Formúla 1

Hamilton stakk af í Tyrklandi

Lewis Hamilton í Tyrklandi í morgunsárið.
Lewis Hamilton í Tyrklandi í morgunsárið. Mynd: Getty Images
Bretinn Lewis Hamilton var langfljótastur i á fyrstu æfingu keppnisliða í Istanbúl í Tyrklandi í morgun. Hann og félagi hans hjá McLaren voru tveir fljótustu ökumennirnir á svæðinu, en Michael Schumacher og Nico Rosberg hjá Mercdedes voru næstir í röðinni. Hamilton var 0.962 á undan Button og það er afgerandi munur í Formúlu 1, en brautin í Istabúl er 5.333 km að lengd og verða eknir 58 hringir um hana á sunnudaginn. Brautin er ein af fáum sem ekin er rangsælis og reynir meira á hálsvöðva ökmanna en ella vegna þess. Foruystumaður stigamótsins, Mark Webber var með áttunda besta tíma á Red Bull, en félagi hans Sebastian Vettel sem er hnífjafn honum að stigum varð fimmti. Webber hefur unnið tvö síðustu mót og er með fleiri sigra og skráist því ofar í stigamótinu en Vettel. Tímar þeirra fljótustu 1. Hamilton, McLaren, 1.28.653 2. Button, McLaren, 1.29.615 3. Schumacher, Mercedes, 1.29.750 4. Rosberg, Mercedes, 1.29.855 5. Vettel, Red Bull, 1.29.867 6. Kubica, Renault, 1.30.061 7. Petrov, Renault, 1.30.065 8. Webber, Red Bull, 1.30.097



Fleiri fréttir

Sjá meira


×