipaflotans fyrir mörgum árum, en íslenska þjóðin virðist ekki hafa metnað til þess. Því eru skipin skráð erlendis og þeir Íslendingar sem á þeim starfa skráðir til heimilis utan landsteinanna. Hætt er við að forfeður og formæður okkar, þau sem í fátækt söfnuðu hlutafé til að geta stofnað skipafélag og keypt skip til að tryggja siglingar til og frá landinu, yrðu forviða ef þau gætu séð hvernig komið er fyrir því gamla baráttumáli. Ef til þess kemur að Ísland gengur til samstarfs við ESB er engin ástæða til annars en gera ráð fyrir að íslenskum bændum komi til að vegna vel í því samstarfi og jafnvel betur en í því kerfi sem boðið hefur verið uppá hingað til. Kerfi þar sem flestir kostnaðarliðir til almenns rekstrar eru um það bil tvöfalt til margfalt hærri en tíðkast hjá nágrannaþjóðum. Kerfi sem boðið hefur uppá okurvexti, ofurverðlagningu á fóðurvörum og fjölmörgum öðrum rekstrarvörum og ekki má gleyma síendurteknum gengisfellingum með tilheyrandi afleiðingum fyrir þjóðina alla, bændur jafnt sem aðra. Ljóst er að málflutningur Bændasamtaka Íslands stenst ekki og kominn er tími til að þau snúi sér frekar að því að huga að hagsmunum íslenskra bænda innan Evrópusambandsins, ef til þess kemur að Ísland verði eitt af ríkjum þess, en að mála samtökin út í horn með málflutningi sem ekki þjónar hagsmunum þeirra sem þau þó eiga að þjóna.
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar
Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun